sunnudagur, 1. apríl 2012

Verndarar sérhagsmuna

Ég hef verið á mörgum átakafundum innan samtaka launafólks undanfarna tvo áratugi. Þar er oft hart barist og snaggaralega tekið til orða. Ég minnist ekki að hafa heyrt eða séð þar þá lágkúru og fólsku sem okkur hafa birst í störfum Alþingis undanfarna daga. Hafi menn ekki sömu skoðanir og sjálfstæðismenn þá eru þeir úthrópaðir sem kommúnistar, líkt saman við fjöldamorðingja.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var hinn eini sem barðist fyrir því að koma í veg fyrir að fólkið í landinu fengi að svara nokkrum lýðræðislegum spurningum um auðlindir og jöfnun atkvæðisréttinda. Kvöldið áður höfðu þeir og læðst út um bakdyrnar til þess að koma í veg fyrir lýðræðislega kosningu í þinginu.

Það kom svo vel fram í vikunni hver afstaða þingmanna gagnvart stjórnarskrármálinu og samskiptum við fólkið er í raun. Það er síðan prýðilega tekið saman í leiðara Fréttablaðsins nú um helgina, þar sem sömu bellibrögðum er beitt.

Í stjórnarskrármálinu hafa helstu, og reyndar einu, rök sjálfstæðismann verið að málið sé vanreifað og óklárað af hálfu Alþingis og það sé mikil blessun að þjóðin skuli ekki verða spurð álits á tillögum Stjórnlagaráðs, og svo kemur afsökunin fyrir framkomu sjálfstæðismanna gagnvart þjóðinni, stjórnarmeirihlutans geti kennt sjálfum sér hvernig komið sé og engum öðrum. Bíddu við var það ekki þingflokkur Sjálfstæðismanna sem stendur í veginum fyrir því að málið sé borið undir þjóðina? Alþekkt er að tillögur Stjórnlagaráðs eru unnar upp úr margra ára vinnu sérfræðinga sem hafa komið að þessum málaflokki og henni fylgdi rúmlega 200 bls. greinargerð. Ekkert hefur komið fram frá þingmönnum sjálfstæðismanna um hvað það sé sem þeir vilji gera, engar málefnanlegar tillögur, einungis að þetta sé ómögulegt og Stjórnlagaráð sé einhver kjaftaklúbbur.

Það er almennt viðurkennt að tillaga Stjórnlagaráðs að stjórnarskrá er betri en öll þau plögg sem Alþingi hefur náð að gera undanfarin 50 ár. Þekkt er hvert sjálfstæðismenn stefna með sinni klækjapólitík í þessu máli, kalla á saman lagatækna og „sérfræðinga“ í loðnu orðalagi og fá þá til þess að eyðileggja stjórnarskrárdrögin. Semja stjórnarskrá sem er ritskoðuð af sérhagsmunahópunum sem standa að þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Það kom glöggt fram á Þjóðfundi og í samskiptum almennings við Stjórnlagaráð, þegar drög að nýrri Stjórnarskrá voru samin, að hann vill sjá það fyrir sér að þjóðin geti með einhverjum hætti haft meira aðhald með stjórnvöldum, þ.e. með ríkisstjórn og Alþingi.

Þegar þjóðin þurfti helst á því að halda í október 2008 að til væri aðili sem hún gæti treyst og trúað og gæti tekiðö að sér leiðtogahlutverk, var staðan sú að forsetinn hafði verið beinn þátttakandi í spilverki fjármálaaflanna. Sama átti við um Alþingi stjórnarþingmenn þingmenn og ráðherrar voru beinir þátttakendur í aðgerðum fólust í því að dylja raunveruleikann og það varð til þess að efnahagshrun hér á landi varð mun alvarlegra fyrir heimilin ílandinu og fyrirtækin en íöðrum löndum.

Ráðherrar og stjórnarþingemnn höfðu haldið því að okkur að Ísland ætti ekki að bera sig saman við Norðurlönd og ætti ekki að taka mark á ábendingum þaðan, aðstæður væru allt aðrar á Íslandi. Leyndarhyggjan við völd. Regluverk og ábendingar Norðurlanda þóttu of íþyngjandi. Þingmenn sjálfstæðismanna berjast fyrir því að engu verði breytt og vilja kom aí veg fyrir að fólkið í landinu geti komið að eigin málum.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

guðmundur er það ekki rétt að lögfræðideild Háskólans hafi talið sig þurfa nokkra mánuði til að yfirfara tillögur ykkar í stjórnlagaráðsnefnd

Nafnlaus sagði...

