sunnudagur, 25. mars 2012

Umhverfissóði marzmánaðar

Úlfarsfellið er ákaflega vinsælt útvistarsvæði. Upp á fellið eru nokkrar mikið notaðar gönguleiðir sem stór hópur notar allt árið um hring. Auk þess eru vel markaðar akstursleiðir upp á fellið, þær eru ættaðir frá stríðsárum og hefur verið viðhaldið síðan þá af jeppamönnum.

Viðhorf fólks til útvistar hafa í hratt vaxandi mæli þróast á þann veg að bílar haldi sig á merktum akstursleiðum. Allir ættu að vita að þegar líður á veturinn fara menn alls ekki út fyrir merktar akstursleiðir, og reyndar er allur akstur víðast hvar algjörlega bannaður á meðan frost er að fara úr jörðu. Þetta myndi maður nú telja að flestir ætti að vita, ekki síst þeir sem eiga milljónatæki sérútbúinn fyrir fjallaferðir.

Ég gekk á Úlfarsfellið seinni partinn í dag og þar gekk ég fram á voldugan Patról jeppa. Hann hafði böðlast um Úlfarsfellið utan akstursleiða og skildi eftir síg djúp sár í viðkvæmu umhverfinu. En eins og þeir sem fara á fjöll jafnt á jeppum og gangandi vita að allur gróður á Íslandi er ákaflega viðkvæmur, svo maður tali nú ekki um þegar komið er upp fyrir 300 metra hæð. Öll spólför sjást í áratugi.

Hér sjást glögglega hjólför hans ofan í lautina sem varð síðan að drullupytt eftir spól og djöfulgang.


Þessi umhverfisböðull sem þarna var í sunnudagsbíltúr hefur t.d. gjöreyðilagt mjög fallega laut efst í fjallinu sem hefur verið vinsæl hjá göngumönnum. Þessi laut snýr í suður og veitir gott skjól á meðan menn setjast niður og spjalla eftir uppgönguna og fá sér eitthvað af nesti sínu.

Hún varð leikvöllur til þess að spóla á stóra ferlíkinu sínu. Lítil falleg grasflöt horfinn (sú eina þarna upp á fellinu) og djúp sár eftir hina glæsilegu sveru hjólbarða langar leiðir frá hinum merku aksturleiðum.

22 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur,

Áður en ég fer lengra vil ég taka það fram að mér þykir mjög vænt um Úlfarsfellið enda hef ég búið í nágrenni þess í tvo áratugi og geng þar oftar en annarsstaðar.

Þó verð ég að segja að þú hefðir mátt taka betri myndir af umræddum skemmdaverkum þessa bílstjóra. Helst virðist sem maðurinn hafi lagt bílnum þarna til þess að taka sér labbitúrinn upp fjallið eins og flestir aðrir. Drullupollurinn sem þú tekur þarna mynd af virðist ekki nýlega snertur af ökutæki, einu djúpu förin við hann eru fótspor.

Áttu myndir af skemmdunum sem þú talar um, svona fyrst þú birtir pistil þennan með bílnúmeri og upphrópunum um eigandann?

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ábendinguna Guðmundur.

Ég bý nefnilega í Mosfellsbæ og geng oft upp á Úlfarsfellið og hef tekið eftir jeppaförum eftir svona reðurtákn eins og eftir þennan YS 744.
Það er í raun bannað að aka Úlfarsfellið á þennan hátt.

Enn og aftur takk fyrir ábendinguna, Guðmundur.

Kveðja:
Íbúi í Mosfellsbæ

Olafur sagði...

Vel mælt!

Guðmundur sagði...

Eins og sést á neðri myndinni þá eru jeppaförin þar í gegn Slóðin er frá veginum sem er töluvert frá og í gegnum drullupyttinn, í hamaganginum þar sleit hann stýrisdempara og skildi bílinn eftir þarna.

Þar sem bíllinn stendur er langur vegur að vegaslóðunum það sjá allir sem þekkja til þarna og skoða neðri myndina.

Þeir sem fara upp á bílum og taka sér svo göngutúr skilja bílinn eftir við vörðuna. Ég hef nú verið þarna æði oft geng yfirleitt þarna upp 3 - 5 sinnum í viku og hef aldrei séð menn á bílum ganga nema í mesta lagi eina bílengd frá bílnum.

Það eru reyndar nokkur skilti þarna þar sem menn eru nú beðnir að halda sér á akstursleiðum.

En það er táknrænt fyrir ykkur að vilja ekki axla ábyrgð á ykkar verkum og reyna að bera sakir á þann sem bendir hinn óhugnalega verknað ykkar.

Nafnlaus sagði...

Er þá ekki hægt að benda umhverfisráðuneytinu á þessar myndir og senda viðkomandi sekt?

Nafnlaus sagði...

Margar eru stadreyndirnar ad menn keyri tarna um a eins og sagt er fyrir ofan redurslegan hatt. Eg vidurkenni ad fyrir morgum arum fekk eg bilprof og atti ta jeppa. (To ekki jafn dyrann og valdamikinn og tessi patrol) og a eg sar eftir mig tarna I fellinu. Madur var nu ungur og vitlaus. En med arunum for madur ad virda umhverfid. I da fer eg tarna upp a einn af trem vegum. Labbandi og labba tar sem hentar. Eda jeppanum eda fjorhjoli og held mig ta a vegaslodum. Og er eg nu bara 28 ara gamall og margir eldri en eg virda ekki umhvefid sem er SYND. Og eg bidst afsokunar a engum islenskum stofum tar sem eg ligg uppi rumi I blackberry simanum minum og nenni ekki ad gera islenska stafi. Og hana nu

mrbald sagði...

Því miður er ég ekki það vel á mig kominn að ég geti klifið fjöll hvað þá gengi á fjöll eins og sagt er. En þessi jéppamaður virðist ekki betur á sig kominn en ég fyrst það er eina leiðin fyrir hann að keyra upp á fjallið, ef akstur skyldi kalla

Nafnlaus sagði...

ég á stóran jeppa á 38 tommu dekkjum og ég reyni að fara vel me nátturuna, en hér segir eithvað að maður sé illa á sig kominn ef maður keyrir þarna upp á jeppa...ég get hlaupið á úlfarsfell á 10 mín samt keyri ég líka stundum þangað...

Bolli sagði...

Tek undir með Guðmundi, þetta er óafsakanleg hegðun og í raun ótrúlegt tillitsleysi og skemmdarverk. Menn eiga að sjálfsögðu að halda sig á akleiðinni, sem er bæði skemmtileg og ögrandi viðfangs. Væri engu að síður áhugavert að heyra sjónarmið ökumannsins.

Nafnlaus sagði...

Myndirnar sýna ekki neinar skemdir eftir þennan eina bíl. ekki það að ég sé að verja þetta.
Sýndu okkur myndir ef skemdum eftir þennan bíl annars lít ég á þig Gunnar sem ......

Nafnlaus sagði...

"En það er táknrænt fyrir ykkur að vilja ekki axla ábyrgð á ykkar verkum og reyna að bera sakir á þann sem bendir hinn óhugnalega verknað ykkar."

Afsakaðu en voru það margir sem óku þessu ökutæki utan vega? Er það reðurtákn að eiga jeppa á stórum dekkjum? Hvað kemur reður þessu máli eiginlega við? Svona typpamálflutningur, þar sem þú dæmir hóp fyrir verk einstaklings eru í besta falli hlægileg.

Nafnlaus sagði...

Stjórn Ferðaklúbbsins 4x4 hefur sent frá sér fréttatilkynningu sem má lesa hér: http://f4x4.is/attachments/1733_Aminning-utanvegaakstur.pdf

Nafnlaus sagði...

Góðan daginn gott fólk. Gunnar heiti ég og ég á þennan bíl. Mig langar að byrja á því að segja að ég er ekki stoltur af þessu og vildi ekki að svona hefði farið en ég tel mig mikinn náttúruunanda og er það ein af ástæðum þess að ég fékk mér þennan jeppa fyrir tveimur vikum, en planið var stærri ferðir en upp á Úlfarsfell :) ég er nefnilega nýlega búinn að uppgötva að ég bý á ævintýraeyju sem mig langar að upplifa betur. Þannig er það, eins og ég útskýrði fyrir Guðmundi held ég, að ég fór þarna upp í myrkri föstudagskvöldið, leiðin upp var ekkert mál en eftir að hafa verið í stutta stund þarna uppi að dást að útsýninu tók skyggni skyndilega að minnka og þykk þoka tók að leggjast yfir. Þá ákvað ég að fara að koma mér niður af hólnum en þegar kom að því að finna slóðann aftur tókst ekki betur upp en svo að ég lenti svolitlu fyrir neðan hann og festi ég bílinn í drullu. Á því augnabliki sem ég áttaði mig á því að bílinn var fastur tók ég upp símann og hringdi í 112 og lét þá vita að ég væri fastur uppi á Úlfarsfelli í blinda þoku. Þegar ljóst var að ég varð að losa mig sjálfur gerði ég það en braut stýrisenda og bjó til drullupoll í leiðinni. Þannig var það nú og eins og ég sagði þá er ég alls ekki stoltur af þessu og hef í hyggju að blanda möl saman við drulluna og gróðursetja tré á þessum reit til að bæta fyrir orðin skaða því mér þykir þessi pollur ekki flottur.

Guðmundur sagði...

Bara svo þaðsé á hreinu þá hef ég ekki fengið neinar útskýringar, fyrr ne nú þegar ég var að lesa þetta rétt í þessu.

Öllum verður okkur á í messunni og öll getum við bætt okkar stöðu með með því að horfast í augu við eigin gjörðir og getum orðið menn að meiri ef það er gert.

Ég hef fengið nokkrar ósmekklegar dylgjur, sem ekki hafa verið birtar hér. Enda hefur persónulegt skítkast í minn garð ekkert með þetta mál að gera, en lýsa í raun einungis innréttingu sendandans sjálfs.

