fimmtudagur, 26. apríl 2012

Kanadadollar

Stjórnmálaumræðan hér á landi birtist okkur í hverju furðuupphlaupinu á fætur öðru. Hingað til hefur það verið talið eftirsóknarvert að vera meðal hinna Norðurlandanna, enda þau talin fordæmi þess samfélags og hagkerfis sem önnur lönd vilja ná. Þar hefur ríkt mestur friður og samfélagslegt öryggi fyrir fjölskyldur.

Þess vegna verður maður ætíð undrandi þegar menn mæta í fjölmiðla og segja að það sé eftirsóknarvert fyrir okkur að hverfa frá samstarfi okkar við nágrannalönd okkar og nálgast Kanada eða jafnvel Kína. Taka upp efnahagssamskipti við þá og kanadískan dollar, því við eigum svo mikla samleið og vinasamskipti við Kanada. Um 5% af utanríkisviðskiptum Íslands eru við Kanada en um 70% við Evrópulönd.

Sé litið á einfalda sviðsmynd sem við öllum blasir, er daglegt flug til allra Norðurlandanna og um 5 – 7 flug á hverjum degi allt árið til Kaupmannahafnar, auk þessu 3 – 5 flug til Þýskalands, sama á við um Bretlandseyjar. Dagleg flug eru til Frakklands, Ítalíu og Spánar. Ekkert reglulegt flug er til Kanada.

Við hjónin komum bæði sig úr stórum fjölskyldum, auk þess að ég á tæplega 40 vinnufélaga og hitti reglulega annan eins fjölda á fundum og ráðstefnum, þannig að ég þekki prýðilega til hjá liðlega hundrað fjölskyldum. Við þekkjum marga sem hafa farið til framangreindra landa til náms, í frí eða til þess að heimsækja ættingja, en við þekkjum engan sem hefur farið til Kanada.

Ísland glímir við nokkur stór vandamál, flest tengd ónýtum gjaldmiðli, sem stöðugt tapar verðgildi sínu. Hér er verðbólgan að jafnaði a.m.k. tvöföld við það sem er í nágrannalöndum okkar. Krónan hefur kallað yfir okkur gjaldeyrishöft sem valda stígandi og umfangsmeiri vanda. Það liggur fyrir að við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að komast út úr gjaldmiðilshöftunum án aðstoðar.

Við erum þjóð sem flytur inn og út sem nemur um 40% af landsframleiðslu og erum þar af leiðandi mjög háð því hvernig efnahagssveiflan er í viðskiptalöndum okkar. Evran er helsta utanríkisverslunarmynt Íslendinga og það myndi kalla á minnstu vandamálin ef við sveifluðust með Evrunni. En þar til viðbótar eru mestar líkur á að þar takist að ná samningum um stuðning við að halda krónunni innan ákveðinna vikmarka.

Krónan yrði trúverðugri og stöðugri strax við inngöngu í ERM II og svipuðum samning og t.d danska krónan býr við. Með þeim samning breytist gjaldmiðill okkar í alvöru mynt sem væri hvarvetna gjaldgeng. Vextir myndu lækka og verðtrygging yrði og við gætum reiknað með aukinni erlendri fjárfestingu til landsins.

Nú er því haldið fram að Kanadamenn séu gríðarlega spenntir að við tökum upp Kanadadollar. Eru Kanadamenn virkilega tilbúnir að spandera á okkur þeim fjármunum sem hlýst af því að verja okkar hagkerfi? Eru þeir til í að kaupa allar krónur sem eru í umferð, allt lausafé og skuldabréf og greiða það upp í topp með kanadískum dollurum? Henda svo öllum krónunum í ruslið. Fyrirfinnst enn í heiminum slík gjafmildi og hjartahlýja?

Við eigum ekki nægan gjaldeyrisforða sjálf til að kaupa það magn af viðkomandi gjaldeyri til að mæta lausu fé í umferð. Því yrðum við að fá samþykki AGS og Norðurlandanna að nota lánin frá þeim til þessa arna og það gæti reynst þrautin þyngri. Ljóst má vera að þessar þjóðir myndu ekki vilja fá greitt með krónum fyrir sinn gjaldeyri. Kostnaður við skipti á seðlum og mynt er allt að 41 milljarður króna í beinhörðum gjaldeyri. Allir myndu strax á fyrsta degi til að vera „fyrstir út“ áður en „alvöru“ gjaldeyrisforðinn klárast í Seðlabanka Íslands. Þar sem vitað er fyrirfram að gjaldeyrisforðinn nægir ekki til að losa alla út, vilja allir losna sem fyrst. Loforðið um skiptin er því ógerlegt að efna, nema gjaldeyrisforðinn sé nægilega stór og trúverðugur – sem hann er því miður ekki.

Stærsta vandamál okkar eru öfgakenndu upphrópanir sem eru áberandi í umræðunni. Í nær hverjum fréttatíma er mættur fulltrúi einhvers hagsmunahóps með furðulegar fullyrðingar og maður verður endurtekið undrandi yfir því hvers vegna fréttamaðurinn spyr ekki viðkomandi um hvað hann eigi við.

Þessi viðtekna umræðuhefð hefur skapað tortryggni, vantraust og óbilgirni. Þessu þarf að snúa við. Það er hægur vandi að ráðast að þeim vanda sem við erum að glíma við. Hér er eitt besta velferðarkerfi í heimi, andrúmsloftið er hreint og öryggi meira en þekkist víðast hvar annars staðar. Hér ríkir mikið frjálslyndi, virðing fyrir mannréttindum og jafnrétti. Og hér eru auðvitað náttúruauðlindir á borð við fisk, orku og náttúru sem geta tryggt þjóðinni efnahagslegt sjálfstæði.

Þeir sem hæst töluðu um sterka lagalega stöðu landsins og börðust fyrir dómstólaleið með Icesave-deiluna og létu sem Íslendingar væru með unnið mál í höndunum, eru þeir sömu og berjast hvað harðast gegn öllum breytingum í okkar samfélagi. Berjast gegn breytingum á Stjórnarskrá og að kannað verði til hlítar hvaða samningar Ísland standi til boða.

Nú óttast þeir að þurfa að horfast í augu við afleiðingar eigin gjörða. Þarna fara forsvarsmenn sérhagsmunahópa sem óttast að missa spón úr aski sínum yfir til almennings takist að breyta um mynt og reyna nú sem fyrr að bregða fæti fyrir alla rökræna um ræðu og ferli sem á endanum á að skila sér í aðildarsamningi sem eðlilegt væri að þjóðin fengi sjálf að meta.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur pistill.

Það er visst þroskamerki, hjá sumum að viðurkenna það að krónan sé ónothæf og því verði að finnan aðra lausn.

Margir hafa hingað til stungið hausnum i sandinn og neitað að horfat í augu við miklar hættur og gríðarlegan kostnað og tjón krónunnar.

Með hruni krónunnar 2008 varð til einhver mesta eignaupptaka sem gerst hefur í nokkru landi og kemur fram í stökkbreyttum skuldum fyrirtækja og heimila og gjaldþrotum viðkomandi aðila. Það má allt þakka krónunni - þar sem ekkert slíkt tjón varð innan landa með stóra gjaldmiðla eins og evrunnar, s.s. í Finnlandi, Danmörku, Írlandi, Spáni og Grikklandi. Engin stökkbreyting skulda og eignaupptaka varð innan þessara landa vegna hækkunar skulda.

Því verður ekki trúað að fólk vilji halda áfram á þessari skelfingarbraut krónunnar - þar sem skuldir hækka og hækka þrátt fyrir endalausar afborganir.

Það er vonandi að þetta þroskamerki umræðunnar sem kemur m.a. fram í því að skoað aðra valkosti í gjaldmiðlamálum - geti náð frekari þroska - með því að þroska vandaða umræðu um raunhæfa valkosti í gjaldmiðlamálum.

Þegar þau mál eru skoðuð, er ljóst að gríðarleg áhætta er fólgin í einhliað upptöku gjaldmiðils, m.a. vegan þess að fjármálakerfið hefði engan lánveitenda til þrautavara - og gæti því fallið hvenær sem er.

Það ætti þvi að vera sjálfsögð krafa í samningum við ESB að geta tekið strax upp evru - ef þeir samingar varða samþykktir. Ef það gengi eftir - næði Ísland gríðarlegum ávinningu á skjótum tíma - með lækkun vaxta, lánveitenda til þrautavara, afnámi verðtryggingar, auknu trausti á fjármálamörkuðum lækkun á áhættuálagi á erl. lán o.fl. o.fl.

Kaupmáttur gæti aukist mikið þar sem fjármagnskostnaður heimilanna lækkaði svo mikið.

Evru strax við aðild er stærsta hagsmunamál í samingunm við ESB og um leið eina raunhæfa lausnin á skuldavanda heimilanna, vegna fordæmalausrar aðstæðna í gjaldmiðlamálum Íslands.

Þetta atriði ætti því að vera helsta hagsmunamál þeirra sem berjast fyrir hagsmunum hemilanna.

Evru strax við aðild.

Haraldur sagði...

Ég á tvo syni sem mentuðu síg í Kanada. Þeir bera landsmönnum og kerfinu þar mjög góðan vitnisburð.
Annar reyndar býr þar en þá og er ekki neitt að hugsa sér til hreyfings.
Hinn fann sér líka kanadíska unustu og guð ein veit hvoru megin hann endar. Svo veit ég ekki betur en prentun á seðlum kosti ekki mikið, þar á bakvið er lítið annað en traust á gjaldmiðlinum og stöðuleikanum sem kerfið býr yfir.
Það er því ekki svo kostnaðarsamt að láta af hendi þessa nýprentuðu lausamynt til okkar. Spurningin er frekar hvort það sé sniðugt fyri Kanada að hafa svona óróaseggi inan sinna vébanda.

