laugardagur, 18. júlí 2009

Þversagnir

Sjálfstæðismenn tamið sér um of þau vinnubrögð að telja sig vera handhafa sannleikans, allir sem ekki séu sömu skoðunnar er lýst sem einhverjum vinstri mönnum og vaði villu vegar. Undanfarið hafa þessir handhafar sannleikans brigslað öllum öðrum um andstyggð á lýðræðinu og þeir væru á móti þjóðaratkvæðagreiðslum og höfnuðu að skjóta málum til þjóðarinnar. En öll munum við að síðastliðin vetur héldu þingmenn Sjálfstæðismanna uppi málefnalausu málþófi og þæfðu tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Málflutningur þeirra var með hreinum ólíkindum. Allar þeirra leikfléttur eru í samræmi við hana gömlu útúrsnúningaumræðutækni sem þeim eru svo lagnar. Blindaðir af því einu að halda völdum sama hvaða brögðum sé beitt. Leikur þeirra snérist að venju um að koma í veg fyrir að andstæðingar þeirra gætu náð fram umbótaáætlunum, alveg sama hverjar þær voru. En á Þessum tíma var ríkisstjórnin að reyna að koma heimilunum til aðstoðar.

Enn ein fléttan hefur litið dagsins ljós. Hún virðist tilkominn vegna þess að flokksforystan að undanskyldum varaformanni leggur ekki í harðlínuhópinn. Ef litið er til "svipuhögga- og handjárnamálflutningsins" þá verður hann svo óraunsær, sé litið til þess það eru sannarlega stórir hópar fólks sem hafa stutt flokkinn sem eru Evrópusinnar, (líklega er stærsti hópur Evrópusinna hér á landi samankominn innan Sjálfstæðisflokksins), þess vegna vekur það furðu að einungis einn þingmanna flokksins skuli segja já og einn sitja hjá.

En það er sama hvernig við skoðum málin, þá unnu Sjálfstæðismenn mikið óhæfiverk í vetur þegar þeir komu í veg fyrir eðlilegar breytingar á stjórnarskránni sem stefndu m.a. að almennari þátttöku almennings í ákvörðunum sem snerta hag þjóðarinnar. Einnig varð framferði þeirra síðastliðið haust, og svo í vetur eftir að ný ríkisstjórn var tekin við, til þess að allar umbætur til handa heimilum drógust úr hömlu.

Að teknu tilliti til þessa eru allmargir gáttaðir á framferði þingmanna Flokksins þessa dagana, eins og reyndar svo oft áður sé litið til síðustu ára, svona aftur til ársins 2000.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður veltir fyrir sér hvers vegna dagfarsprúður maður eins og Birgir Ármannsson er "heiftin ein" og notar orðbragð -við atkvæðagreiðslu um aðild að ES - sem lýsir taumlausri bræði.
DO hefði ekki náð að "toppa" orðbragðið.

Nafnlaus sagði...

Það er með ólíkindum hvernig þið sem styðjið ESB-aðild, hneysklist á þeim sem eru andsnúnir aðild.
Hvernig getið leyft ykkar að tala eins og sú skoðun að Ísland eigi ekki að sækja um ESB-aild, séu algjör helgispjöll og jafnvel guðlast.
Fyrir ykkur er aðild Íslands að ESB þau einu réttu trúarbrögð, að það að draga það í efa, er nánast bannað.

Að sækja um aðild núna er hreinlega heimskulegt þegar landið er í sárum og illa statt efnahagslega. Við erum því í vonlausri samningsaðstöðu. En það skiptir Samfylkinguna ekki neinu máli, til Brussel vilja þeir koma og þar bíða þeirra væntanlega fín og feit embætti.

Það verðu sko klínt framan í ykkur ESB-sinna þegar í ljós mun koma að verðlag mun ekki lækka við ESB-aðild, að vextir lækka ekki eins og lofað var, og að verðtryggingin hverfur ekki vegna þess að hún "tryggir góða ávöxtun lífeyrissjóða".
Allt eru þetta atriði sem þið ESB-sinnar munu fá stórt útskýringarvandamál yfir þegar og ef Ísland gengur í ESB.

Guðmundur sagði...

Það er svo einkennilegt að þeir sem eru á móti því að rætt sé um ESB skrifa alltaf undir nafninu "nafnlaus" Þora ekki að koma fram.

Annað sem þeir eiga sameiginlegt er að gera öðrum upp skoðanir og ráðast síðan á fólk á grundvelli hinna uppgerðu skoðana.

Það liggur fyrir að fjölgun starfa byggist á tækni- og sprota fyrirtækjum. Ekki í landbúnaði og fiski þar ríkir kyrrstaða. Eins og ég hef margoft bent á og sýnt hvernig félagaskrá Rafiðnaðarsambandsins hefur þróast.

Þar hef ég einnig vitnað í endurtekin ummæli forsvarsmanna þessara fyrirtækja, sem allir hafa sagt að það sé engin framtíð með núverandi gjaldmiðli og örhagkerfi.

Ég þekki engan sem liggur marflatur fyrir ESB allir sjá ýmsa vankanta, en þeir eru enn meiri ef fylgt verður óbreyttri stefnu.

En það er mörgum mönnum þá helst fylgismönnum hægri stefnunnar um megn að viðurkenna það, því þeir eru þá um leið að viðurkenna að þeim hafi orðið á alvarleg mistök og eigi mikinn þátt í hvernig komið er fyrir okkur. Þess vegna eru þeir nafnlausir menn sem ekki þora að koma fram.