sunnudagur, 10. apríl 2011

Fyrirsjáanleg niðurstaða

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um Icesave var alltaf fyrirsjáanleg. Engin vissi betur en forseti Íslands í sinni vinsældakeppni hver niðurstaðan yrði og undir það tóku þeir stjórnmálamenn sem ekki hafa burði til þess að taka óvinsælar ákvarðanir.

Það kom fram í forsendum Stöðugleikasáttmála og hefur margoft komið fram í ummælum forsvarsmanna fyrirtækja hvaða þær afleiðingar höfnun Icesave samnings muni hafa á vinnumarkaðinn, forsendum fyrir launahækkunum og neikvæðri stöðu til þess að vinna á hinu mikla atvinnuleysi.

Nú liggur þessi niðurstaða fyrir og fram eru kominn fyrirsjáanleg harkaleg viðbrögð viðsemjenda Íslands í Icesave, þeir ætla með málið fyrir dómstóla sem reyndar var eitt af aðalrökum Nei sinna að þei myndu ekki þora og við þyrftum ekki að borga neitt. Vitanlega verðum við að taka því sem að höndum ber og reyna að vinna úr enn erfiðari stöðu sem við sjálf höfum komið okkur í. Líklega verður vaxtareikningurinn margfaldur og þá duga eignir Landsbankans hvergi, því dómstóllinn mun ákveða þá vexti sem eru ráðandi á markaði.

Sé litið til ummæla sem fram hafa komið hjá forsvarsmönnum fyrirtækja þá eru möguleikar á langtímakjarasamning og þá um leið sérstakri hækkun lægstu launa komin út af samningaborðinu í Karphúsinu. Í viðtölum í Karphúsinu hefur komið fram að við þessar aðstæður treysti fyrirtækin sér ekki til þess að gera langtímaspár og sjái ekki forsendur til þess að standa undir launakostnaðarauka. Þá mun reyna aftur á kjósendur þegar enn slakari kjarasamningar verða bornir undir launamenn.

Það hefði verið ábyrgðarleysi af mér að benda ekki á þessi ummæli gagnaðila launamanna við samningaborðið. Ef þessar spár rætast, samfara þeirri staðreynd að mér var kunnugt um þessa afstöðu fyrirtækjanna, og hagfræðingar stéttarfélaganna séu henni sammála, hefði ég verið skammaður fyrir að hafa ekki vakið athygli á hugsanlegum afleiðingum þess fyrir launamenn að hafna Icesave samning.

Þetta er staðan í dag og við verðum að horfast í augu við hana og þá sérstaklega þeir sem sögðu Nei.

6 ummæli:

Alfreð Jónsson sagði...

Þetta er ótrúleg niðurstaða! Íslendingar eru algerir fábjánar upp til hópa.

Þeir sem sögðu nei eru annað hvort nytsamir fábjánar fyrir vagni náhirðarinnar eða beinlínis illviljaðir skíthælar.

Þeir kusu yfir sig óöld!!! Meiri helvítis fíflin á þessu skítalandi alltaf hreint. Aldrei hægt að taka efnislega ástæðu til neins, bara þjösnast áfram af sömu djöfuls afdalaheimskunni eins og venjulega.

Nú ætla ég að spá fyrir Íslandi, við verðum dæmdir til að borga allt til baka með 10% prósent vöxtum og vaxtavöxtum, tryggingar umfram 20.000 evrur á bankareikningum Íslendinga verða dæmdar ólöglegar sem þýðir að fjöldi manns tapar stórfé á Íslandi, kostnaðurinn vegna málaferlana verður gríðarlegur, ekki mun fást nein fjármögnun til neins vegna þess að við borgum ekki, AGS skrúfar fyrir fyrirgreiðslu, Norðurlöndin skrúfa fyrir fyrirgreiðslu, við verðum fyrir gríðarlegu tjóni vegna þess að orðspor okkar er ónýtt og það mun taka áratugi að lappa upp á það. Búðarháls er fyrir bí, Helguvík er fyrir bí gjaldeyrishöftin eru komin til að vera. Til hamingju hálfvitar nú komumst við að því hvort hægt er að lifa á fjallagrösum og hrútspungum einum saman.

Við verðum leiguliðar hjá lánadrottnunum í áratugi vegna þess að stór hluti okkar er svo barnalegur að halda að það dugi að segja bara nei nógu oft þá gefist lánadrottnar okkar upp.

Við munum þurfa að borga fyrir þetta rugl í mörg herrans ár. En þetta lið mun vera fyrst allra upp á afturlappirnar yfir því að ekki sé hægt að reka menntakerfi, heilbrigðiskerfi og félagslegt kerfi því allt fé fer í nýju ofurIcesave skuldbindingarnar.

En helvítis fíflin munu þrugla um að þetta allt sé Jóhönnu Sigurðar og Steingrími J að kenna þótt að þeir hafi sjálfir séð um það að koma okkur í þennan fúla pytt.

Mikil er ógæfa okkar hinna að þurfa að dragnast með aðrar eins mannleysur og úrhrök og þetta lið.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur ég held að flestir hafi náð þessum skilaboðum frá ykkur sem eruð í forystu launþegasambandanna og vinnuveitenda en samt sögðu langflestir nei, hvað lestu í þau skilaboð?

mbk
Ólafur

Guðmundur sagði...

Sæll Ólafur ég les ekkert í þau annað en það sem fram kemur í pistlinum. Það mun svo koma í ljós næstu daga hvernig málin þróast.

Ég hef oft fengið aths frá ritsóðum, sem ekki hafa verið hafa verið birt, en það sem sent hefur verið hingað í dag er það ógeðfelldasta af öllu sem ég hef séð hingað til og það er vitanlega ekki birt.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, af hverju geturðu ekki verið meira eins og Sigmundur Pollýanna Davíð. Þú ert að tala niður Ísland maður. Allt lagast ef þú bara talar jákvætt, hókuspókus. Það er ekki til neitt neikvætt. Ef þú talar jákvætt um Icesave þá hverfur það og alþjóðafjármálakerfi heimsins mun elska okkur! Þú getur ekki tapað með jákvæðni sigmundar að leiðarljósi! Að viðurkenna tilvist neikvæðra hluta er vont... og neikvætt.. við skulum ekki tala um það, þá er maður neikvæður og vondur fyrir þjóðina. Gerðu Sigmund Davíð að leiðtoga lífs þíns og við komumst út úr kreppunni!

Kv. Herra Kaldhæðinn

Nafnlaus sagði...

Ég er innilega sammála Alfreði sem skrifar hér fyrstu athugasemd.

Niðurstaðan er því miður merki um ævintýralega heimsku, sem er afurð bjánalegs stolts og hagræðingu á sannleikanum.

Við þurfum að vera mjög heppin og upp á aumingjagæsku nágranna okkar komin til að finna ekki virkilega mikið fyrir afleiðingum synjunar.

Í raun er aðeins tvennt að velja núna:
1) Eimskip
2) Samskip

kv,
Heywood Jablome

Nafnlaus sagði...

Frábær grein Menn eru byrjaðir að níða niður þá erlenda sérfræðinga sem gagnrýna og vara við alvarlegum afleiðingum niðurstöðu kosninganna.