Eyþór Einarsson sagði...

Algjörlega sammála þessu Guðmundur.

Eyþór Einarsson sagði...

Algjörlega sammála þessu hjá þér Guðmundur. þetta kom frá fjármálaráðuneytinu árið 2003 en þá var náungi að nafni Geir H. Haarde fjármálaráðherra.
Ný aðildarríki þurfa að uppfylla Maastricht skilyrðin og taka þátt í formlegu samstarfi í gengismálum (ERM II) áður en þau taka upp evruna. Segir fjármálaráðuneytið að skýrt skilgreind skref viðkomandi ríkja í átt að upptöku evru myndu vekja öryggi á fjármálamörkuðum og á meðal almennings.

Nafnlaus sagði...

Pælingin á bakvið að taka upp k.dollar hefur held ég ekkert með það að gera hve mikil viðskipti í hvaða gjaldmiðli við gerum við hin og þessi lönd heldur að taka upp trúverðugan stöðugan gjaldmiðil.
En ég hef reyndar ekki áhuga að taka upp k.dollara. Mér finnst líka asnalegt hvernig þetta er sett upp í erlendum fjölmiðlum, þar kemur alltaf fram að "Ísland" vilji taka upp k.dollar þegar það eru bara einhverjir jaðarhópar sem hafa komið með þessa tillögu og hún vekur auðvitað athygli alls staðar.

Nafnlaus sagði...

Þörf áminning.

Gjaldmiðlakreppa (krónukreppa) Íslands er nú komin á það stig að - ekkert sambærilegt hefur áður gerst í öðrum löndum - þegar fjárhæðir í krónum í eigu erl. aðila að upphæð meira en 60% af landsframleiðslu bíða þess að komast úr landi - um leið og gjaldeyrishöft eru afnumuin.

Þessi upphæð er meira en 1000 milljarðar. Við þá upphæð bætast síðan "allir aðrir" sem líklega er a.m.k. annað eins.

ERM 2 fyrirkomulag ræður ekki við slíkan vanda.

Þess vegna er það brýnasta verkefnið og samningskrafa Íslands - að komanst STRAX við aðild inn í evruna - ef aðild verður samþykkt.

Það er stærsta og mikilvægasta verkefnið sem Ísland hefur staðið andstænis frá stofnun lýðveldisins.

Þess vegna er svo mikilvægt að vinna faglega að því verkefni.

Það er stærsta hagsmunamál heimila, launafólks og fyrirtækja.

Klúrist það, er stutt í næsta fjármálahrun.

Nafnlaus sagði...

Það eru að koma kosningar.
Lausnir og þvaður er byrjað.
Besta leiðinn til að ekkert sé gert er að bulla og rugla í fólki nógu mikið þannig að það vilji ekki breytingar, virkja þrælsóttann.

Það eru til tvær leiðir út úr þessu.
Ganga í ESB+Evru
Hin er skipti leiðinn hennar Lilju Mó, til að þvinga lokað fjármagn úr landi á rusl skipti gengi.

Hvaða $ sem er gengur ekki upp ef við höfum ekki stýringu á honum.

Og þetta gengur aldrei upp ef greindarvísitalan hækkar ekki í þeim sem stýra landinu.

mbk.

Reynir Sigurbjörnsson sagði...

Hvaða vitleysa er þetta....Við eigum að taka upp danskakrónu.
Danir hafa selt fiskinn okkar Færeynigar eru í sjávarútvegi eins og við og selja á sömu mörkuðum og við, svo höfum við gömul tengsl við dani.
þess vegna eygum við að taka upp danskakrónu.

Reynir Sigurbjörnsson

Reynir Sigurbjörnsson sagði...

Tökum upp danska krónu....Færeyingar eru í sjávarútvegi eins og við selja á sömu mörkuðum og við, gömlu tengslin við dani skemma ekki fyrir
Við höfum meiri tengsl við Dani og Færeyinga en Kanadamenn.
Reynir Sigurbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Þrátt fyrir ýmsa kosti við það að ganga í ESB er ekki hægt að horfa framhjá þeim mörgu göllum sem því fylgir. Ástandið á Grikklandi, Spáni,Portúgal, Ítalíu og Írlandi segir afar mikið um skuggahliðar evrunnar. Ólík hagkerfi sem ekki ná að dafna með gjaldmiðil sem hentar þýzkalandi betur en þeim. Við þurfum að leysa úr "snjóhengjunni" sjálf. Hvorki kanada eða ESB hafa áhuga á að borga okkur út úr því. Goran Persson sagði í viðtali f. 3 árum "þið getið notað krónuna, en þið þurfið að fara varlega."