laugardagur, 9. apríl 2011

Já - áfram upp úr vandanum

Ég segi Já vegna þess að Alþingi sendi samþykkti að senda samninganefnd og samþykkti samninginn með yfirgnæfandi meirihluti Alþingis samþykkti samninginn, það er lýðræðisleg niðurstaða.

ESA segir að jafnræðisregla EES hafi verið brotin, þetta gerir frekari samninga Íslands vonlausa og fyrir liggur þá dómstólaleið sem mun kosta Ísland margfalt meir en fyrirliggjandi samningur.

Það var áhættusækni núverandi kynslóðar leiddi yfir okkur Hrunið, við getum ekki vísað enn meiri áhættu til barna okkar og barnabarna.

Ísland er í ruslflokki lánamála og allar líkur á að fallið verði meira verði Icesave ekki samþykkt. Reykjanesbær var að fá lán með 7% vöxtum.

Hátæknifyrirtækin eru að flytja stöðvar sínar til útlanda, svo þau hafi aðgang að erlendum lánum á viðráðanlegum vöxtum. En það er þar sem við höfum verið að sækja ný og velborguð ný störf, nú erum við að missa þau úr landi.

Við þurfum að skapa rúmlega 20 þús. ný störf á næstu 2 árum ef við ætlum að minnka atvinnuleysið og vinna okkur úr þeim vanda sem við búum við.

Átta mig ekki á þeim ofsa sem þjakar Nei-fólkið. Var í fiskbúðinni minni í gær og þar kom inn maður og spurði hvort ég væri búinn að segja Já. "Ég fór og krossaði við mitt Já í gær", var svar mitt.

Fisksalinn minn sem annars er dagfarsprúður maður og viðkunnanlegur viðmælandi, bókstaflega missti stjórn á sér og hrópaði á mig hvort ég vildi ekki borga hans skuldir líka og ýmislegt fleira.

"Bíddu við, heldur þú að málið snúist um hvort við borgum" svaraði ég.

"Það liggur fyrir að við verðum að borga og við erum búinn að ganga þrívegis til samninga um það og það er búið að samþykkja það á Alþingi. Við erum reyndar búinn að borga fyrir þetta ævintýri að óþörfu milljarða króna þegar í dag, langt umfram það sem við þurfum, með því að vera að greiða mörgum prósentum hærri vexti af risavöxnum erlendum lánum okkar og fyrirtækin eru að verslast upp"

Ég fékk reyndar fiskinn sem ég ætlaði að grilla fyrir okkur Helenu í gærkvöldi, og vona að við vinirnir þurfum ekki að rífast um þetta næst þegar ég fer í fiskbúðina mína.

Engin ummæli: