þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Láglaunasvæði

Við búum ekki einungis við bankakreppu eins svo mörg önnur lönd, hin alvarlega staða er fólgin í gjaldeyriskreppu. Við erum með ónýtan gjaldmiðil. Kreppan hefur verið að þrengja sífellt meir að fyrirtækjunum og er svo komið að mörg þeirra sem hafa reynt allt sem á þeirra valdi stendur undanfara mánuði til þess að halda í sinn mannskap, eru að gefast upp vegna þeirra afleiðinga sem Icesave-deilan er að valda.

Ef rétt hefði verið haldið á spilum síðastliðið sumar og við verið laus við það lýðskrum sem hefur verið ástundað á Alþingi, þá hefði botninn verið náð hér í haust. Það er að segja á svipuðum tíma og í nágrannlöndum okkar. Nú er útséð að við erum enn á leið niður á við og ef stjórnmálamenn leysa ekki Icesave deiluna blasa við mjög alvarlegar afleiðingar.

Aðalógnin er hversu lág laun eru orðin hér miðað við nágrannalönd, og það virðist stefna í að þau muni ekki leiðréttast fyrr en eftir töluverðan tíma. Þökk sé stjórnarandstöðunni og forseta landsins. Þetta mun leiða til þess að mun fleiri en ella munu leita sér vinnu erlendis, og það er augljóslega verðmætasta fólkið sem á auðveldast með að finna sér vinnu og mestar líkur á að það komi ekki heim aftur.

Það skiptir okkur öllu hvernig stjórnvöldum tekst til á allra næstu mánuðum. Ef illa tekst til þá blasir við langvarandi kreppa, sumir spá 10 - 15 árum. En ef tekið er af alvöru á vandanum og takist að ná jákvæðum hagvexti á næstu árum þá getum við unnið okkur út úr þessu ástandi á stuttum tíma eftir að alþjóðabankakreppunni lýkur.

En forsenda þess er að umæðunni verði komið á annað og skilmerkilegra stig en hún er í dag. Stjórnmálamenn ásamt fjölmiðlum víkja til hliðar boðskap lýðskrumara og greina hismið frá kjarnanum. Meðan Icesave er óleyst er ekki hægt að ná trausti gegn vart umheiminum. Það mun kalla á háa vexti og enn meiri erfiðleika.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa margítrekað eyðilagt ávinning sem launamenn hafa náð í gegnum mikla kjarabaráttu með einu pennastriki í því að lækka gengi krónunnar. Í málflutningi einangrunarsinna kemur ítrekað fram við að halda í krónuna sé ávinningur þess að hafa krónuna til þess að geta "leiðrétt" blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga launafólks.

Krónan er í raun mesti óvinur íslenskra launamanna í baráttu þeirra við að ná upp sambærilegum kaupmætti og er í nágrannalöndum okkar og gegn því að Ísland sé láglaunasvæði. Íslenskt hagkerfið hefur í vaxandi mæli verið að tengjast stærri hagkerfum. Örmynt eins og krónan veldur miklum óstöðugleika, sem kallar á að vextir séu um 3,5% hærri en ef við hefðum Evru. Það kallar á hærra verðlag, verðtryggingu og minni kaupmátt.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En höfum við ekki verið láglaunasvæði lengi? Hver hefur getað lifað af dagvinnulaunum á Íslandi? Mesta yfirvinna af öllum Evrópulöndum er á Íslandi.

Guðmundur sagði...

Það var gerð könnun innan meðal norrænna rafiðnaðarmanna 2006/7. Þá var danska krónan um 10 sú norska og sænska um 11- 13. Þá voru íslenskir rafiðnaðarmenn næst efstir í meðallaunum, rétt fyrir ofan Dani og töluvert fyrir ofan Svía. Norðmenn efstir og Finnar neðstir.

Daglaun íslendinga um 1.600 ÍKR, Norskir 1.800 ÍKR, D 1.500 ÍKR Svíar 1.300 ÍKR. Finnar 1.200 ÍKR. Meðalföstlaun íslendinga voru hæst, en þá var reyndar að borið saman 45 stunda meðalvinnuvika við 40 stundir.

Nafnlaus sagði...

Hrikalegt!

Við verðum að borga Icesave hvað sem það kostar!

Lárus sagði...

Þá ertu líka að miða við ofur sterkt gengi. Væri ekki réttara að miða við eitthvað milli gengi frá því sem var og því gengi sem nú er. Held að það gæfi réttustu myndina og sýndi hvað slöpp kjör eru hér á landi.

Nafnlaus sagði...

