fimmtudagur, 4. febrúar 2010

Siðblinda

Formenn sjálfstæðis- og framsóknarmanna virðast hafa það eitt að markmiði að skapa eins mikla upplausn og frekast er kostur. Öllum brögðum er beitt til þess að tryggja áframhaldandi völd sinna manna.

Í Kastljósinu á gærkvöldi fór Bjarni gjörsamlega framhjá veruleikanum og afleiðingum gjörða sinna við að hylja tuga milljarða brask með bótasjóð Sjóvá, sem sannarlega var byggður upp með háum iðgjöldum hins almenna borgara. Útskýringar hans voru út og suður, virtist vera að hann skildi ekki einu sinni sjálfur hvert hann væri að fara. Með leyfi;" Ætlar þessi maður að verða forsætisráðherra?"

Í gær var töluvert fjallað um siðblindu í Háskólanum og fréttatengdum þáttum. Þar er ætíð valin stysta leiðin til fullnægju og með frestun þess að horfast í augu við óþægilegan veruleikann. Það er þessi jafnvægislist sem Bjarni og Sigmundur Davíð láta stjórnast af, fíklar í völd, skarandi eld að eigin köku.

Bjarni útvegaði 45 milljarða með umboð upp á vasann frá m.a. föður Sigmundar Davíðs og ættingja sínum. Kom málinu í höfn og seldi síðan hlut sinn sem metinn var á 80 milljónir ef marka má Kastljósið í gær.

Ekki amalegir dílar það og ríkið (við skattborgarar) verðum síðan að greiða tapið af þessum "áhættuviðskiptum" í gegnum yfirtöku bankanna. Já eins og formaðurinn prúði kallar það svo pent í Kastljósinu. Talandi um óreiðumenn, ritstjóri Morgunblaðsins virðist hafa vitað hvað hann var að tala um.

En kostnaður þjóðarinnar sem moldviðrið sem Bjarni og Sigmundar Davíð þyrla upp til þess að hylja klæðaleysi sitt er 75 milljarðar á mánuði. Þeim til aðstoðar hafa verið Ólafur Ragnar og frú ásamt Ögmundi. Undir þeirra stjórn er atvinnulífið að verslast upp.

Ef einhver bendir á þessar afleiðingar missir þetta fólk stjórn á sér og hrópar þetta má ekki segja, þetta er svo óþægilegt. Það má ekki segja sannleikann um afleiðingar gjörða okkar, hrópar Ögmundur. Hann virðist trúa því að hann einn eigi að hantera "sannleikann" áður en hann birtist okkur.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bjarni Harðar sagði af sér út af tölvupósti.Hvílíkt smámál í samanburði við það sem er búið að ganga á.Það er ekki sama Jón og séra Jón eða öllu heldur .....Bjarni Harðar eða Bjarni Ben. Örn Klói

Nafnlaus sagði...

HANN hefur aldrei logið. HANN hefur aldrei misbeitt valdi sínu. HANN ber enga ábyrgð á því að náfrændi hans, bridsfélagi og einkasonur voru skipaðir dómarar við dómstóla landsins. HANN ber enga ábyrgð á hruninu. HANN hefur aldrei gert mistök. HANN hefur aldrei reynt að endurrita söguna. HANN er frelsari vor !!!

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Unknown sagði...

Takk fyrir þetta Guðmundur. Það verður langt þangað til Sjálfstæðisflokkurinn setur sér siðareglur enda eru þetta hagsmunasamtök en ekki stjórnmálaafl í þeim skilningi að þeir hafi einhverja pólitíska sannfæringu hvernig þjóðfélagið eigi að vera fyrir alla! Sérhagsmunir og flokkshagsmunir eru þeirra stefna. Og það var ágætt að vera búinn að heyra skoðun Bjarna á athæfi Ásbjörns áður en hann tjáði sig um sín eigin málefni. Nú er hann endanlega búinn að afhjúpa sig sem siðlausan eiginhagsmunapotara og ég trúi ekki að hann eigi langt eftir sem formaður Flokksins.
Varðandi Sigmund og Framsóknarflokkinn þá getum við bara beðið og vonað að hann þurrkist út. Góð byrjun væri ef allir sammæltust um að sniðganga hann í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Það er okkar eina von því sjálfviljugir leggja þeir aldrei þetta spillta vígi smokkfisksins niður.

Nafnlaus sagði...

Það hvarflar stundum að manni að þetta lið, Sigmundur, Bjarni og þeirra fylgikonur (Vigdís og co) séu á einhverju sterku. Ofsinn og ofstækið er svo mikið að þau fara oft fram úr sér og komast í mótsögn við eigin málflutning. Undanfarið er ráðist á Jóhönnu og Steingrím fyrir að sýna óvininum á spilin okkar, svo næsta dag er Jóhanna gerð tortryggileg fyrir að fara á "leynifund"?
Afhverju upplýsir Sigmundur okkur ekki hver hafi borgað Noregsförina? Var það LÍÚ?
Gaman er að sjá að sumir þingmenn virðast vera að vakna til sómakenndar. Siv, Þorgerður, Pétur Blöndal og kannski einhverjir fleiri sem í upphafi spunans tóku þátt hafa áttað sig á að þau voru kosin af okkur til að þjóna okkur, ekki til að keyra landið endanlega í duftið, til að bjarga tveimur spilltum mönnum sem klúðruðu sínum málum þrátt fyrir að hafa fengið gefins sitthvort ríkisfyrirtækið.

gosi sagði...

Það sem undrar mig mest, er að ótrúlegur fjöldi fólks er að kaupa þessa þvælu sem frá þeim félögum Bjarna og Sigmundi kemur."Flokkurinn"
er jú að mælast með rúmlega ÞRJÁTÍU
PRÓSENT fylgi .það hlýtur að vera um að kenna einhverslags Stokkholmsheilkennum, um annað er einfaldlega ekki að ræða. Fyrir hverja er Bjarni að vinna? Hvert er baklands hans?? Ekki eru það samtök launafólks ekki samtök atvinnulífs eða yfirleitt nokkur sem hefur með atvinnu eða atvinnulíf að gera!!Hvað Sigmund varðar,tja, ég veit ekki, hann er jú bara framsóknarmaður, Spurning hvor norðmenn séu vinir í raun og séu til í að ættleiða hann.