Fyrir nokkur var borinn fram á Alþingi tillaga um að laun verkalýðsforingja mættu aldrei vera hærri en þreföld byrjunarlaun hjá viðkomandi stéttarfélagi. Ég skrifaði um þetta smá pistil, og benti á að þetta þýddi í raun að verið væri að leggja til að t.d. laun mín myndu hækka umtalsvert. En ég þigg laun samkvæmt kjarasamning míns stéttarfélags, ekki krónu umfram það.
Mér varð óneitanlega hugsað til þessa þegar ég hlustaði á einn þingmann og ráðherra fara yfir stöðu þessara mála hvað þingmenn varðar. Ef þeir vildu láta þessa tillögu sína yfir sig sjálfa ganga þá mættu þeir ekki hafa hærri laun er þreföld laun öryrkja. En það eru þingmenn sem véla með bótakerfið.
En það er svo margt sem þingmenn láta sér til hugar koma og æði oft ekki í sambandi við umhverfi sitt. T.d. vilja þeir núna setja sérstök lög um hverjir megi sitja í stjórnum lífeyrissjóða almennra launamanna, en þeir hafa ekki sett sömu kröfur hvað þá sjálfa varðar og setja hiklaust sjálfa sig í stöður við að stjórna landinu, ráðuneytum og margskonar peningastofnunum án sérstakra krafna.
T.d. er ljóst að Seðlabankinn, Íbúðarlánasjóður, bankakerfið og þeir lífeyrissjóðir eru í vörslu bankanna og stjórnmálamanna fóru kyrfilega á hausinn. Sama má segja um nokkrar stofnanir sem stjórnmálamenn hafa stjórnað eins og t.d. Orkuveituna og sveitarfélögin og fl. og fl.
Það voru launamenn sem stofnuðu sína lífeyrissjóði um 1970 og hafa valið stjórnendur þeirra. Staðreyndin er sú að almennu lífeyrissjóðirnir eru einu peningastofnanirnar sem komu standandi út úr Hruninu. Þeir töpuðu margfalt minna en þeir lífeyrissjóðir sem voru í vörslu sérfræðinganna í bönkunum, og svo má einnig benda á lífeyrissjóð verkfræðinga og útkomu hans, sem er landsfræg.
Ég er ekki með þessu að segja að ekki eigi að gera kröfur til stjórnarmanna almennu lífeyrissjóðanna og það er einnig gert, en þeim er einnig gert að leita eftir sérfræðirágjöf.
En mér datt þetta bara í hug þegar ég var að horfa á fréttirnar í kvöld.
5 ummæli:
Guðmundur!
Eins og oftast er ég sammála þessum pistli þínum. Hinsvegar vantar inn í þetta að þú kommenterir á stjórnarsetur SA í almennu sjóðunum. Að mínu mati og margra annarra eru lífeyrissjóðirnir eign sjóðfélaga, launafólksins, því lífeyrisiðgjöldin eru einfaldlega hluti umsamdra launakjara. Eftir að við höfum lagt fram vinnuna og atvinnurekendur greitt okkur umsamin laun, þ.m.t. lífeyrisiðgjöldin og ýmislegt fleira reyndar, eru þessar umsömdu greiðslur okkar eign, okkur til ráðstöfunar eða geymslu eftir atvikum. Því finnst okkur mörgum skjóta skökku við að SA sé enn í dag að tilnefna helming stjórnarmanna lífeyrissjóða verkafólks. Að okkar mati kemur þeim hreinlega ekki vitundar ögn við hvernig við ávöxtum það fé, sem í sjóðunum er. Við höfum alltof mörg dæmi um að stjórnarmenn SA í sjóðunum beiti hreinu ofbeldi ellegar blekkingum til að hafa áhrif á ráðstöfun fjár sjóðanna. Gæti haft miklu fleiri orð um þetta en þetta verður að duga í bili.
Bara eitt lítið smáatriði.
Margir ef ekki flestir atvinnurekendur eru sjóðsfélagar og njóta stuðnings margra sjóðsfélaga, þannig er það allavega í þeim lífeyrissjóð sem ég er í
ætli þeir sem lögðu þetta til Guðmundur, hafi ekki verið að tala um að þessir verkalýðsforingjar væru með þessi laun og það væru þá heildarlaun þeirra. Ekkert aukalega fyrir að sitja í stjórnum lífeyrissjóða, sitja í stjórnum fyrirtækja skráðum á Tortola eða eitthvað slíkt?
Gylfi Arnbjörnsson gegndi t.d. stöðu framkvæmdastjóra eignarhaldsfélags Alþýðubankans. Félagið starfaði á innlendum fjárfestingarmarkaði og átti m.a. hluti í Hugviti. Til hafi staðið að bjóða starfsmönnum þess upp á kaupréttarsamninga og hafi sú leið verið valin að stofna félag í Lúxemborg þar sem Hugvit var með starfsmenn víða um Evrópu. Gylfi vissi auðvitað ekkert um þetta, enda er hann verkalýðsforingi, en ekki maður sem á að standa í svona braski.
Sama með Kristján Gunnarsson. Hann skrifaði upp á samninga vegna setu í SPKEF. Kannaðist svo ekkert við eða skyldi ekkert í samningum sem hann skrifaði upp á, en þó voru þessir samningar bara nokkrar línur. Kristján þessi var með rúmar 1,2 milljónir á mánuði. Mest fékk hann greitt fyrir að sitja í stjórnum eins og SPKEF sem hann ásamt öðrum stjórnarmönnum setti á hausinn. Sat líka í stjórn Festa lífeyrissjoðs sem tapaði víst nokkrum milljörðum. Kristján hefði kannski betur haldið sig við verkalýðsmálin og Gylfi líka?
Er þetta ekki frekar yfir og eða eftirklór að tala um hvað verkalýðsforingjar séu með lág laun? Þeir eru vel aldir, flestir með um eða yfir milljón á mánuði fyrir vinnu sína í verkalýðsgeiranum og svo auðvitað þessum aukasstörfum sem þeir sinna vegna þess að þeir eru í verkalýðsstörfum? Er það ekki fullt starf að vinna í verkalýðsfélagi? Er mikill tími aukalega til að stýra banka, lífeyrissjoð eða slíku?
Það væri gott ef einhverjir hefðu vilja til að setja fordæmi til jöfnuðar og ekki verra að það væru verkalýðsleiðtogar. Ef allir benda bara hver á annan breytist varla nokkuð. Það má vera að þú sért á svipuðum launum og þínir félagsmenn og svo mun ver um formenn margra minni félaga. En formenn ASÍ, SGS, Eflingar og Hlífar t.d eru með margföld laun sinna lægstlaunuðu félagsmanna. Og þó stærri félögin hafi meira umleikis hafa þau líka fleiri starfsmenn en þau minni þar sem formaðurinn þarf að vasast í öllu sjálfur. Önnur leið til jöfnuðar gæti verið sú að setja feitan hátekjuskatt á laun sem eru umfram þreföld lágmarkslaun. Báðar þessar leiðir gera það að verkum að þeir sem hærri hafa launin myndu sjá sér hag í að lágmarkslaun hækkuðu. Vilja jafnaðarmenn með háar tekjur sjá jöfnuð á borði, eða bara í orði?
Ég þekki ágætlega til verkalýðsmála, var í stjórn stéttarfélags í 10 ár, þar af varaformaður 2 ár og starfsmaður. Þetta var lítið félag með virka félagsmenn, t.d. var mætingin á félagsfundi betri en hjá Eflingu og þá er ég ekki að meina miðað við höfðatölu, heldur mættu fleiri félagsmenn og voru duglegir við að leggja til málanna, og ég held að þannig sé það enn þarna.
kveðja
Guðný B. Ármannsdóttir.
Nafnlaus 23:15
Þetta er ómerkilegasti og ógeðfelldasti samsetningur sem ég hef séð lengi. Það er ekki heil brú í þessu uppsspunnar lygar.
Gylfi gengdi einhverntímann einhverjum st0örfum en hann gegnir þeim ekki í í dag. Ég var einu sinni rafvirki í Straumsvík ætlarðu að blanda því saman. Bull um Tortola. Maður sem skrifar svona er réttnefndur ritsóði og hann veit það þar sem hann þorir ekki að koma fram undir nafni og atar au á saklaust fólk í skjóli nafnleysis.
Ég þekki engan verkalýðsleiðtoga sem er með yfir milljón á mánuði. Allir sem ég þekki eru með laun í samræmi við kjarasamninga og ekki krónu umfram það.
Skrifa ummæli