fimmtudagur, 27. mars 2014

Góðar kveðjur


Jón Garðar samstarfsfélagi minn til margra ára í starfsmenntakerfi atvinnulífsins, þáverandi eigandi Eyjunnar hafði samband við í nóvember 2007 og spurðist fyrir um hvort ég væri til að skrifa pistla á Eyjuna.

Þá ekki síst um stöðuna á vinnumarkaði væntanlega kjarasamninga sem gerðir voru  fyrri hluta ársins 2008.

Við ræddum einnig þær pælingar sem voru þá uppi um hvað myndi gerast í efnahagslífinu þegar stóru framkvæmdunum lyki og hversu umfangsmikið samdráttarskeiðið yrði.

Síðar eru liðið eitt Hrun og 1372 pistlar með 597.818 heimsóknum.

Þetta hefur verið afskaplega ánægjulegt tækifæri til þess að koma sjónarmiðum okkar starfsmönnum stéttarfélaganna á framfæri og um leið skerpt sjónarhorn mitt þegar fanga var leitað og pistlar skrifaðir.

Ég hef verið að skrifa í Kjarnann í vetur ásamt örfáum pistlum hér, en ætla bætast í hóp pistlahöfunda á nýjum vefmiðli, Herðubreið, og kveð þá Eyjuna – allavega í bili.

Ég þakka fjölmörgum lesendum mínum þessi ár og góðar kveðjur þeirra, bæði hér og ekki síður þá mörgu sem hafa komið til mín á ferðum mínum víða um landið og rætt pistlana mína.

Sendi ykkur mínar bestu kveðjur, en sjáumst á Herðubreið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þarna fékk Herðubreið einn besta pistlarhöfund landsins.

"Will follow you".

Haukur Kristinsson