Nú standa yfir viðræður í Karphúsinu þar sem reynt er til þrautar að ná endum saman. Þetta er skrifað kl. 17.15 föstudag 15. apríl, í tilefni þess að ég sé að Eyjan er að vísa í einhverja einkennilega frétt á Vísi. Ég er í Karphúsinu og hef verði þar meir og minna undanfarna sólarhringa.
Ríkisstjórnin hefur spilað út nýjum spilum í dag og aðilar eru að fara yfir þau mál.
Einnig hafa standa yfir viðræður um útfærslur á krónutölum hækkunum inn í taxtakerfin, en það tekur alltaf töluverðan tíma að finna þær leiðir þannig að báðir aðilar geti við unað.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þessara hluta, þá eru launakerfi Exceltæk eins það er kallað, það er ákveðin hlutföll eru á milli flokka og eins milli aldurshækkana. Þetta fer allt á skjön þegar krónutökuhækkanir eru keyrðar inn.
Á þessari stundu er útilokað að fullyrða hver lendingin verði, skammtímasamningur sem endar 1. september í haust, eða 3ja ára samningur með 3 uppsagnaropnunarmöguleikum og tryggingarákvæðum, það er 15. júní næstk. 20. jan. 2012 og 20. jan. 2013.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli