Ég hef verið fastur pistlahöfundur í norsku blaði, og þessi pistill var
birtur nú um helgina.
Það voru tveir stjórnmálaflokkar, sem höfðu verið í
stjórnarandstöðu í tvö kjörtímabil, sem unnu stórsigur í síðustu
alþingiskosningum á Íslandi fyrir ári síðan.
Þeir fóru mikinn í kosningabaráttunni og lofuðu miklu á báða bóga, m.a. að lækka skuldir heimilanna um 20% með fjármunum sem þeir sögðust geta auðveldlega náð úr sjóðum erlendra hrægammafjárfesta, ásamt loforði um að afnema verðtryggingu.
Þeir fóru mikinn í kosningabaráttunni og lofuðu miklu á báða bóga, m.a. að lækka skuldir heimilanna um 20% með fjármunum sem þeir sögðust geta auðveldlega náð úr sjóðum erlendra hrægammafjárfesta, ásamt loforði um að afnema verðtryggingu.
Margir urðu til þess að benda á að þetta væri hvort tveggja
óframkvæmanlegt nema þá með alvarlegum efnahagslegar afleiðingum. Þrátt
fyrir að hafa verið við völd í eitt ár hefur hin nýju ríkisstjórn enn ekki staðið
við loforð sín.
Annað áberandi kosningaloforð var að ef þeir næðu kjöri myndu þeir
standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ljúka ætti samningaviðræðum við ESB svo að
hægt væri að bera samningsdrögin undir þjóðina og hún tekið afstöðu á grunni samningsdraga.
Í andstöðu við þetta loforð lagði ríkisstjórnin fram fyrir tveim
vikum frumvarp fyrir Alþingi þar sem ákveðið er að slíta umsvifalaust öllum
viðræðum og samstarfi við Evrópusambandið.
Í skoðanakönnun kom fram að 82% þjóðarinnar var algjörlega ósátt
við þessa ákvörðun og liðlega 20% kjósenda hefur á örskömmum tíma undirritað
áskorun um að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín og fjölmennir
mótmælafundir eru haldnir fyrir framan Alþingishúsið. Samfara þessu hefur fylgi stjórnarflokkanna
tveggja hrunið nánast um helming.
Ríkisstjórnin hefur frá upphafi framfylgt harðri andstöðu við inngöngu í
Evrópusambandið, sem er rekin áfram af sérhagsmunum þá helst sjávarútvegs. Atvinnuvegur sem
gerir reyndar nánast allur upp í evrum EES svæðið er hans særsta viðskiptasvæði, en sjávarútvegsfyrirtækin greiða laun og þjónustu í krónum og
græðir á því árlega milljarða króna.
Fyrir utan Evrópusambandsóþolið og krónuástina virðist
utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar snúast um að þróa einhverskonar óskilgreint Norðurslóðasamband
með aðkomu Kínverja og Rússa. Þetta er stefna sem forseti landsins hefur mótað
að mestu leyti með sjálfteknum völdum sínum.
Til viðbótar hefur forsætisráðherra boðað harða afstöðu gegn vondum
kröfuhöfum, sem að auki stuðar vitanlega alþjóðlega fjármálakerfið. Þar búa
nefnilega liðlega 7 milljarðar manna umfram þá sem búa á Íslandi.
Ef sjálfstæði Íslands á að ganga upp, ætti öllum að vera ljóst að við þurfum að vera í samskiptum við umheiminn og t.d. fara 80% af viðskiptum Íslands við ESB svæðið.
Ef sjálfstæði Íslands á að ganga upp, ætti öllum að vera ljóst að við þurfum að vera í samskiptum við umheiminn og t.d. fara 80% af viðskiptum Íslands við ESB svæðið.
Undanfarnar vikur hafa farið fram árangurslausar tilraunir til
þess að ná samningum um veiðar á makríl. Samninganefnd Íslands rauk út af
samningafundi og fór heim. Tveim dögum síðar náðust samningar milli ESB,
Færeyinga og Norðmanna, sem endurspeglar að afstaða Íslands hafi líklega verið
þröskuldurinn.
Þessa harða afstaða hafi verið til að verja makrílhagsmuni
útgerðarinnar, sem græðir ótrúlega peninga á þeim og ætlar að margfalda þann
hagnað með því að veiða líka þann makríl sem hefur gert sig heimakominn í
grænlenskri lögsögu. Þótt það hafi verið reynt að selja landsmönnum þá skýringu
að viðræðuslit við önnur strandríki með þeirri skýringu að Norðmenn séu
ógeðslega ósanngjarnir, sem þeir eru ugglaust, þá skipta Grænlandsveiðarnar
örugglega meira máli.
Fyrrverandi ritstjóri stærsta dagblaðs Ísland, sem er í eigu
útgerðarmanna, er virkur þátttakandi í pólitískri umræðu og harður andstæðingur
ESB. Hann skrifaði í vikunni; „Skrifstofuveldið í Brussel notar ýmsar aðferðir
til að láta vanþóknun sína í ljós. Nú hafa þeir ákveðið að ofveiða makríl til
að hefna harma á Íslendingum! Norðmenn hafa gætt sín betur í samskiptum við
afkomendur þeirra, sem vildu ekki búa í Noregi en þó hafa þeir stundum ekki
geta leynt skoðun sinni á bankahruninu 2008. Nú hafa Evrópusambandið og
Norðmenn sameinast í baktjaldamakki, sem svo klaufalega er staðið að
fingraförin sjást alls staðar.“
Heimspekingurinn Harry Frankfurt hefur gefið út lítið kver sem
heitir einfaldlega On Bullshit, eða Um bull. Í þessari bók leitast
Frankfurt við að skilgreina hugtakið „bullshit“ og leitar skýringa á því hvers
vegna stjórnmálin, einkennast jafnmikið af bulli og
raun ber vitni.
Bullarinn þarf ekki endilega að blekkja okkur, og það þarf ekki að
hafa verið ætlun hans, hvorki um staðreyndirnar sjálfar eða um það hverjar hann
telur staðreyndirnar vera og lýsir ranglega hvað hann hyggst fyrir.
Georg Orwell segir á einum stað; að gangast við pólitískri ábyrgð
nú á dögum þýðir því miður að maður beygir sig undir bókstafskreddur. Stjórnmálin
ali á siðleysi af tilteknu tagi, það er hugleysi og óráðvendni, ekki síst
óráðvendni í meðferð tungumálsins.
Heimspekingurinn Calep Thompson greinir ástandið með eftirfarandi
orðum: Almennt talað þá er orðræðu stjórnmálanna ætlað að stýra skynjun fólks á
aðstæðum á þann hátt sem samrýmist hagsmunum stjórnmálamannsins og flokki hans,
sem þurfa ekki að vera samrýmanlegir hagsmunum áheyrenda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli