mánudagur, 21. maí 2012

Vodafone umhverfisböðull maímánaðar



Fyrir nokkur skrifaði ég pistil um óskemmtilegarathafnir jeppamanns á Úlfarsfelli. Í ljós kom að þarna var á ferðinni ungur og óreyndur maður sem hafði komið sjálfum sér í sjálfheldu upp á fellinu.


Undanfarið hefur maður séð stóra gröfu athafna sig í fellinu við að lagfæra aðalveginn upp fellið. Ég hélt að þarna væri á ferðinni tilraun til þess að beina þeirri umferð sem er þarna upp inn á einn veg og síðan ætti að loka og lagfæra aðrar skemmdir.

Ég fór þarna upp í dag, hef látið Úlfarsfellsferðir sitja á hakanum á meðan gott gönguskíðafæri er í Bláfjöllum. Þá blasti við að það eru heilmiklar framkvæmdir í gangi. Búið er að grafa heilmikið sár niður fallegustu hlíð fellsins, sem hingað til hefur fengið grið fyrir skemmdarverkum.

Hér er ekki á ferðinni ungur maður sem ekki áttaði sig á því hvaða vandræði hann væri að rata í.Hér er á ferðinni stórt fyrirtæki Vodafone sem vinnur þessi umhverfisspjöll á fyrirfram skipulagðan hátt. Td. hefði verið hægur vandi að hlífa hinni fallegu fjallshlíð með því að fræsa strenginn í veginn sem búið var að böðlast með alla leið upp. Vodafone er semsagt skipulagður umhverfisböðull.

 
Niðri við veginn voru stór gröfuferlíki sem á að nýta til þess að fræsa sveran streng upp á fellið þar Vodafone ætlar síðan að reisa heilmikið mastur.


Það er óskiljanlegt hvernig þetta fór í gegnum umhverfisnefnd Reykjavíkurborgar. Úlfarsfellið er eitt af vinsælasta útvistarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Þar fara um hundruð manna á hverjum degi allt árið.

8 ummæli:

Haraldur sagði...

Þetta vinsæla göngusvæði verður eins og ratsjárstöð, lífshættulet að vara þar nálægt vegna geislamengunar.
Dettur í hug frásögn Páls Ólafssonar hreppstjór í Brautarholti á Kjalarnesi.
Hann bauð viðgerðarmanni Símans í kaffi inni í Graskögglaverksmiðju en þar á gamla turninum var búið að setja farsímamastur. Þeir gleymdu sér við spjall og frásögur, en allt í einu ríkur viðgerðarmaðurinn upp og og drífur sig upp á þak, eftir skamma stund kemur hann aftur niður bölvandi og ragnandi og Páll spyr hann hvað sé að. Hann segist hafa gleymt að slökkva á kerfinu áður enn hann fór upp. Hann fer inn og slekkur á. Þegar hann kemur út aftur þá spyr Páll hann hvaða máli það skiptir og þá dettur út úr honum svona eins og hugsunarlaust " nú á 10 mín, fær maður í sig banvænan skamt af þessum andskota þegar maður er svona nálægt þessu helvíti". Þá var Páll fljótur að hugsa og sagði "já en ég há heima í 60 m. fjarlægð hvað er ég þá lengi að fá sama skamt í mig". Þá lék viðgerðarmaðurinn svona látbragðsleik renndi rennilás fyrir muninn á sér og límdi límband yfir líka og sagði ekki orð meir. Fór upp og kláraði sitt verk.
Það liðu ekki nema tveir mánuðir þá var Páll búin að láta fjarlægja allan búnaðinn frá Símanum.
Og hann var settur upp á áhaldahúsinu alveg ofan í Grundarhverfi 30 metrar í næstu hús og ca sama fjarlægð frá mínu húsi og svo bætti Vodafón við öðru mastri og nú er komið 3G kerfið líka og í viðbór var sett mastur ofan á skólann hinumegin í kverfinu.
Þú eru allir í kvefinu að þróa með sér óþol fyrir svona geislamengun.
Sjá www.geislabjorg.is

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega sammála þér, Guðmundur.

Verndum hið fallega fjall; Úlfarsfell fyrir öllum formum eyðileggingar.

En eitt finnst mér skrýtið.
Hvar er nú allir umhverfissinnarnir, Landvernd, Saving Iceland (hvað öll þessi umhverfissamtök heita nú) og allt þetta "góða" fólk sem lætur sig umhverfismál varða?

Hvar er fólkið sem fór hamförum þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð og talaði um eyðileggingu á Íslandi?

Er þetta fólk tómir hræsnarar, eða jafnvel vel loddara sem gera allt til að fá athygli?

Finnur þetta fólk sig bara knúið til að mótmæla framkvæmdum sem það sér ekki frá kaffihúsunum niður í bæ?

Er Úlafarfell allt of nálægt fyrir þetta fólk að því yfirsést umhverfisspjöll þar?

Hvað um það, þú stendur þig betur í umhverfisvaktinni, Guðmundur, heldur en allt þetta "góða" fólk sem jafnan lætur sig umhverfismál varða, sérstaklega þegar virkjanir ber á góma.

Sigurður Unuson sagði...

Þetta er ömurlegt. Úlafarsfellið hefur mikla þýðingu í umhverfinu hérna á höfuðborgarsvæðinu. Unun að hafa svona fallegt fell til að ganga, þetta er matarkista sem gefur af sér á haustin. Að gröfur fara upp í miðja og rjúfa gróðurbelti og velta til grjóti án þess að það sé nokkur þörf er ljótt að sjá. Ekki yrði ég ánægður að sjá berlandinu þar rústað. Burséð frá allri útivist og sjónmengun, eru mikið í húfi að ganga ekki á náttúruna að óþörfu. Í jarðri okkar þéttbýlis verður lífríkið að fá að halda sér á því gæðir mannskepnan þó erfitt sé fyrir suma að átta sig á því. Réttur náttúrunnar er okkar réttur, en á sama tíma ábyrgð.

Haraldur þetta er mjög gott dæmi fyrir því manneskja sér ekki sína skyldu til að axla ábyrgð á eigin gjörðum og það gefur auga leið hvernig það getur valdið tjóni, á heilsu manna í þessu tilfelli.

Hvað angrar þig svona Nafnlaus? Hver maður á að sjálfsögðu að fylgja sinni sannfæringu. Það er lítilmennska að skamma aðra fyrir að láta sig ekki eitthvað varða þegar maður sjálfur er fullfær þáttakandi í þessum heimi og á rétt á því láta til sín taka. Það angrar mig þegar fólk setur sig á háan hest, mér sýnist sem svo að þú eigir enga innstæðu fyrir þessum hleypidómum. Ég veit ekki betur en fólk í þeim félagsskap sem þú nefndir, hafi lagt af hendi mjög óeigingjarna vinnu, en ég tala aðeins fyrir sjálfan mig.
En jæja, hvað skal gera Nafnlaus, benda á aðra, eða gera það sem mesta velíðan skapar, að vera samkvæmur sjálfum sér í orði og gjörðum.

Vildi gjarnan fá meiri upplýsingar um þetta mál, frá þér nafnlausum, Guðmundi sem öðrum.

Nafnlaus sagði...

Sigurður Unuson,
Spurningar mínar um hvar öll þessi "góðu" umhverfissamtök eru og skýring á æpandi þögn þeirra vegna skemmda á Úlfarselli, eiga fullan rétt á sér.

Eða hitti ég þig eitthvað illa með þessum spurningum?

Hér er um að ræða samtök sem að öllu jöfnu láta sig umhverfisvernd varða, en einhverra hluta vegna ekki í tilfelli Úlfarsfells.

Þetta er svona meira spurning um trúverðugleika þessara samtaka og hvort að þau séu sjálfum sér samkvæm þegar kemur að umhverfismálum.

Sigurður Unuson sagði...

Já þú hittir bara mjög illa á mig. Ég vil gjarnan vinna með fólki sem berst fyrir réttindum náttúrunnar, en ef ég á að velja, leita ég til þeirra einbeita sér að málstaðnum ekki þeim sem benda á aðra og kvarta. Ég sendi bréf til þeirra ábyrgu og hyggst síðan kynna mér þetta mál betur. Þá mega náttúruverndarsamtök sem mannleysur vel gera. Hvernig ætlar þú að breðast við?

