fimmtudagur, 2. júní 2011

Ráðherrar ganga á bak orða sinna.

Það er greinilegt að ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra vilja ekki horfast í augu við hvaða munur er sé á almennu lífeyrissjóðunum og þeirra eigin prívat ríkistryggða lífeyrissjóð.

Nú ætla þeir að skattleggja áunninn lífeyrisréttindi launamanna á almennum vinnumarkaði(m.ö.o. sparifé launamanna á almennum vinnumarkaði) til að fjármagna sérstakar vaxtabætur. Aðgerðin mun vitanlega koma illa niður á fólki í almennu lífeyrissjóðunum, því enginn bakábyrgð er á réttindum fólks á almennum vinnumarkaði, heldur er það staða hvers sjóðs fyrir sig í formi hreinnar eignar sem myndar stofn til greiðslu lífeyris.

Hrein eign til greiðslu lífeyris, er öðru nafni og oftar nefnd áunninn lífeyrisréttindi, þennan stofn ætlar ríkisstjórnin nú að skattleggja, sem getur ekki þýtt annað en að stofninn minnkar, sem þýðir að skerða verður áunninn lífeyrisréttindi. Hinn eigin prívat lífeyrissjóður ráðherranna, þingmanna og þeirra vina eru hins vegar varður fyrir þessum áhrifum, ríkissjóður bætir þeim skaðann.

Lesendum er bent á að ráðherrar hafa nýtt öll tækifæri til þess að áréttað að þeir muni nýta ríkissjóð til þess að verja sín réttindi og tiltekinna opinberra starfsmanna.

Ráðherrar sína manndóm sinn með því að rjúka í þetta daginn eftir að búið er að samþykkja kjarasamninga á almennum markaði, þar sem ein aðalforsendan þeirra er yfirlýsing sömu ráðherra um að þeir muni vinna að því að minnka þann mikla mun sem er á áunnum réttindum fólks á almennum vinnumarkaði á við opinbera starfsmenn með jöfnun uppávið.

Með þessu er kominn fram forsendubrestur af hálfu stjórnvalda og það hljóta ráðherrar að vita, það er að segja ef þeir hafi þá lesið eigin yfirlýsingar sem þeir undirrituðu við gerð kjarasamninganna. Nú er að sjá hvaða manndóm þingmenn hafa þegar þetta fer fyrir Alþingi.

Ætla þeir að hafa áfram tvær þjóðir í þessu landi, önnur sem gengur óheft í ríkissjóð í sjálftöku og hin sem er skattlögð til þess að þar sem nægjanlegt fé til þess að fjármagna sjálftekin forréttindi?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur það sem ég velti fyrir mig er þetta. Hvernig í ósköpunum getur þú með nokkru móti stutt þessa vita vonlausu Ríkisstjórn?

Guðmundur sagði...

Sæll nafnlaus. Skelfing er leiðinlegt þegar menn skjóta svona rakalausu kjaftæði undir nafnleysi.

Með leyfi hvaðan telur þú þig hafa vitneskju um hvort ég styðji þessa ríkistjórn eða ekki, eða hvort ég styðji yfirhöfuð einhvern stjórnmálaflokk?