sunnudagur, 28. apríl 2013

Englar alheimsins


Sá í gærkvöldi leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar og Símons Birgissonar á "Englum alheimsins" í Þjóðleikhúsinu.
 
Var fyrir sýninguna eilítið hræddur um að ég mætti í leikhúsið með fyrirfram ákveðnar skoðun á því hvernig verkið ætti vera.

Búinn að mynda mér fastmótaða skoðun á allri persónusköpun og ég myndi bregðast neikvætt við ef í einhverju brugðið frá þeirri mynd, eftir að hafa marglesið bók Einars Más Guðmundssonar og hafandi séð, ég veit ekki hversu oft, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Atli Rafn Sigurðsson stendur fremst á sviðinu allan tíman, bæði sem sögumaður og í hlutverki listamannsins Páls. Hlutverkið er ákaflega krefjandi, en Atli Rafn veldur því fyllilega.

Allir leikarar standa sig vel og ég stóð mig aldrei að því að vera bera þá saman við fyrirframgefnar skoðanir mínar á því hvernig þeir ættu að nálgast hlutverk sín.
 
Af öllum öðrum ólöstuðum má sérstaklega nefna hvernig Eggert Þorleifsson tekst á við hlutverk sitt sem Brynjólf geðlækni á Kleppi. Þar tekst Þorleifi afskaplega vel að fá okkur áhorfendur til þess að íhuga afstöðu okkar til Klepps og þess starfs sem þar hefur verið unnið.

Hvet alla sem hafa gaman af því að fara í leikhús og sjá greiningu á því samfélagi sem við höfum búið okkur, að fara og sjá þessa sýningu. Hún er mögnuð sú upplifun sem maður verur fyrir þá tvo tíma sem sýningin stendur.

Engin ummæli: