fimmtudagur, 12. apríl 2012

Fyrirsjáanleg staða

Það lá alltaf fyrir að Bretar og Hollendingar nytu stuðnings annarra Evrópuþjóða. Icesave III samningurinn endurspeglaði aftur á móti eindreginn vilja þjóðanna þriggja til að leysa málið í sameiningu.

Þeir sem hafa komið að samningamálum voru og eru eindregið þeirrar skoðunar að það borgaði sig langoftast að ná sátt frekar en að fara með mál fyrir dómstóla, jafnvel þótt menn teldu að þeir væru með unnið mál í höndunum.

Það lá fyrir þegar Alþingi samþykkti Icesave III samninginn með auknum meirihluta, að ef við höfnuðum samningnum og málið færi í dómstólafarveginn kæmi fram krafa um bótagreiðslur ásamt vöxtum. Töluverðar líkur voru taldar á dómsniðurstöðu þar sem kostnaður Íslands myndi verða á bilinu 600 til 700 milljörðum króna, samkvæmt útreikningum sem samninganefnd Íslands hafði látið gera.

Reyndar hafa sumir bent á þann möguleika að sett yrði fram krafa byggða á jafnræðisreglu þá væri ekki einvörðungu um að ræða trygginguna, heldur heildarinnistæðu, þá væri verið að tala um ríflega þúsund milljarða.

Icesave III samningurinn gerði aftur á móti ráð fyrir kostnaði sem næmi um 47 milljörðum króna en ekki 479 milljörðum eins og í Icesave II samningnum. Við gerð Icesave III samningsins mættu íslendingar Bretum og Hollendingum á jafnræðisgrundvelli, og það leiddi til þess að samningsniðurstaðan varð sú að Bretar og Hollendingar tóku á sig verulegan hluta af kostnaðinum.

En það kom mjög vel fram að þeir treystu okkur ekki, vildu ekki loka sig frá dómstólaleiðinni með því að skrifa undir fyrr það lægi fyrir að við myndum samþykkja samninginn. Þeir voru búnir að semja áður við okkur og í bæði skiptin höfnuðum við að standa við undirritaða samninga.

Einnig má minna á að þeir sem börðust gegn því að fara að samþykktum Alþingis, sem hafði samþykkt samninginn með auknum meirihluta, en kröfðust þess að málið færi fyrir dómstóla. Því er það harla einkennilegt að hlusta á þá hina sömu að mótmæla því að málið sé tekið fyrir hjá dómstólum.

Reyndar erum við orðin vön vanhugsuðum upphlaupum á Alþingi eins og urðu í gær og í morgun, sem síðan fjölmiðlar setja fremst í alla fréttatíma. Þar liggur ein stórum ástæðum þess að Alþingi hehfur misst trúverðugleika meðal þjóðarinnar.

Þeir sem hafa verið að störfum í Karphúsinu þekkja þá stöðu vel að ganga til samninga við aðila sem hafa ekki staðið við það sem samið var um. Samningar sem eru reistir á þannig grunni verða viðsemjanda alltaf dýrari en þörf er á. Hér má benda nokkur nýleg dæmi um samninga launamanna við íslenska stjórnmálamenn

Þjóðin hefur verið að greiða skuldir óreiðumanna, óþarft að telja þar upp dæmi, en t.d. sú skuld sem varð til við gjaldþrot Seðlabankans var greidd af þjóðinni, 800 milljarðar króna.

En það náðist upp stemming með upphrópunum og lýðskrumi. Þeir sem fyrir því stóðu standa nú fremst með samskonar hróp. Staðan er hins vegar sú að nú er komið að því að þessir aðilar verða að horfast í augu við sjálfa sig og afleiðinga gjörða sinna og eru með allt niðrum sig.

En það er og hefur alltaf verið einkenni lýðskrumara að þeir hafa aldrei burði til þess að horfast í augu við sjálfa sig í spegli samtímans, vísa ábyrgðinni ætíð eitthvað annað.