Allt satt og rétt.

En einu atriði sleppir þú ágæti Guðmundur.

Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á atvinnuuppbyggingu.

Sjáðu hvernig ríkisstjórnin hatast við erlenda fjárfestingu og vinnur bókstaflega að því að koma í veg fyrir hana.

Krónan rís ekki ef ekki kemur erlent fjármagn inn í landið.

Ég er sammála greiningu þinni en ekki allri niðurstöðunni.

Á meðan kommúnistar og prinsipplausir lýðskrumarar ráða hér öllu mun ekkert jákvætt gerast og kreppan dýpka.

Ég tel að mynda beri þjóðstjórn sem sitji fram til vors 2011.

Þá verður komin mynd á nýtt flokkakerfi og hægt að efna til kosninga.
Kveðja og þakkir.
K. Karlsson

Nafnlaus sagði...

Það hlýtur að vera sannast að bera saman laun fyrir sama vinnustundafjölda.
Laun á Íslandi í meðallagi ESB
efnahagsmál Ef tekið er tillit til mismunandi verðlags eru laun á Íslandi í mörgum tilvikum nær meðaltali Evrópusambandsríkjanna 27 og eru í sumum tilvikum jafnvel lægri.

efnahagsmál Ef tekið er tillit til mismunandi verðlags eru laun á Íslandi í mörgum tilvikum nær meðaltali Evrópusambandsríkjanna 27 og eru í sumum tilvikum jafnvel lægri. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands sem greinir frá launakönnun Hagstofu Evrópusambandsins.
Í Fréttablaðinu á bls. 2 í dag er þessi frétt eða fréttatilkynning frá Hagstofunni:

...Í evrum reiknað voru laun á Íslandi með þeim hæstu í Evrópu á árinu 2006. "Vinnutími er að jafnaði langur á Íslandi miðað við ríki Evrópusambandsins og er hlutfall yfirvinnu hærra á Íslandi en í nokkru öðru landi sem könnunin nær til. ," segir Hagstofan.

Ekki er hægt að skilja hvort verið er að bera saman laun með yfirvinnu eða án. Ég hef grun um að verið sé að flækja málin til að ekki sjáist hve laun á Íslandi eru almennt lág.
Það getur verið að faglærðir rafiðnaðarmenn séu í góðum málum, en ófaglært fólk, opinberir starfsmenn, kennarar, prentarar. Allar þessar stéttir þurfa að reiða sig á mikla yfirvinnu til að ná endum saman. Líka fyrir hrun.

Ef þú veist þetta ekki Guðmundur, þá erum við í vondum málum.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki alltaf auðvelt að bera saman milli landa. Allra síst tekjur pr. unna vinnustund. Hér á Íslandi er t.d. virkur vinnutími miklu styttri en í öðrum löndum. Ástæðan er hið flókna kerfi neyslutíma og pása, sem hér tíðkast. Þar er ég eingöngu að tala um hið viðurkennda af þessu. Þar til viðbótar er svo hið "óviðurkennda", þ.e. óstundvísi, "skrepp" og slugs, sem er hér komið út yfir alla bakka en aldrei má tala um.

Guðmundur sagði...

Það sem ég er draga fram hér hversu skaðleg íslenskum launamönnum krónan hefur verið.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa margítrekað eyðilagt ávinning sem launamenn hafa náð í gegnum mikla kjarabaráttu með einu pennastriki í því að lækka gengið krónunnar.

Mesti ávinningur þess að hafa krónuna er að geta "leiðrétt" blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga launafólks, segir Hannes Hólsteinn og aðrir verjendur þeirrar gengis- og einangrunarstefnu sem viðhöfð hefur verið hér á landi.

Nafnlaus sagði...

Ég er feginn því að Guðmundur skuli viðurkenna að krónan sé ónýtur gjaldmiðill. Ég vil hins vegar benda honum á að vegna verðtryggðrar íslenskrar krónu eru lífeyrissjóðir landsins þeir einu sem virðast eiga aur í dag.
Ég er hræddur um að ef við skiptum yfir í annan gjaldmiðil myndi staða þeirra vera önnur.

Guðmundur sagði...

Ég hef í allmörg ár bent á að það besta sem gæti komið fyrir íslenskt atvinnulíf og launamenn væri að skipta um gjaldmiðil.

Ég hef einnig bent á að það sé eina leiðin til þess að ná stöðugleika svo fella megi niður verðtryggingu.

Það er til hagsbóta fyrir lífeyrisþega að bóa við öruggan gjaldmiðil þannig að uppsparaður lífeyrir standi undir framfærlsu