fimmtudagur, 16. júlí 2009

Merkur dagur

Þetta er sannarlega merkur dagur í sögu þjóðarinnar. Launþegahreyfingin mun örugglega fagna og eins fyrirtækin í landinu, sé litið til ályktana þessara aðila og stöðugleikasáttmálans.

Á ársfundum ASÍ og eins SA hefur verið samþykkt að kanna hvort náist ásættanleg niðurstaða í viðræðum við ESB, náist hún verði hún borin undir þjóðina. Ef Sjálfstæðismenn hefðu náð sínu fram hefðu þeir getað haldið áfram þeim skollaleik sem þeir hafa leikið undanfarin ár, þar sem út og suður rökum er beitt og allt gert til þess að koma í veg fyrir að vitræn umræða eigi sér stað. Þar má t.d. benda á síðasta þing sjálfstæðismanna.

Málaflutningur sjálfstæðismanna var í dag samkvæmt föstum venjum, bera sakir á aðra og snúa út úr því sem fram hefur komið. Þar má t.d. benda á ummæli Birgis Ármannssonar um þjóðaratkvæði og forsendur þannig afgreiðslan. Það er nefnilega ekki svo langt síðan við fengum að heyra kostulegar skýringar Birgis og Sigurðar Kára á því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn smeygði sér undan því að fara að stjórnarskrá og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Fjölmiðlalögin.

Öll munum við hvernig þingmenn Sjálfstæðismanna voru reknir áfram skoðanalausir af ráðherrum flokksins, með svipuhöggum svo ég noti hin smekklegu orð Kerfiskalls Frjálshyggjunnar. Svo langt gekk að þeir voru sumir hverjir farnir að tala um að þingseta þeirra væri fullkomlega tilgangslaus. En Þorgerður Katrín og Ragnheiður sýndu að nú hillir undir lok þessa.

Bogarakflokkurinn er búinn að vera. Þráinn er sá eini sem fer að því sem flokkurinn boðaði og fékk stuðning okkar allmargra. Ég undrast ekki það sem Þráinn hefur að segja um málið. Það eru svo margir sem hafa einmitt viljað styðja inngöngu í ESB þó svo ef það væri einungis til þess að rífa stjórnmálin upp úr hinu aldagamla fari hyglingar og klíkustarfsemi.

Nú er hægt að hefja uppbyggingu úr rústum þess samfélags sem Frjálshyggjan lagði að velli. Hefja undirbúning að hér fáist gjaldmiðill sem ekki er hægt að nota að hentugleikum í spilverki Frjálshyggjunnar og Hyglingarhentiseminni sem ráðið hefur ríkjum hér á landi allt of lengi. Sem ég hélt reyndar eins og svo margir aðrir að Borgaraflokkurinn og hinir nýja forysta Framsóknar ætlaði að byggja á. En Sigmundur Davíð er lúser númer tvö í þessu.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta var einmitt málið að kveikja í landinu í uppbyggingunni bara til að þetta sé fellt (sem er vitað skv. 40% þeirra sem studdu tillöguna(þeir sögðu það sjálfir), VG)...

Sko þú segir alla vitlausa sem kusu á móti og hinir sömuleiðis...

Þetta er leiðin til björgunar...

frábært..

Nafnlaus sagði...

"Samþykkt að kanna hvort náist ásættanleg niðurstaða í viðræðum við ESB..."
Smáleiðrétting: Það var samþykkt að sækja um AÐILD að ESB - þetta eru ekki könnunarviðræður.
Svo verður niðurstaðan lögð fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu ... kanski.
Verðtrygging afnumin á morgun?
Evra hinn daginn?

Nafnlaus sagði...

Bið þig skoða gerr hvað verður á boðstólnum fyrir Handverksmennina okkar sem nú eru settir til hliðar til að ódýrari vinnukraftur komist að, svo sem ku vera praktiserað við Tónlistarhúsið og víðar.

Svo eru þetta Nýlendukúgarar sem öngvu hafa gleymt. Þeim er allsekkitreystandi.

Kúgun er jafn rótgróin í sinni þessara þjóða, sem samheldnin og náungakærleikur er hjá okkur.

Vildi óska að fleiri menn sem trúðu á hin sígilduu gildi okkar gamla Flokks, hefji störf þar aftur og siglum honum að uppruna sínum þjóðlegum og ljúfum..með virðingu og góðum kveðjum á Hundadögum

Miðbæjaríhaldið

Guðmundur sagði...

