Austurvöllur
var smekkfullur og færri komust að en vildu, ég varð að leggja mínum bíl efst á
Hverfisgötunni og ganga niður í bæ. Umferðaröngþveiti var á Sæbrautinni og allt stopp upp að Snorrabraut.
RÚV
flutti að fundi loknum harla einkennilega frétt um að nokkur þúsund
hefðu verið þar saman kominn og einhverjar ræður fluttar.
Það
voru fluttar sterkar ræður um framkomu ríkisstjórnarinnar við 82% landsmanna og
tekið rösklega undir af a.m.k. 10 þúsund manns og enn fleiri ef þeir hefðu
einfaldlega náð inn á fundinn.
Nokkur stikkorð úr ræðunum :
Ríkisstjórn
sem telur það vera ómöguleika að fara að vilja þjóðarinnar á að víkja.
Ríkisstjórn
sem tekur hagsmuni örfárra útgerðarfyrirtækja fram yfir hagsmuni almennings á
að víkja.
Ríkisstjórn
sem veður yfir tungumál okkar á skítugum skónum og rífur í sig merkingu orða á að víkja
Ríkisstjórn
sem snýr út úr hverri spurningu sem til hennar er beint á að víkja strax, og
það með réttri merkingu þess orðs.
Það
er fyrsta verk einræðisstjórna að ráðast að tungumálinu og samskiptum m.a. með því að eyðileggja merkingu
orða. Ríkisstjórn sem staðin er að þannig verklagi á að víkja STRAX.
Skýringar stjórnarþingmanna á hruni fylgis er að sjónarmið þeirra hafi ekki náð að koma fram, þar er hlutunum snúið á haus eins og hverju viðtali og hverri ræðu. Sjónarmið þeirra komust á framfæri við þjóðina og henni ofbauð og þá hrundi fylgið.
Skýringar stjórnarþingmanna á hruni fylgis er að sjónarmið þeirra hafi ekki náð að koma fram, þar er hlutunum snúið á haus eins og hverju viðtali og hverri ræðu. Sjónarmið þeirra komust á framfæri við þjóðina og henni ofbauð og þá hrundi fylgið.
1 ummæli:
Austurvöllur sprakk í dag. Varðstjóri lögreglunnar sagði mér að það hefðu ekki verið svona margir saman komnir þar árum saman. Þá eru ótaldir þeir sem ekki komust alla leið í miðbæinn eða sneru við sökum umferðarálags.
Skrifa ummæli