föstudagur, 17. júlí 2009

Merkur maður!!

Við heyrðum svipuhögginn dynja á þingmönnum og maður hefur heyrt handjárnahringlið þegar ríkisstjórnarflokkarnir hafa verið að reyna að tryggja sér framhaldslíf.

Þetta eru orð einkennilegasta þingmanns íslendinga. Aldrei hefur komið fram að hann hafi sjálfstæða skoðun, hann endurflytur einungis hinar maka- og rakalausu tilkynningar frá Valhöll.

Þessa stundina stendur þessi einstaklingur í því að lemja á varaformanni Flokksins og reynir að koma á hana handjárnum sakir þess að hún vann sér það eitt til saka að fylgja sannfæringu sinni. Það er hlutur sem hinn merki maður Birgir Ármannsson hefur aldrei skilið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Núnú, hann virðist a.m.k. hafa haft sjálfstæða skoðun þegar hann kaus ekki með sjálftöku stjórnmálaflokka í ríkisstjóði, upp á nokkra tugi hundruða milljarða. Þar voru aðeins þrír sem kusu ekki með sjálftökunni, Birgir Ármanns, Sigurður Kári, og Einar Oddur. En Samfylkingarmenn? Kusu allir með, þeir sem nenntu að mæta.

Hvort þykir þér það dæmi um sjálfstæða skoðun? Eða finnst þér heldur sjálfstæðara þegar alþingismenn sættast á allir saman að verðlauna sjálfa sig og sitt góða starf?

Nafnlaus sagði...

Birgir var að tala úr sínum reynsluheimi. Hann er nefnilega BDSM. Sástu ekki hvað hann æstist upp þegar hann smjattaði á orðunum "svipuhögg" og "handjárnahringl"?

Nafnlaus sagði...

Birgir er afskaplega vandaður og ábyggilegur maður og mættu margir tækifærissinnar úr öllum flokkum taka sér hann til fyrirmyndar.

mbk
ÓA

Nafnlaus sagði...

Ég minnist þess þegar að BÁ hleypti ekki málum inn á þingið úr nefndum vegna þess að það voru ekki stjórnarmál. Hvernig rímar það við þetta, bara alls ekki.