þriðjudagur, 4. mars 2014

Einungis þjóðaratkvæðagreiðsla kemur til greina


Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að SA ásamt ASÍ séu tilbúinn að slaka yfir í tillögu VG. Hvorki ASÍ eða SA hafa neina heimild til svona loforða fyrir hönd þjóðarinnar um einhvern afslátt til handa ráðherrum sem eru búnir að svívirða þjóð sína, heldur hið gagnstæða.

Það er einungis eitt sem kemur til greina það er þjóðaratkvæðagreiðslu um spurninguna

„Vilt þú að samningaviðræðum við ESB verði lokið?“     /   Nei

Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu þessu margítrekað í síðustu kosningum og fengu mikið af atkvæðum út á það loforð. Ekkert annað er inn í myndinni.

Jú reyndar eitt enn, afsökunarbeiðni frá ráðherrum á þeirri ósvífnu framkomu sem þeir hafa sýnt þjóðinni, eða afsagnir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætla Íslendingar að hrifsa lýðræðið til sín eða láta þetta frábæra tækifæri framhjá sér fara, og þá mögulega eina tækifærið til frambúðar?