mánudagur, 2. desember 2013

Loks niðurstaða


Það er mjög gott að það er kominn niðurstaða í það hvað ríkisstjórnin ætlar að gera í sambandi við niðurfellingu skulda. Þessi staða hefur skapað óvissu og á vissan hátt dregið það að vinna við endurnýjun kjarasamninga komist í gang.

Málflutningur forsætisráðherra er núna um helgina, eins og oft áður harla einkennilegur, þar sem hann heldur því fram að það sé ósatt að hann hafi nefnt töluna 230 – 300 milljarða. Það eru eins og allir vita til fjölmargar tilvísanir í fjölmiðla hér á netinu sem sýna fram að hann fer hér enn einu sinni í sitt venjubundna far.

Það eru einmitt þessar yfirlýsingar sem hafa valdið mestum vandræðunum, því ef sú leið hefði veirð farinn sem hann boðaði í kosningabarátunni og eins fram eftir sumri, hefu reinmitt skapað alla þessa óvissu. Sigmundur Davíð er ekki sá bógur að hann treysti sér til þess að axla þá ábyrgð.

Það er ljóst að þessar aðgerðir muni ekki valda sama usla í efnahagslífun, en það er útilokað að leggja mat á þessu stigi hvernig þetta fer, hverjir borgi þegar upp er staðið og fleira íþeim dúr, þannig að ég ætla að geyma mér umfjöllun um þessar aðgerðir.

En það eru margir sem bíða eftir því að ríkisstjórnin afgreiði samþykktir Alþingis og lífeyrissjóðanna frá því í vor um lausn á 110% leiðinni gagnvart lánsveðum.

Margir vöruðu við því í vor að Sigmundi Davíð myndi ekki takast að ná þessum 300 milljörðum af erlendum hrægömmunum og reyndar margir sem spurðu hverjir það væru í raun og hvort það myndi verða til þess að skapa enn verri stöðu Íslands gagnvart elendum fjármálamörkuðum.

Það er ástæðulaust að rifja upp allar þær gildihlöðnu yfirlýsingar sem frá honum komu þær eru á flugi á netinu og víðar, að venju vill hann ekki kannast við neitt núna. En það breytir því ekki að ljós er komið að sú gagnrýni reyndist rétt

Margir bentu á að ef ríkisstjórnin myndi demba 300 milljörðum út í hagkerfið þá myndi það framkalla enn eina kollsteypuna, þar á meðal voru margir núverandi og fyrrverandi Sjálfstæðismenn og þar á meðal undirritaður. Þannig að niðurstaðan er að því leiti fagnaðarefni, en það er samt ekki útséð hvaða afleiðingar þessi aðgerð muni hafa. Það á eftir að koma í ljós.

En málflutningur Egils Helgasonar og nokkurra annarra Framsóknarmanna þessa stundina er hreint út sagt kostulegur, þessi venjubundna barnalega nálgun, þar sem reynt er að búa til einhvern spuna og varpa fram reyksprengjum til þess að afvegaleiða umræðuna frá því öngstræti sem Sigmundur Davíð og hans stuðningsmenn eru í eftir allar hinar gildishlöðnu yfirlýsingar.

Það er hins vegar rétt hjá Sigmundi Davíð að þessi tala hefur verið í umræðunni lengi eða frá því að fyrrv. stjórnarflokkar ætluðu árið 2010 að sækja 236 milljarða í lífeyrissjóði landsins og nota þá fjármuni til þess að greiða niður skuldir.

Allmargir sjóðsfélagar, þar á meðal undirritaður, mótmæltu því harðlega og hótuðu málsókn ef sú leið yrði farinn, þetta væri brot á stjórnskrá og myndi einnig mismuna sjóðsfélögum gríðarlega, þar sem þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum í almennu lífeyrissjóðunum.

Einhverra hluta vegna voru þessi mótmæli persónugerð í forseta ASÍ, og bornar þungar sakir á hann, hann væri versti óvinur heimila landsins!!?? Ekki samdi hann Stjórnarskránna 1944, og enn einu sinni ; Mótmælin komu frá sjóðsfélögum almennu sjóðanna.

Í þessari gagnrýni fóru fremstir nokkrir af efnahagsráðgjöfum Framsóknar.

ASÍ lagði til að farið yrði í þessa aðgerð með almennum aðgerðum. T.d. hækkun söluskatts í takmarkaðan tíma, það hefði komið mun betur út fyrir alla, og öllm fjármunum beint þangað sem veruleg þörf væri á þeim. T.d. í gegnum vaxtabætur og barnabætur. Það hefði ekki kostað 236 milljarða en hefði komið þeim til hjálpar sem þurftu á því að halda.

En stjórnmálamenn voru svo uppteknir í skítkastinu, að þeir hlustuðu ekki á þessar tillögur.

Við værum í annarri stöðu í dag ef á tillögur ASÍ hefði verið hlustað og það framkvæmt á árinu 2010.

2 ummæli:

Brynjólfur Þorvarðsson sagði...

Fínn pistill Guðmundur! Ég tek eftir því að þú segir SDG hafa nefnt tölur upp á 300 milljarði í kosningabaráttunni og að margar tilvísanir séu til um það á netinu. Einhverjir halda því fram að það sé lygi (m.a. SGD). Sjálfur hef ég ekki fundið neitt á netinu sem haft er eftir honum sjálfum. Kannski einhver greindari netverji en ég geti fundið slíkar tilvísanir?

Nafnlaus sagði...

Hér er til dæmis eitt dæmi um þetta:
http://www.ruv.is/frett/abyrgist-ad-fed-verdi-notad-i-thagu-heimila?fb_action_ids=769769676383593&fb_action_types=og.likes&fb_source=other_multiline&action_object_map=%5B297411933722223%5D&action_type_map=%5B%22og.likes%22%5D&action_ref_map=%5B%5D
Hann segir þetta á mínótu 2:57