Ég verð að viðurkenna að mér ofbýður, verð reyndar flökurt, þegar ég heyri Guðlaug Þór fyrrv. ráðherra endurtaka í sífellu, að þeir sem ekki eru honum sammála séu á móti öllu sem íslenskt er??!! Þessi maður var ráðherra í ríkisstjórn sem mærði útrásarvíkingana, þáði persónulega af þeim tugi milljóna króna í kosningasjóði.
Var ráðherra í ríkisstjórn sem viðhélt efnahags- og peningastefnu sem þeytti þjóðinni fram af bjargbrúninni og þúsundir heimila urðu gjaldþrota. Það var ekki sentimeters bremsufar á bjargbrúninni og enn í dag þræta þessir menn fyrir hvaða afleiðingar hátterni þeirra leiddi yfir þessa þjóð. Hann er mikill sá skaði sem þeir eru búnir að valda íslenskri þjóð undanfarna mánuði ofan á það sem áður komið.
Hann var ráðherra í ríkisstjórn sem setti lög um að tryggja ætti inneignir hinna fáu sem áttu 70% af öllu sparifé, og gerði með þeirri ákvörðun bönkunum og ríkissjóð nánast ókleift að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Ríkisstjórn sem taldi sig geta endursamið söguna og skipaði sérvalda í dómarastöður og sem háskólaprófessora. Ríkisstjórn sem taldi vera handhafa hins algilda sannleika og eiga öll hlutabréfin í hinu íslensku samfélagi. Þingmannahópur sem leiddi flokkinn frá sinni norrænu hægri kratastefnu yfir í valdagæslu fyrir fáa og komið í veg fyrir stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár. Hópur sem er á móti öllu sem hugsanlega gæti rýrt völd þeirra.
Þessi maður sem telur sig berjast fyrir öllu sem íslenskt er, var skipaður af hinum útvöldu sem fulltrúi Íslands við gerð ESB-reglna og barðist þar fyrir því ásamt öðrum öfgafullum hægri mönnum, að borga mætti launamönnum eftir þeim launataxta sem lægstur væri í Evrópu hverju sinni. Hann barðist með þessu fyrir því að taka hraðlest til hinna lægstu kjara svo þeir sem ættu fjármagnið myndu hagnast enn meir á vinnu launamanna.
Hann barðist fyrir því að þeir íslendingar sem fara til starfa t.d. í Noregi séu þar á íslenskum launatöxtum, sem eru eftir gengishrun krónunnar helmingur af því sem norskir taxtar eru. Er það kannski láglaunamaðurinn sem er á móti öllu sem íslenskt er, af því hann er ekki sammála því að vinna lægri launum og þvinga um leið niður laun heimamanna?
Ég hef áður vísað til ummæla flokksbræðra hins fyrrv. ráðherra t.d. útgerðarmanns sem er uppvís af skattsvikum, en situr samt áfram í skjóli formanns síns sem er tengdur milljarða braski og varaformanns sem tók milljarðs kúlulán, sem lendir svo á hinum almenna skattborgara við uppgjör bankanna. Þingmaður sem kallar alla þá sem ekki eru honum sammála úr ræðustól Alþingis Kommúnistapakk.
Fyrrv. Seðlabankastjóra sem setti Seðlabankann kyrfilega á hausinn og var hugmyndahönnuður þeirrar spillingarstefnu sem upp var tekinn í byrjun þessarar aldar. Eins má benda á tvíburaflokkinn sem tók eignarhaldi tryggingarsjóð, og seldi útvöldum eignir ríkisins á gjafverði. Samt hafa þingmenn þessa flokka haft hátt í pontu Alþingis um að þeir séu minnst spilltastir allra.
Dómsmálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem leiddi Ísland í hrun fékkst eftir langar fortölur til þess að setja einn mann til þess að rannsaka hvað hefði gerst sem olli því að hrunið á Ísland var algjört, á meðan það varð að tímabundinni niðursveiflu annarsstaðar. Þáverandi ríkisstjórn lét þennan eina mann fá 50 millj. kr. til þess að, já eiginlega til þess að tryggja að hann gerði ekki neitt.