Nafnlaus sagði...

Sæll Sigurður Unuson

Ég ætla að vekja athygli á málinu hjá mínum meðborgurum í Mosfellsbæ,

hafa samband við borgaryfirvöld í Reykjavík sem leyfðu þessar framkvæmdir og krefjast skýringa og röksemda,

vekja athygli á málinu í fjölmiðlum,

benda umhverfis- og náttúrverndarsamtökum á tvískynningshátt þeirra þegar kemur að framkvæmdum og krefja þau svara á því hversvegna þau séu með valkvæða umhverfis- og náttúruverndarvittund þegar kemur að framkvæmdum, og spyrja hvort að eitthvað sé að marka þau út frá viðbragðsleysi þeirra við svona náttúruskemmdum.

Lýsa yfir frati á sömu samtök fyrir sofandahátt þeirra í þessu máli og segja að þau hafi misst allan trúverðugleika fyrir bragðið.

Nafnlaus sagði...

Ingimundur heiti ég. Framkvæmdin er í ósamræmi við gildandi aðalskipulag sem er annars vegar "óbyggt svæði" og hins vegar "opið svæði til sérstakra nota" og framkvæmdaleyfi því í ósamræmi við skipulag og skipulagslög. Ég kærði framkvæmdaleyfið, sem nær bara til ljósleiðara og rafstrengs, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er málið í ferli, RVK og Fjarskipti/ Vodafone að veita andmæli. Leiðari og strengur er bara hluti framkvæmdarinnar, gagnast engum einir og sér út í loftið, heldur er vilji til að reisa fyrst 15 fm skúr og tvo 10 m há möstur, en reynist það vel að reisa 115 fm hús og tvö 50 m möstur sem hverju þeim aðila sem senda vill út býðst aðstaða , skv. gögnum málsins. Fyrir slíkt þarf byggingarleyfi sem ekki hefur verið gefið út skv. RVK og ekki frekar en ljósleiðari og rafstrengur í samræmi við skipulag! Reykjavíkurborg telur sig geta fært rök fyrir samræmi þessa við skipulag, ég hlakka til að sjá ítarlegri rökstuðning RVK til úrskurðarnefndar fyrir því, enda ágætlega læs eins og flestir íslendingar :). Með því að reyna að komast hjá því að útfæra skipulagstillögu þar sem framkvæmdin rúmast, s.s. með útgáfu framkvæmdaleyfis í ósamræmi við skipulag, þá er borgin að sniðganga lagalegan rétt almennings til aðkomu að stefnumörkun um landnotkun innan borgarinnar. Talandi um að auka íbúalýðræði ;). Og þessi undankoma er skammarleg, en ekki óþekkt í sveitarfélaginu þar sem undantekningin er reglan. Ástæða málsmeðferðar? Tja giska á sú sé 1) að forðast hefðbundin mótmæli vegna uppsetningar fjarskiptabúnaðar sbr. lýsingu Haraldar hér ofar, og 2) að finnast þörf á að þóknast óskum aðila, hér Fjarskipta, án sjálfstæðrar greiningar á þörf og nauðsyn mannvirkjanna, á þessum stað, eins og skipulagslög krefjast. Googlið dv.is og Úlfarsfell og lesið þar fréttir og ummæli um málið.
Stöðuleyfi fyrir núverandi búnaði á fjalli er í þokkabót í ósamræmi við lagaskilyrði þar um.

Sigurður Unuson sagði...

Takk fyrir að fræða okkur um málið. Ég hef aðeins sent framkvæmdaaðlinum og skipuleggjendum bréf en ekki fengið neitt svar enda er ég bara andlit í fjöldanum. Ég hef ekki enn haft tíma til að kíkja þangað úr Breiðholtinu. En er ekki langur hjólatúr og eitthvað sem mig langar að kanna betur.

Mörg eru umhverfismálin og öll verðum við að vinna að þeim saman til þess að árangur náist. Stundum verðum við að treysta á okkur sjálf. Nei, alltaf.