fimmtudagur, 13. mars 2014

Icesave blindan


Árangur þeirrar utanríkisstefnu sem forseti landsins og Indefence hópurinn skópu, stefna sem ríkisstjórnin hefur vendilega fylgt, er að koma fram.
 
Ísland er að einangrast.

Hvað annað? Varla getur nokkur maður með heila hugsun verið undrandi.

Þessi hópur er búinn á undanförnum árum að senda nágrannalöndum og helstu viðskiptalöndum okkar langt nef með alls konar ásökunum og dylgjum.

Draumórar um að við séum stjarna norðursins og langt yfir nágrannalönd okkar hafin.

Dylgjur um að Norðurlöndin séu óvinir okkar. Þau hafi svikið okkur og komið okkur í hendur AGS í aðdraganda hrunsins.

Skætingur um að ESB vilji ekkert með okkur hafa og við eigum að snúa okkur að Rússlandi og Kína.

Og þá kemur ráðherra í ríkisstjórn Íslands fram á Alþingi núna áðan og segir að staða okkar á alþjóðavettvangi hafi styrkst!!??

Icesave blindan, þjóðremban og sjálfumgleðin er á góðri leið með að keyra okkur endanlega í kaf.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að hóta Færeyingum og Grænlendingum að við leyfum þeim ekki að vera með í væntanlegu stórríki Norð-Vestur-Atlantshafsins? Það ætti að kenna þeim lexíu að fá ekki að vera með í fyrirætlunum Ólafs Ragnars!

Nafnlaus sagði...

„Ætlum við að ganga inn í samkomulag sem gengur út á að stunda ofveiði á makríl?" spyr Gunnar Bragi retórískt.
Eins mætti spyrja: Ætlar sjávarútvegsráðherra að gefa út einhliða kvóta sem þýðir ofveiði á makríl?

Nafnlaus sagði...

Heyrði það hjá sjómanni á Austurvelli áðan að LÍÚ hafi skipað ríkisstjórninni að hafna aukningu á kvóta, þar sem þeir óttuðust að það myndi verða til þess að aðrir en þeir gætu aflað sér veiðireynslu og gert kröfur um áframhaldandi kvóta?

Á sama tíma gerðu þeir svo kröfu um aðgang að kvóta hjá Grænlendingum

Þá hafi Færeyingum og Norðmönnum endanlega ofboðið tvískinnungur Íslendinga.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki með neinu móti hægt að kenna ESB, vinum okkar í Færeyjum eða Norðmönnum um þá stöðu sem Ísland er í gagnvart þessum þjóðum.
Það klúður eiga ráðherrar framsóknarflokksins allt skuldlaust.

Nafnlaus sagði...

Við viljum allt, alltaf. Hornsteinn utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar var að verða aðalríkið og góðri samvinnu við Noreg

Nafnlaus sagði...

Fullveldið felst nefnilega ekki í því að stinga höfðinu í sandinn og þora aldrei að gera samninga við nokkra þjóð, heldur þvert á móti að þora að vera þjóð meðal þjóða, efla vináttu og tengsl við þá sem mestu skipta