Menn geta rætt þetta fram og aftur hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið vondi gæinn og allt það. Staðreynd málsins er hins vegar sú að þingmenn flokksins stoppuðu þessa skoðanakönnun af því að þeirra eigin kjósendum finnst þessi hugmynd fáránleg og af því þeir gátu það. Aulaskapur stjórnarflokkanna er náttúrulega að setja málið þannig fram að hægt sé að stoppa það. Það er verkefni þingsins að klára að búa til nýja stjórnarskrá og samþykkja hana á tveimur þingum. Það er búið að reyna að blanda þjóðinni í málið með stjórnlagaþingi. Sú tilraun var algjört flopp, ekki af því að Hæstiréttur dæmdi kosningarnar ólöglegar, heldur vegna þess að þjóðin hafði engan áhuga á málinu, sbr. kjörsókn í kosningum til stjórnlagaþings.
Þó að einhverjir stjórnmálamenn, bloggarar og álitsgjafar finnist eitthvað mál mjög mikilvægt er mjög ólíklegt að íslenska þjóðin sé yfir höfuð sammála.

Guðmundur sagði...

Já eins og ég kem að í pistlinum, þá hafa tilteknir lögmenn gefið út margskonar yfirlýsingar, en aldrei hefur komið fram nein málefnanleg skýring á aths.

Engar málefnanklegar aht. hafa komið frá þungfliokk Sjálstæðismanna.

Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að mæta á fundi með Stjórnlagaráði til þess að fá svör og skýringar við sínum pælingum ef einhverjar væru.

Allar tillögur Stjórnalgaráðs eru byggðar á áður unnun tillögum fyrir endurskoðunarnefndir Alþingis á Stjórnarskránni og svo ekki síður tillögur Stjórnlaganefndar sem bar þær undir háskólasamfélagið.

Í Stjórnlaganefnd voru sérfræðingar sem unnu einnig eð Stjórnlagaráði

Síðast en ekki síst voru allar nýlegar endurskoðanir stjórnarskrám teknar til ítarlegrar skoðunna.

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega Guðmundur, ekkert málefnanlegt komið einungis barátta fyrir því að verja sérhagsmunina hjá þeim sem fjármanga þennan flokk

Nafnlaus sagði...

Þér finnst nafnlaus 13:48 sem sagt í lagi að minnihlutinn beiti ofbeldisaðferðum til þess að koma í veg fyrir eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð

Þér finnst í lagi að minnihlutinn geti komið í veg fyrir að þjóðin verði spurð nokkurra spurninga

Eini sinni sagðist Sjálfstæðisflokkurinn vera flokkur lýðræðislegra vinnubragða, nú er hann orðin flokkur sérhagsmuna þar sem álit þjóðarinnar og lýðræðisleg vinnubrögð skipta engu. Einungis eigi að verja hagsmuni fárra.

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt á sömu bókina lært. Á Alþingi situr nú fólk, sem berst nánast á banaspjótum um völdin.
Ég held að Sjálfstæðismönnum væri best að þegja og þakka Guði sínum (mammon væntanlega) fyrir enn ein kosningaloforðasvik ríkisstjórnarinnar; kvótakerfið.

Sjálfstæðisflokkurinn á bara að hneigja sig í þakklæti.
Betri útkomu fyrir sjálfstæðismenn á hótunum ríkisstjórnarinnar um skjaldborgir, kvótakerfi og allt uppá borði osl., , hafa meiri hagsmunir sjálfstæðismanna og bankstera alltaf verið teknir langt fram yfir minni hagsmuna almennings.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, stjórnarskrármálið er allt saman mikið klúður stjórnarinna frá upphafi til enda.

Þessar spurningar sem átti að kjósa um voru líka mjög óskýrar og jafnvel tvíræðar. Þess vegna voru þær ekki þjóðinni bjóðandi.

Ég sem kjósandi verð að segja að það var ekki stjórnarskránni að kenna að bankakerfið hrundi. Það voru eigendur og stjórnendur bankanna sem settu bankana í þrot með glæfralegum sjálftökugjörningum í nafni fjármálalegra gjörninga.

Mörgum finnst líka að þessi stjórnarskrárdrög séu einskonar óskalisti stjórnlagaráð, fólks sem hefur mjög sterkar skoðanir á þjóðmálum og hefur verið duglegt við að gefa sig út sem álitsgjafa.

Fólkið í landinu er ekki að kaupa einhvern óskalista frá aðilum sem vilja koma sinum séróskum í stjórnarskrá um alla framtíð.

Stjórnarskrá á að vera almenn og leibeinandi, ekki fullt af séróskum njörvuðum niður sem lög.

Guðmundur sagði...

Ágætu lesendur

Nafnlaus 17:18 er með nákvæman lista yfir þær afsakanir sem hafa dunið á okkur landsmönnum þegar þeir sem telja sig hafa völdin vilja geta ráðið hvað sé borið undir þjóðina og fela sig þá á bakvið svona ómerkileg viðbárur.

Ég þakka nafnlausum 17:18 sérstaklega að opinbera fyrir okkur hvernig þetta gengur fyrir sig.

Eins og þið lesendur takið eftir er ekki ein einasta málefnaleg aðfinnsla eðaábending, heldur hin dæmigerðu Valhallarvinnubrögð, það er að ráðast að manninum í stað þess að fara í boltan.

Ráðast að manninum og gera hann í ótrúverðugan með svona dæmalausum dylgjum sem einkennir málflutning þessa fólks.

Fólkið í landinu er búið að fá nóg af yfirgangi þessa sérhyggjuhóps.

Nafnlaus sagði...

Hvað vilja stjórnarflokkarnir í stjórnarskrármálinu Guðmundur getur þú sagt okkur það eða eiga stjórnarflokkarnir hverju sinni að gera skoðanakönnun meðal fólksins í landinu og spyrja hvað viljið þið að við gerum á þessu kjörtímabili? Þessar spurningar eru því miður algjörlega munaðarlausar og amk ég skil ekki hvað þær þýða í raun

Guðmundur sagði...

Spurningarnar eru ákaflega skýrar og orðalag þeirra hefur verið lagað umtalsvert.

Þar er eins og kunnugt spurt um þau atriði sem helst hafa verið í umræðu alemnnings og það er lýðræðislegt að gefa fólkinu í landi tækifæri til þess að koma framfræi sínum sjónarmiðum.

Það er aftur á móti harla einkennilegt að einn stjórnmálaflokkur, sá sem hefur farið með völdin í landinu lengur en allir aðrir, berst með öllum brögðum gegn því.

Það eitt út af fyri sig segir mikið

Annað segir enn þá meira að fulltrúar þessa flokks hafa ekki sýnt neinn áhuga á því að kynna sér tillögur Stjórnlagaráðs og ræða við fólk um það sem liggur fyrir. Plagg sem er byggt á gríðarlega mikilli vinnu Stjórnlaganefndar og með góðu samstarfi við fólkið í landinu í gegnum netið.

Ekkert, segi og skrifa ekkert, málefnanlegt hefur komið frá þessum flokki um tillögu Stjórnlagaráðs, einungis dylgjur um að þessum flokki finnist eitt og annað um það fólk sem kom að þessari vinnu, það sé Flokknum að skapi, kjaftaklúbbur, allskonar ómerkilegt bull.

Ekkert, engar tillögur, ekkert sem hægt er að ræða um. Nákvæmlega ekkert annað en persónulegt skítkast.

Nafnlaus sagði...

Sættum okkur við þetta. Ísland fékk sjálfstæði frá Dönum til að gerast nýlenduþjóð Sjálfstæðisflokksins. nýlenduherrarnir eru Alþingsmenn þeirra með aðsetur í Valhöll og vilja auðlindir og yfirráð hjá sér frekar en fólkinu. Sem betur fer er hægt að kjósa þetta í burtu. Þangað til eru þeir riddaraliðið og almúgurinn Indíanar á flótta. Við vitum hvernig fór.