Nei okkur vantar aðra menn inn á þing, menn sem eru öðruvísi en þessir menn. Menn sem hafa siðferðisþrek til þess að lifa frjálsir og óháðir frá hinni flokkspóltísku heimsku, uppsetri af þeim fáu sem telja sig útvalda til þess að hrifsa til sín eignir annarra og níðast á almennum launamönnum.
Okkur skortir menn inn á þing sem hafa reynslu úr lífi hins almenna launamanns. Menn sem ekki vilja viðhalda gjaldmiðli hinna útvöldu, og skapa sjálfum sér tækifæri til þess braska með hann og gjaldfella svo laun þeirra sem minnst mega sín falli og arður hinna fáu verði enn meiri.
Það vantar breytingar frá þeim vinnubrögðum sem fjórflokkarnir hafa tamið sér, frumleik, heiðarleika, hugrekki og hreinskilni.
9 ummæli:
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og nasistaflokkur Þýskalands, jafn skaðlegur og ætti því skilyrðislaust að banna hann og ákæra þessa þingmenn og valdakjarna flokksins fyrir samsæri gegn þjóðinni. Hrunið er 100% á þeirra ábyrgð og þeir sem björguðu sér fyrir horn gerðu það með innherjaupplýsingum eins og Baldur Guðlaugs og Guðbjörg Matthíasdóttir. Manni fallast hendur oft á dag yfir allri spillingunni og glæpunum gegn þjóðarhagsmunum sem verið er að leiða fram ío dagsljósið oft á dag. Eins gott að gerendur hrunsins meðal stjórnmálamanna forði sér af landi brott að hætti dólganna ef þeir vilja ekki hafa verra af. Það verður engin þjóðfélagssátt ef þeir sleppa við ábyrgð eins og nú bendir allt til
algjörlega eins og tekið úr mínum huga.
Það þarf fyrir næstu kosningar að koma saman hópi af vammlausu duglegu fólki, Til að byrja að byggja upp nýja ísland.
...það er ekki verið að byggja upp nýtt ísland í dag, það er verið að vinna hörðum höndum að því að viðhalda gamla íslandi. því miður.
Ég er að mörgu leiti sammála þér Guðmundur, Okkur vantar fólk með reynslu og víðsýni. Og þá þýðir ekki að gefa sér að krónan sé ónýt og Evran allra meina bót. Þú veist einsog ég að Evran hefur engu bjargað á Spáni, Portugal,Ítalíu Grikklandi. Þessi ríku eru kölluð PIGS í Brussel, líklega af virðingu við þaug. Enn ég held að það séu bara svo fáir sem vilja fara í þessi störf fyrir okkur, ekki viljum við borga þeim sem eru á þingi almenleg laun og síður þeim sem eru ráðherrar. Vilt til dæmis þú fara og berjast fyrir því að verða þingmaður? Ekki mun frítími þinn aukast við það, og ekki gleyma að mannorð þitta væri traðkað niður. Við tölum allt niður og því þarf að breyta. Í stjórnsýsluni er fullt af góðu fólki sem vinnur störf sín vel, enn það er regluverkið sem brást og því þarf að breyta. Við eigum nóg af nýju og góðu fólki sem þarf að fá að njóta sín bæði við stjórn landi og fyrirtækjum. Kv Simmi
Heyr heyr
Segi það með þér. Guðlaugur ætti að hafa sagt af sér þingmennsku fyrir löngu. Þvílíkur hræsnari þessi bótaþegi og þjófsnautur fjársvikafyrirtækja.
Hjörtur Hjartar
Góður - eins og áður
Sverrir
Vont er þeirra ranglæti verra þeirra réttlæti
Pálmi
Rétt Guðmundur. þetta er ótrúlegur hroki, það þarf að draga þingmenn til ábyrgðar þeir eiga ekki að sleppa, þeir tóku þátt í þessu á fullu, mokuðu í sína vasa og sinna. Svo er megnið af þess liði ennþá á alþingi að rífa kjaft, hefur ekki einu sinni vit á því að láta lítið fyrir sér fara. þetta er gjörspillt lið og ekki viðbjargandi.
Súper greining. Bravó!.
Skrifa ummæli