fimmtudagur, 14. apríl 2011

Baráttan um völdin

Baráttan um völdin í samfélaginu verður sífellt harkalegri. Þjóðin ná til baka þeim völdum sem hafa safnast á hendur fárra á undanförnum áratugum. Þar ráða ekki stjórnmálaflokkar heldur tiltölulega fámennur hópur sem hafa komið sér fyrir í stjórnsýslunni og hafa þar aðgang að því að hygla sér og sínum völdum og sérréttindum.

Um þetta standa yfir heiftarleg átök þó öllum sé ekki ljóst um hvað þau fjalla og átta sig ekki á hvar átakapunktarnir eru. Þetta er afleiðing slakra fréttmiðla og markvissum innskotum þeirra sem hafa völdin, þar sem þeir vísvitandi splundra umræðunni með villandi upphlaupum. Þetta er þekkt í fréttaþáttum, spjallþáttum og netmiðlum þar sem það er ekki endilega við stjórnendur að sakast heldur þá sem hringja inn.

Það er bæði fólgin gleði og sorg í því hvernig málin hafa þróast. Gleði yfir tilraun fólks til þess að vera þátttakandi í vitrænni umræðu og þvinga fram viðsnúningi á þeirri þróun sem hefur viðgengist. En samfara því hefur opinberast hversu langt valdhafarnir vilja ganga til þess að tryggja sér óbreytt ástand.

Fram fer heiftarleg barátta og því miður hefur valdhöfum tekist að blanda þar saman óskyldum hlutum og leitt umræðuna inn á villigötur. En það eru alltof margir sem átta sig ekki á þeim miklu átökum sem fara fram þessa dagana. Það birtist t.d. í átökum um auðlindir og sjávarútveg og er í raun helsta bitbein í yfirstandandi kjarasamningum án þess að almenningur hafi áttað sig á því.

Þetta birtist einnig í umfjöllun um Icesave. Þar hefur valdhöfum tekist vel að leiða alla umræðu inn á villigötur. Þar er einskis svifist, sem birtist best í því hvernig litið er fram hjá þeirri staðreynd að vinnumarkaður hefur dregist saman og 15 þús. manns ganga um atvinnulausir og kaupmáttur launamanna féll um 13% að jafnaði við fall krónunnar.

En það sem er svo einkennilegt er að hvernig alþingismenn sem hafa talið okkur í trú að þeir séu sérstakir varnarmenn gagnvart valdhöfunum og voru kosnir inn á þing einmitt vegna þeirra skoðana. Nú starfa þeir við hlið málssvara valdhafanna og eru þar orðnir nytsamir sakleysingjar og eru að valda gríðarlegum skaða fyrir íslenska launamenn og koma okkur í spor Bjarts í Sumarhúsum og við erum sífellt að færast lengra upp í heiðina.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög rétt.

Síðan fara fram ævintýralegar tilfærslur í bönkum þar sem fyrrum útrásarvíkingar eru stórtækir.

Fá afskriftir og aðstoð.

Eru stórtækir í krónubréfum.

Þegar það kemst upp á yfirborðið verður bylting í landinu.