fimmtudagur, 11. febrúar 2010

Bjarni Benediktsson á Alþingi nóv. 2008

Vegna ummæla hins sanneikselskandi formanns Sjálfstæðisflokksins í 10 fréttum í gær þá eru hér ummæli hans um þetta mál:

Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innistæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

Til umræðu var 10 ára lán með 6% vöxtum og jöfnum greiðslum.

Alþingi 38. fundur 28. nóv. 2008 úr ræðu Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokki :

Virðulegi forseti. Mér sýnist nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunnar. Hér með er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan afstað í kjölfarið. Þær voru eins og áður hefur komið fram í umræðunni hér í dag og reyndar áður grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir, sem hefðu verið líklegri til þess að valda íslenskum skattgreiðendum inni byrðum en sú leið sem, málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðilegt álit í því samhengi.

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.

......
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.

.....
Þegar heildarmyndin er skoðuð er tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna!

Hvað getur maður sagt?

Það er allavega ljóst að fleiri en Steingrímur J. Sigfússon hafa farið nokkra hringi í þessu máli.

Óhæfir stjórnmálamenn eru þjóðarógæfa Íslendinga.

Nafnlaus sagði...

Bjarni hefur alltaf sagt að besta leiðin sé að semja en ef ekki næst samningur eigi að fara dómstólaleiðina. í þessum ummælum er hann að óska heimildar til að halda áfram með málið á grundvelli sameiginlegra viðmiða (Brussel viðmiðin). Á sama tíma var stjórnarandstaðan með Steingrím í fararbroddi mjög hörð á því að aldrei ætti að borga þetta yfirhöfuð. Það eru til ræður um það. Það er það sem Bjarni er í raun að svara. Á þessum tíma var líka talið að AGS væri að vinna að heilindum en eins og síðar hefur komið í ljós verið undir áhrifum breta og hollendinga.

Nafnlaus sagði...

Já, það er rétt að halda því til haga hvað fólk sagði þegar það var sjálft við völdin, þegar það grípur til þess nú að skipta um sannleika, þegar það hentar. Heitir það ekki að haga seglum eftir vindi? Eða bera kápuna á báðum öxlum?
Þorgrímur

Nafnlaus sagði...

Bjarni ásamt öðrum þingmönnum sjálfstæðismanna mælti með þeim samning sem Baldur Guðlaugss. og Árni Matt höfðu gert. Það voru einnig þeir sem höfðu samband við AGS.

Það sýnir svo vel hvernig þeir unnu að hafa ekki haft samband við nema örfáa.

Eins og kom svo oft fram að þeir ræddu aldrie við þáverandi viðskiptaráðherra.

Það er rugl að AGS hafi ásamt norrænum þjóðum setið að svikráðum við Ísland, bara einn af heimasmíðuðum fyrirsláttunum úr Valhöll.

Þar bendi ég aldeilis frábæra greiningu þína hér undanfarna daga. Þar ertu sannarlega í toppformi og reinilegt að það er farið að fara um xD gengið.

Takk fyrir frábærapistla haltu áfram
Kristinn Þór

Nafnlaus sagði...

Það er sagt um Söru Palin að hún sé „fucking retard“.
Spurning hvað hægt er að komast upp með að kalla Bjarna og vera nærri sannleikanum.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Já... ok...

Hann er sem sagt eins og allir hinir vanhæfu stjórnmálamennirnir okkar... (fyrir utan Ömma og Lilju Mós kannski)

vá... þvílík uppgötvun...

Gunnar G.

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist að ykkur sjáist yfir að samningurinn sem út úr þessu kom var óásætanlegur að mati Bjarna og fleir manna og það veldur þeirra viðsnúningi.

Steingrímur og Indriði eru hinnsvegar ánægðir með Svavarsaniginn og telja hann góðan þrátt fyrir að hann sé ekki í samræmi við umboði eða títtnefnd brusselviðmið, enda virðast þeir ekki hafa lesið samningsumboðið sem Bjarni er þarna að tala fyrir, fyrr en eftir að þeir voru búnir að skrifa undir.

Nafnlaus sagði...

Ég tek undir með Kristni 10:21.

Þræll #83