Þegar Ísland gekk í EES þá gerðist landið aðili að samningum um frjálsa för launamanna um Evrópska efnahagssvæðið. Íslnesk verkalýðshreyfing hefur, eins og reyndar systurstéttarfélög annarsstaðar í norður Evrópu hafa orðið að takast á við frjálshyggjumenn í ESB um að kjarasamningar heimalands launamanns gildi, ekki kjarasamningur þess lands þar sem vinnan fer fram. Þetta studdi af mikilli ákefð fulltrúi Íslands Guðlaugur Þór.
Þessi aðferð leiðir augljóslega til hraðferðar til lægstu kjara í Evrópu og það er líka stefna frjálshyggjunnar, fyrirtækjunum og fjármunum allt. Launamenn og samtök þeirra eru eitur í beinum frjálshyggjunnar.

Við höfum mátt berjast við þetta vegna erlendra járnabindingarmanna í Tónlistarhúsinu, en það er búið að leiðrétta þessu kjör.
Hvað varðar okkar gamla flokka þá verður hann að losa sig úr viðjum hinnar öfgakenndu hægri sveiflu.

Ég hef stundum orðað það svo að ef frjálshyggjuarmurinn vildi sína öðrum í Flokknum þá kurteysi að stofna sinn eigin flokk, þá væri kannski hægt að byggja flokkinn upp aftur.

Nafnlaus sagði...

Það er gaman að sjá viðbrögð moggans, sem er að venju á fullu í hagsmunagæslu. Nú á Þorgerður að finna fyrir því að hafa ekki verið á flokkslínuni, þær voru flottar Ragnheiður og Þorgerður. Moggin talar nú lítið um afskriftir þessa dagna nýbúið að afskrifa hjá þeim fjóra miljarða. Moggin er nú ekkert annað enn málpípa eigenda sinna, kom berlega í ljós þegar það fjallaði um kvótamálin og lánið sem Útgerð Sofaníusar tók til að kaupa hlut í Landsbankanum. Enda er þettað að verða blað sem bara fáir nenna að lesa. Enn við vonum að ESB viðræðunar gangi vel og hratt, enn stuðningsmenn Tyrkja munu standa í vegi okkar. Kveðja Simmi

Nafnlaus sagði...

Voru þá ekki þingmenn Samfylkingarinnar reknir áfram skoðanalausir? - því allir greiddu þeir atkvæði með ESB umsókn.

Og var bara það eina rétta að greiða atkvæði með ESB umsókn, allt annað var rangt og þeir sem kusu á móti voru þá lúserar eða þá heilaþvegnir af flokksaga?

Mér þætti gaman að sjá hvernig þið kumpánar þú og Gylfi Arnbjörns ætlið að útskýra fyrir umbjóðendum ykkar, af hverju þeir verði notaðir sem efnahagslegt stjórntæki í ESB-Íslandi og Evru-umhverfi.
Ykkur mun eflaust vefjast tunga um tönn þegar farið verður að segja upp fólki vegna þess að Evran sé svo sterk að hún er farin að drepa útflutningsfyrirtæki hér á landi.

Mannstu hvernig útflytjendur grétu þegar krónan var sterk og þeir kvörtuðu yfir því að þess vegna þeirra vörur væru svo dýrar á erlendum mörkuðum?
Svona mun þetta verða í ESB-Evru-Íslandi. Útflytjendur mun gráta sáran yfir sterkri Evru.
En þeir munu hafa lausnir við því. Þeir einfaldlega segja bara upp fólki til að minnka hjá sér tapið.

Guðmundur sagði...

Það er líklega vonlaust en ég ætla samt. Þegar álytkun er borinn upp á ársfundi ASÍ eru þar um 300 fulltrúar kosnir af launamönnum af öllu landinu.

Þegar 280 þeirra samþykkja ályktun um að látið verði reyna á hvað Íslendingum standi til boða. Þá er það ekki Gylfi einn sem stóð að því, það voru þessir 280 sem samþykktu það.

Sama á við um þær ályktanir sem samþykktar hafa verið um ESB í Rafiðnaðarsambandinu, nema þar var það afgreitt mótatkvæðalaust á 130 manna þingi.

Það liggur fyrir að kaupmáttur á Íslandi er mun lægri í dag en á öðrum norðurlöndum og er búinn að vera það lengi.

Mun fleiri hafa glatað öllum eignum sínum en á örðum norðurlöndum. Allt er það um að kenna peninga- og efnahagsstjórn Sjálfstæðismanna.

Það hefur margkomið fram hjá þingmönnum Sjálfstæðismanna og eins fyrrv. stjórnarmönnum Seðlabanka að gott væri að hafa krónuna svo hægt sé að "leiðrétta" kjarasamninga stéttarfélaga.

Sömu aðilar standa svo í öðrum ræðustólum við önnur tilefni, eins og t.d. kosningabaráttu þar sem þeir lofa og dýrka hinn frjálsa samningarétt launamanna. En þegar kjördegi er lokið hafa þeir gleymt þessum ræðum sínum