Nafnlaus sagði...

Einn svartur suður í hvítri kindahjörð... eða ég tel það vera þannig í það minnsta, flestir jeppamenn bera sem betur fer meiri virðingu fyrir landinu sínu en en þetta.

Þessi ágæti mðaur þarf að hugsa sinn gang þó ekki sé meira sagt.

Guðmundur sagði...

Þeir eru nú fleiri en einn og fleiri en tveir sem maður hefur séð til á fjallavegum landsins, enda þarf ekki annað en að líta í kringum sig þegar gengið er um landið þá blasa spor jeppa fjórhjóla og svo maður tali nú ekki um mótorhjóla víða við.

Kristján E. K. sagði...

Þörf umræða Guðmundur.
Hef sjálfur verið að vekja athygli á svipuðu vandamáli í Úlfarsfellinu, Mosfellsbæjarmegin. Það er stundum eins sumum finnist auðveldara að stunda utanvegaakstur í skjóli þéttbýlisins - þ.e. að skíta í sitt eigið hreiður...

Sendi þetta innlegg á fjölmiðla fyrir skemmstu:

http://www.dv.is/frettir/2012/1/24/umhverfisspjoll-i-mosfellsbae/

Nafnlaus sagði...

Mér fynst nú strakurinn eiga smá hros skilið fyrir að koma fram og viðurkenna brot sitt. Það þarf oft meiri kjark til að viðurkenna hlutina heldur en að gera þá. Ég er als ekkert að taka hans stöðu enda hlutlaus. En að hann ætli að bæta fyrir þetta með að setja meðal annars tré þarna niður er bara gott og blessað. Svo lengi sem að hann standi við það.. Ég á sjálfur jeppa á 38" og reyni að passa mig á því að raska ekki landinu okkar. Og reyni auðvitað að halda mér frá svona leiðum á meðan að leysingum stendur. Munið bara að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :)
Kv Gísli

Nafnlaus sagði...

Mér fynst nú strakurinn eiga smá hros skilið fyrir að koma fram og viðurkenna brot sitt. Það þarf oft meiri kjark til að viðurkenna hlutina heldur en að gera þá. Ég er als ekkert að taka hans stöðu enda hlutlaus. En að hann ætli að bæta fyrir þetta með að setja meðal annars tré þarna niður er bara gott og blessað. Svo lengi sem að hann standi við það.. Ég á sjálfur jeppa á 38" og reyni að passa mig á því að raska ekki landinu okkar. Og reyni auðvitað að halda mér frá svona leiðum á meðan að leysingum stendur. Munið bara að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :)
Kv Gísli.

Nafnlaus sagði...

sæll Guðmundur, Gunnar hér aftur.
teiknimyndin sem fylgir blogginu þínu svipaði mjög til manns sem ég ræddi við þarna uppfrá um þetta :) það hefur þá ekki verið þú ... Ég stend við það að laga þetta eftir mig enda þykir mér gífulega vænt um landið mitt, þeir sem mig þekkja vita það.

Nafnlaus sagði...

Vissulega góð ábending hér á ferð, bæði hjá Guðmundi og svo hjá Gunnari, sem útskýrir hvað gerðist.

Mér sýnist á þessari sögu að skilaboðin séu tvenn:
1) Að benda á það böl sem utanvegaakstur er
2) Að ekki er allt sem sýnist, þetta tilvik virðist vera af slysni.

Með þetta í huga er líka athyglisvert að sjá þá undirliggjandi fyrirlitningu sem býr í sumum hvað varðar ferðalög á jeppum. Ég hef verið mjög virkur í fjallgöngum í nokkur ár núna og oft spurður af fólki, sem ekki stundar fjallgöngur, hvort þetta sé ekki bara eitthvað rugl. S.s. sumt fólk skilur ekki þennan lífstíl og sýnir honum ákveðnað fordóma.
En það furðurlega er að sumir göngufélagar mínir sýna nákvæmlega sömu fordóma gagnvart þeim er ferðast á jeppum! Ótrúlegt alveg.

Gyðingur nokkur sagði fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir tæplega 2000 árum " Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér skalt þú og þeim gjöra". Sem þýðir að þegar við fjallageitur tölum með fyrirlitningu um "reðurtákn" og annað niðrandi um jeppaáhugafólk þá erum við að gefa tóninn hvernig eigi að tala um okkur sjálf, af þeim sem skilja ekki þennan lífsstíl.

Gunnari hrósa ég fyrir hreinskilni sína og innlegg hér. Guðmundur, þú gætir líka séð sóma þinn í að þakka Gunnari fyrir útskýringarnar.

Með kærri kveðju,
Grétar Thor.

Guðmundur sagði...

Elsku hjartans Grétar Þór er ég nú orðin sökudólgurinn. Ja hérna.

Þú ættir kannski að lesa aths. mína strax á eftir innleggi Gunnars.

Hafði það ætíð sem allra best
kv GG