Ég hef í allnokkrum pistlum reynt að draga fram hvernig Icesave óvissan speglast yfir í vandræðagang varðandi ákvarðanatöku í efnahags- og atvinnumálum og hversu mikið ábyrgðarleysi það sé að afgreiða ekki málið. Stjórnmálamenn fjalli ávalt um Icesave sem einangrað mál og heimta að talað sé um uppbyggingu atvinnulífs án tengsla við skuldatryggingaálag og lokaðar lánaleiðir.
Þeir vilja tala einangrað um afkomu heimilanna án tengsla við annað. Þeir ræða um að skuldirnar séu ókleifur múr skulda án þess að virða viðlits ábendingar um annað. Öll umræða stjórnmálamanna einkennist at einangruðum boxum og þeir virðast algjörlega vera um megn að tengja mál saman. Eða þá sem er líklegra það hentar þeim betur að geta flutt neikvæðar niðurrifsræður án þess að þurfa að bera neina ábyrgð á máli sínu. Þar fara fremstir í flokki þingmenn framsóknar.
Dráttur á lausn Icesave hefur sett efnahagsáætlun Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem og afgreiðslu lána frá vinaþjóðum í uppnám. Afleiðingarnar eru að erfitt ef ekki ómögulegt er að fjármagna þær stórframkvæmdir sem hefjast áttu á þessu ári.
Seinagangur stjórnmálamanna við að taka nauðsynlegar ákvarðanir sem snúa að atvinnuuppbyggingu og endurreisn efnahagslífsins veldur töfum við undirbúning nauðsynlegra framkvæmda þannig að þær verða ekki tilbúnar þegar fjármögnun fæst.
Aukin óvissa og úrræðaleysi eykur á vanda okkar og því stefnir í mun meiri samdrátt í efnahagslífinu en hingað til hefur verið spáð og auknu atvinnuleysi. Í nýrri spá Hagdeildar ASÍ um þróun efnahagsmála kemur fram að landsframleiðsla muni dragast saman um ríflega 5% í ár og að atvinnuleysið verði að meðaltali yfir 10%.
Þetta þýðir að óbreyttu að þjóðfélagið verður af tugum milljarða í verðmætum og á annað þúsund manns verða án vinnu sem ella hefðu fengið vinnu. Aukinn samdráttur mun einnig leiða til aukins halla á ríkissjóði sem aftur leiðir til meiri niðurskurðar og/eða skattahækkana. Þessi staða er með öllu óásættanleg og við þessu verða stjórnvöld að bregðast nú þegar við með markvissum aðgerðum.
Uppbygging og baráttan gegn atvinnuleysi verður að hafa allan forgang. Það er meira og minna allt í frosti. Samfélagið er smá saman allt að falla þunglyndi vegna hátternis stjórnmálamanna.
Það er skylda stjórnmálamanna að ganga frá samningum um Icesave og að hafa forgang um að tryggja að friður ríki á vinnumarkaði. En hver vikan af annarri líður án þess að niðurstaða náist og þjóðin er orðin meðvirk í andlegum doða stjórnmálamannanna og pólitíkin er að draga okkur niður í þunglyndi og kyrrstöðu. Og það er almenningur og heimilin sem líða mest fyrir þetta.
5 ummæli:
Guðmundur, er ekki augljóst hvað er í gangi varðandi Icesave ?
Það hvernig þessi deila hefur verið höndluð er svo augljóslega tengt ESB.
Ég fullyrði það hreint út að til er baksamningur sem tryggir að Íslandi muni ekki þurfa að standa straum af kostnaði vegna ESB. Þetta verður fóðrað vegna fordæmalausrar aðstæðna - "greitt af ESB", auðvita með óbeinum hætti af hálfu Íslendinga.
Icesave málið er dæmi um sorglegan vonþroska íslenskra stjórnmálamanna. Það er eitt að vilja fara í ESB en annað að byggja slíkt með pólitískum spuna og "plotti" sem endar ætíð á almenningi.
Það voru íslenskir stjórnmálamenn sem komu okkur í þennan vanda og þeir eru ekki að koma okkur út úr honum.
Björn Kristinsson
Gott.
Takk.
Óhæfir stjórnmálamenn eru einhvers konar þjóðarógæfa Íslendinga.
Ekki að undra að margir vilji gangast undir vald ESB.
Ég tel alla flokka ábyrga fyrir þessari stöðu. Merkilegast þykir mér að grasrótin í flokkunum skuli taka þessu ástandi.
Það sýnir hvað skotgrafar- og kassahugsun er Íslendingum eiginleg.
Vísasta leiðin til glötunar.
Hvernig dettur mönnum í hug að á bak við sé einhver leyni samningur við þjóð eins og okkur sem er ekki einusinni aðili að ESB. Þegar svo á sama tíma allt Evrópusambandið hikstar við að bjarga Grikklandi sem er þó aðili að ESB. Það að nokkrum skuli detta í hug að ESB muni frekar borga okkur út heldur en Grikklandi er í bestafalli fáránlegt ofmat á mikilvægi litla klakans í norðri. Meira segja var öllum sama þó forseti vor hótaði að semja við Russa ef ekki kæmi til aðstoð frá vina þjóðum. Þeir hafa líklega bara glott í þýskalandi og France og sagt svo how give a dem. Nákvæmlega eins og núna ef við fellum á endanum aðildarumsókn þá segja þeir líka how giva a dem.
25. febrúar 2010 13:26
Hugsaðu hlutina í aðeins stærra samhengi.
Heldur þú virkilega að þetta snúist um Ísland og einhverjar auðlindir á eyju í miðju Atlandshafi !!
Björn Kristinsson
Þettað ferli í samningum um Icesave er stór furðulegt. Hollendingar eru að ég held að missa þolimæðini enda hefur þettað tekið tæplega 18 mánuði og hafa allir flokkar komið að þessu máli ( nema ör flokkanir )og finnst mér það sýna að það er eitthvað hjá okkur. Vonandi líkur þessu öllu fyrir páska annars held ég að fólsflótti frá landinu muni aukast til muna nóg er nú samt. Og þeir sama hafa farið frá landinu eru í meirihluta mentað fólk, og tel hæpið að það koma aftur til Íslands, allavega er Nýja Ísland ekki spennandi ef heldur fram sem horfir. Kveðja Simmi
Skrifa ummæli