Ef menn halda að það sé einhver hótun að við förum ekki inn í ESB ef dómarinn hagi sér ekki eins við viljum, þá er nú kominn tími til að þeir hinir sömu fari að ræða þau mál á grundvelli skynsemi og málefnalegrar nálgunar.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski er þetta ný sóknarfæri fyrir Ísland til að vinna þetta leiðindarmáli - þar sem Ísland kemur rökum sínum betur á framfæri og eykur þar með vinningslíkur.

Ekki vilja menn skemma sóknarfæri Íslands í að vinnan þetta mál. Hata menn ESB svo mikið "af því bara" að þeir vilja einnig skemma stöðu Íslands í IceSave málinu??


Í mbl í dag segir Össur.

"Össur segir að þetta gefi um leið Íslendingum færi á að koma að skriflegum athugasemdum við varnir ESB áður en munnlegur málflutningur hefst. Hann bendir á að þetta tækifæri hefðum við ella ekki fengið.

„Á því byggist væntanlega ekki síst sú afstaða okkar aðalmálflutningsmanns, Tim Ward, að það sé ekki í okkar þágu að leggjast gegn því að framkvæmdastjórnin hafi þennan hátt á sinni aðkomu,“ segir Össur sem telur jafnframt að þessi ósk ESB undirstriki styrk þeirrar greinargerðar sem íslensk stjórnvöld sendu frá sér fyrr á árinu.

Spurður hvort hann telji að slíta beri aðildarviðræðunum vegna kröfu framkvæmdastjórnarinnar segir Össur: „Nei, ég tel að það væri til marks um vantrú Íslendinga á sínum eigin röksemdum ef við óttumst svo rök og aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að við myndum rjúka til og hætta samningaviðræðum um óskyldan þátt, þ.e. aðild að ESB.“

Nafnlaus sagði...

Pistillinn er virkilega góður. Viðbrögðin voru alveg fyrirsjáanleg.
E.t.v. mætti benda þeim á sem eru æfir út í ESB fyrir að gæta hagsmuna síns fólks að við gætum t.d. gert þetta í mótmælaskyni og sýna þessu liðið í ESB hvar Davíð keypti ölið!
1. Setja viðskiptabann á ESB bæði innflutning og útflutning.
2. Banna allar innborganir frá ESB ríkum á fjármunum til fjárfestinga.
3. Banna öll ferðalög til og frá ESB ríkjum til Íslands.
4. Kalla heim alla sendiherra í ESB ríkjum, mundi spara verulegt fé hjá ríkissjóði, er ekki alltaf verið að tala um kostnað við ESB umsókn
Góðar kv Guðsteinn

Nafnlaus sagði...

Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Buchheit samningana var talað um það sem nánast helgan rétt íslensku þjóðarinnar að fá Icesavemálið fyrir dómstóla svo við gætum sýnt fram á ólögmæti krafnanna. Núna er málareksturinn orðinn "óréttmætur"!
Það er ekki heil brú í málflutning þessara manna

Nafnlaus sagði...

Nú hafa hinir nútímalegu og framsýnu Framsóknarmenn fengið sína dómsstólaleið. Framsóknarmenn ætla að vera vandlátir á hliðarlínunni eins og vanalega.

Nafnlaus sagði...

Er nú farið að fara um þá sem digurbarkalegast hafa látið? Væri það ekki frétt ef framkvæmdastjórn ESB styddi ekki ESA í málinu?

Nafnlaus sagði...

"En það náðist upp stemming með upphrópunum og lýðskrumi. Þeir sem fyrir því stóðu standa nú fremst með samskonar hróp. Staðan er hins vegar sú að nú er komið að því að þessir aðilar verða að horfast í augu við sjálfa sig og afleiðinga gjörða sinna og eru með allt niðrum sig.

En það er og hefur alltaf verið einkenni lýðskrumara að þeir hafa aldrei burði til þess að horfast í augu við sjálfa sig í spegli samtímans, vísa ábyrgðinni ætíð eitthvað annað."

Æji Guðmundur, í alvöru ! Eru þá allir sem voru á móti samningum þjóðrembur, auðkeyptar sálir sem létu undan áróðri lýðskrumara.

Þetta er ekki málflutningum sem hæfir. Aðeins meiri yfirvegun væri óskandi.

Kveðja,
Björn Kristinsson

Guðmundur sagði...

Sæll Björn
Bara minna þig á hvaða nöfnum við vorum kölluð sem voguðum okkur að benda á hvert þetta gæti leitt okkur.
Bestu kv GG

Nafnlaus sagði...

Góður pistill eins og fyrri daginn. En Björn Kristinsson. Nei, það voru ekki allir sem sögðu NEI auðkeyptar sálir eða með þjóðrembu. Fæstir höfðu hinsvegar nennt að kynna sér málið, en fóru samt á kjörstað. Málið er að þjóðaratkvæðisgreiðslur henta ekki fyrir öll mál, ekki síst hjá þjóð sem varla þekkir þennan sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit hvað ég er að tala um, ríkisborgari í Sviss.
Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Við erum ungt lýðveldi. Þurfum að temja okkur umræðuhefð, virða og skilja skoðanir hvors annars. Lífið er hvorki svart né hvítt.

Það sem okkur finnst sjálfsagt í dag er orðið úrelt, jafnvel ógn, á skömmum tíma.

Náttúran er full af andstæðum, "ólíkum skoðunum". Er það ekki fegurð hennar ? Fylgir innri lögmálum sem heldur viðheldur jafnvægi til lengri tíma litið.

Við verðum að gefa sjálfum okkur tækifæri í stað þess að nýða skóinn af hverju öðru.

Jú, forsendurnar voru eflaust margar fyrir "JÁ" eða "NEI" þegar koma að Icesave málunum. En er það ekki einfaldlega hluti af lærdómsferlinu ?

Ef við horfum á samfélög sem almennt eru viðurkennd sem þroskuð og rík af samfélagslegri ábyrgð þá er ég nokkuð viss um að sú staða varð til á langri vegferð. Það var leið mistaka, sorga, vonbrigða, en gleði, væntingar og von um að þegar upp væri staðið væru afkomendur þjóðarinnar betur settir gaf mönnum þrótt til athafna.

Er ekki eitthvað sem við þurfum að fara að skoða hjá okkur sjálfum ? Vandi okkar er ekki peningalegur, hann er er annað og meira.

Kveðja,
Björn Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Öfgakennt umræðuheft á Íslandi á margt sameiginlegt með stjórnleysi, agalysi, skort á málefnalegum málflutningi og einskonar leðjuslag - ef tækifæri gefst.

Þess vegna er traust til Alþingis ekki nema 10% og fer lækkandi.

Almenningur treystir ekki þannig stjórnendum, hvorki innan fyrirtækja eða stofnana.

Nú er smá breyting í IceSave málum og þá er leðjuslagurinn kominn á fullt tækifærið gripið og leðjuáras sett í gang.

Það er eins og sumir haldi að með mestri leðju þá sé hægt að framleiða verðmæti og velferð.

Hvernig væri að kjósa sérstaklega á Leðjuþing - og setja ákv. um það í stjórnarskrá og þangað færu færustu leðjufólkið. Fólk gæti þá skipta á þá rás til að horfa á smá leðjuslag, t.d. í staðinn fyrir að fara í bíó eða leikhús.

Þetta mætti t.d. markaðssetja út um allan heim sem einskonar leðju-raunveruleika-þætti.

Þá skapaðist kannski meiri möguleiki á að reysa við virðingu og traust Alþingis. Síðan væri kosið þangað fólk sem vill temja sér fagmennsku og þrosku vinnubrögð og vinn að velferð og farsæld þjóðarinnar - án leðju - hvort sem um er að ræða IceSave, ESB, virkjanir, umhverfismál, húsnæðismál os. frv.

Þau fyrirtæki sem sína fagmennsku í stjórnun ná langt. Sama gildir um fagmennsku hjá þeim þjóðþingum og þjóðum sem temja sér slík vinnubrögð.

Ísland er ekki í þeim hópi.