miðvikudagur, 17. febrúar 2010

Sjálfsupphafning

Sigmundur Davíð vill láta reka alla þá sem ekki eru honum sammála. Komi fram skoðun sem er andstæð skoðunum Sigmundar Davíð og Bjarna Ben fá þeir alltaf viðtal strax í næsta fréttatíma hjá RÚV, þar sem þeir lýsa frati á alla þá sem vilja ekki fylgja þeim möglunarlaust. Nú keppast menn við að reyta æruna af Þórólfi Matthíassyni, vegna þess að hann bendir á ýmis göt í málflutning þeirra fóstbræðra og færir haldgóð rök fyrir sínu máli.

Ef menn fylgja ekki skoðunum þeirra fóstbræðra eru þeir hinir sömu dæmdir umsvifalaust sem landráðamenn og á móti öllu sem íslenskt er. Svikabrigsl og ásakanir um annarleg sjónarmið og blekkingar gagnast lítið við að koma okkur út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ömurlegt þegar formenn stjórnmálaflokka hafa ekki dug í sér að takast á málefnalegan hátt við staðreyndir. Þetta kemur einnig glögglega fram í vangaveltum Breta um einkennilega umskiptingar Sjálfstæðisflokksins við samningaborðið nú og svo fyrir ári.

Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni að mér finnist hún hreint út sagt ömurleg sú staða sem eftirlits- og fyrirhyggjuleysi þeirra sem stjórnuðu íslensku samfélagi árin 2007 – fram yfir Hrun hefur komið okkur í. Ég er ekki fylgjandi því að almennir skattgreiðendur eigi að greiða skuldir óreiðumanna, en það er svo annað mál hvaða skuldbindingar fyrrverandi stjórnvöld hafa samþykkt. Fóstbræðurnir hafa komið í veg fyrir vitræna umræðu. Einkennilegt hefur verið að hlusta á t.d. málflutning nokkurra fyrrv. stjórnarþingmanna, með tillit til þeirra staðreynda sem liggja á borðinu.

Nú virðist stefna í samkomulag þar sem þessar skuldbindingar munu ráða för. Þá blasir við sá gríðarlegi skaði sem Sigmundur Davíð og Bjarni Ben hafa valdið íslensku samfélagi. Þeir víkja sér ekkert undan því að láta reka alla þá sem benda á þess atriði. Það segir í raun ekkert annað en á hver lágu plani þeir hafa siglt.

Nú eru Sigmundur Davíð og Bjarni Ben mættir á þing og vilja allt í einu nú fara að tala um vaxandi atvinnuleysi og vitanlega telja þeir að hér sé eitthvað vandamál sem ríkisstjórnin bjó til að því virðist til þess eins að koma höggi á almenning.

Allmargir hafa reynt undanfarið ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að benda þeim á hversu mikinn skaða stjórnarandstaðan hefur valdið íslensku samfélagi með því að halda Alþingi í gíslingu. Forsvarsmenn fyrirtækjanna og samtaka launamanna hafa spurt stjórnarandstöðuna um hvers vegna stjórnmálamenn geti ekki tekið höndum saman um að takast á við þann vanda sem liggur fyrir í stað þess að stunda sundrungar- og ofbeldisstjórnmál.

En í stað þess hefur forysta stjórnarandstöðunnar skipulagt endalausar staglræður um ekkert og svo bjálfaleg andsvör. Í fullkomnu ábyrgðarleysi hafa þeir hagað sér eins smákrakkar á ræðunámskeiði, sem vinna eftir forsögn. Þannig voru störf þeirra allt síðasta ár og atvinnulífið dróst saman.

Í hverri ræðunni á fætur annarri hafa þeir staglast á að þeir stæðu að „einstaklega málefnalegri umræðu.“ Og hin skipulögðu andsvör hefjast á þessum orðum; „Ég vil þakka háttvirtum þingmanni fyrir einstaklega góða og efnisríka ræðu.“

Sigmundur Davíð og Bjarni Ben virðast vera þjakaðir af einhvers konar messíasarduld, sem lýsir sér í bjargfastri trú byggðri á sannleik sem öðrum er hulinn, að þeir og enginn annar geti bjargað þjóðinni frá glötun.

Þeir hafa beitt ofbeldi til að koma í veg fyrir að mál sem þeir eru ósammála og eru í minnihluta komist í gegn. Afstaða stjórnarandstöðunnar hefur mótast af mótsagnarkenndri og oft barnalegri sjálfsupphafningu, en um leið hefur hún valdið almennum launamönnum og íslensku samfélagi ofboðslegum skaða.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stjórnmál hér á landi eru á ákaflega lágu plani, helmingurinn af þessu fólki sem þar er eru glæpamenn... kúlulánarar mútuþegar, eða þjófar+. enginn tekur ábyrgð á einu eða neinu. Ráðherraræðið hér kemur í veg fyrir að hér þrýfist eðlileg stjórnmál og lýðræði, þetta er náttúrulega ekkert annað en einræði, ráðherraeinræði. spurning um að kúka bara í kjörklefan næst!
einn reiður.

Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála þér, Guðmundur. Það er einhver ömurlegasta skrumskæling á lýðræði og þingræði sem sést hefur í Evrópu, a.m.k., hvernig þessir pörupiltar hafa hagað sér til þess eins að valda þingi og þjóð sem mestum skaða og í þeim tilgangi einum, að koma sér og sínum aftur í valdastóla, svo hægt sé að halda áfram þeim skipulagða þjófnaði, sem framsókn og íhald stóðu að í 12 ár samfleytt og rúðu þessa litlu þjóð inn að skinni. Verstur fjárinn að 45% þjóðarinnar lýsir sig í skoðana könnunum tilbúna til að kjósa þessa bölvuðu flokka.

Nafnlaus sagði...

Nei, Guðmundur Gunnarsson. Sigmundur og Bjarni Ben hafa engan messíasarkomplex. Þeir voru sendir á þing til að gæta hagsmuna spillingarafla og klíkusamtaka, sem komu þjóðinni í skuldaklafann sem fylgja mun mörgum kynslóðum. Og þeir eru mjög iðnir, líklega hefur þeim verið lofaður góður bónus. Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

100% rétt.
Spinmundur "eignar sér heiðurinn" Davíð leikur sömu leikina aftur og aftur og spilar á óánægju fólks og þjóðerniskennd, verst er að sennilega meirihluti þjóðarinnar gleypir við þessu enda auðvelt að gagnrýna þá stjórn sem tók við (sama hvaða stjórn það var, hún hefði þurft að byrja máttlaus neðst í skíthaug og fikra sig upp)
Heldur virkilega einhver að ef Spinmundur væri í stjórn ásamt xD að staðan hér væri gerbreytt?

Nafnlaus sagði...

Þessir ríku pabbasstrákar hafa einfaldlega ekki komist uppúr sandkassanum.
Þá dreymir um að vera" konungar sandkassan"s og svífast einkis til þess að ná þeim markmiðum sínum.
Þeir gera ALLT til að fegra sig í augum kjósenda og slá SIG til riddara.
Af gæðum málflutnings þeirra er það að segja að hann segir miera um ríku pabbastrákana en pólitíska andstæðinga þeirra.
Hjörtur

Nafnlaus sagði...

Messíasarduld er of fínt orð yfir þau ósköp sem þarna er lýst. Þetta er bara einhliða valdafíkn. Stjórnarandstaðan svífst einskis og virðist jafnvel til með að fórna atvinnulífi þjóðarinnar til þess eins að komast til valda á ný.
Mattías

Nafnlaus sagði...

Þetta eru ekki sandkassaleikir. Er meira og mera að sannfærast að þetta sé viljandi gert, til að valda sem mestum skaða. Þessir menn (og spottatogari þeirra í Hádegismóum) hafa enga áhuga á endurreisn Íslands, það eins sem þeir taka mið af er að halda þeim völdum sem þeir hafa í íslensku samfélagi, þrátt fyrri þetta litla "bakslag" sem hrunið var. Markmiðið með IceSave gíslingunni er þá þríþætt.
1. Koma ábyrgðinn í hugum (misgáfaðs) almennings á Icesave klúðrinu af Sjálfstæðismönnum yfir á núverandi stjórnarflokka.
2. Viðhalda efnahagslegri óvissu, og þar með halda uppi vöxtum og genginu áfram í lágmarki,til að sami almenningur upplifi afleiðingar hrunsin sem sök núverandi ríkisstjórnar.
3. Ala á þjóðrembu og andúð á Evrópuþjóðum til að hindra það að Íslendingar gangi í ESB.

Og það sárgrætilegast er að þetta virðist vera að takast á öllum vígstöðum. Enda að baki þessum "pabbdrengjum" margreyndir valdabröltarar sem hafa haft íslenskan almenning sem "sínu hjörð" til að rýja, og gera allt til að halda þeirra aðstöðu áfram.

ekkinn

Nafnlaus sagði...

Jæja Guðmundur, ekki get ég verið þér sammála um það hvernig við matreiðum réttlætið. Þó hér hafi jákór manna tekið undir flest það sem þú segir. Íslenskur almenningur er færður sem fórn í þessari baráttu Þórólfs Matthíassonar fyrir sínum sjónarmiðum. Um það á umræðan að snúast en ekki hvort hann hafi rétt fyrir sér eða ekki.

Þjóð í vörn á ekki að afhenda þeim sem að henni sækja bestu spilin.
Ef ég sem skattgreiðandi sit uppi með tjónið vegna útspils Þórólfs, þá er það í mínum huga skaði en ekkert réttlætismál. Ég stofnaði ekki til þeirra einkaskulda sem á að gera okkur ábyrg fyrir að dómi Þórólfs.