fimmtudagur, 28. apríl 2011

Hættur?

Ertu að hætta Guðmundur? hefur verið spurt undanfarna daga. Svarið er að ég ákvað það fyrir allmörgum árum og tilkynnti það á félagfundi að ég vildi fara eftir því sama gert væri í norrænum systurfélögum okkar að hætta þegar ég næði 65 ára aldri, sem ég gerði í vetur.

Ég tilkynnti það á síðasta þingi Rafiðnaðarsambandsins fyrir 4 árum að í samræmi við það væri þetta mitt síðasta kjörtímabil. Þing sambandsins verður sett í dag og stendur fram á laugardag.

Það hefur rignt yfir mig áskorunum um að gefa kost á mér áfram. Ég hef svarað mörgum fyrirspurnum félagsmanna um að ég vilji nýta síðustu starfsár mín meira í sjálfan mig. Formannstarf RSÍ er gríðarlega umfangsmikið starf, þú ert í vinnunni allan sólarhringinn alla daga segir konan við mig og það er margt til í því. Margir starfsmenn og margar stofnanir sem við rekum Rafiðnaðarskólinn, Ákvæðisvinnustofu, Fræðsluskrifstofu, lögfræðistofu, starfsendurhæfingu, stórt orlofskerfi, styrktarsjóðskerfi og fl.

Ég er reyndar ekki í ríkistryggðum lífeyrissjóð eins og sumir aðrir og get ekki hætt að vinna upp úr sextugt og farið að leika mér í golfi. Ég verð að vinna áfram og svo sem ekkert að gráta það.

Engin ummæli: