föstudagur, 15. apríl 2011

SA slítur viðræðum

Nú kl. 18:45 sleit SA viðræðum um 3ja ára samning á þeim forsendum að ekki hefði náðst samstaða um sjávarútvegsmál.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki óhætt að senda boltann yfir á samfylkinguna? Sá flokkur hefur í fjögur ár setið við stjórnvölin á Íslandi, boðað breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Síðan þegar tækifæri gefst, þá er flokkurinn ekki tilbúinn með tillögur!!! Ef þetta kallast ekki að vera tekinn í bólinu, þá er slík viðhöfn ekki til.

Pétur Maack sagði...

Það er alveg rétt hjá nafnlausum að Samfylkingin hefur ekki staðið við loforð um breytingar á fiskveiðistjórnun.
Það kemur þessum kjaraviðræðum hins vegar ekkert við. SA er tól í höndum LÍÚ og ASÍ lætur sér vel líka að vera í hlutverki gísls.
Þetta eru kjarasamningar á milli fulltrúa einkafyrirtækja og samtaka starfsmanna þeirra. Að láta þá stranda á einhverju sem skuli koma frá ríkinu er della.

Guðmundur sagði...

Bara svona til þess að halda því til haga að ASÍ hefur alla tíð algjörlega hafnað því að vera aðili að þessari deilu milli LÍÚ/SA og ríkisstjórnar. Bendi á fréttir af því eins pistla um þetta efni hér á þessari síðu t.d. í febrúar.

Nafnlaus sagði...

Eina sem kom frá Jóhönnu og þessarri blessaðri brauðfótsrikisstjórn á ögur stundu er einhver blaðsnepill sem segir að stefnt sé að því að gera eitthað og leggja fram frummvarp eftir mánuð? Svo eru menn hissa að þetta hafi allt farið í steik ?

Nafnlaus sagði...

Í heimi alþjóðlegrar samkeppni er spurning um stöðu Íslands.

Ónýtur gjadmiðil, háir vextir, óvissa á ótal sviðum, tvöfalt húsnæðisverð miðað við Evrulönd, vegna vísitölöu og vaxta á Íslandi.

Er það framtíð unga fólksins - eins og fortiðarinnar?

Þrælar króunnar í 30 ár?

Glæst framtð,,,,

Er Ísland - land vaxandi ólgu og öfga, í stjórnmálum og efnahagsmálum.

Hvernig endar það?

Er nýtt hrun framundan?

Hvar eru hinir alvöru foringjar Islands - nútmans - eins og Gandhi og Mandela - annarra landa þar sem hagsmunir almennings/fólksins voru í fyrsta sæti,,,,,

Hvert vill Ísland stefna?

Hver er framtíðin?

Nafnlaus sagði...

Síðan hvenar er stjórn fiskveiða ákveðin í karphúsinu

Nafnlaus sagði...

nafnlaus er kokhraustur hér, það er siður þeirra sem þora ekki að koma fram undir nafni.
Það hefur legið fyrir allann tíman að ríkisstjórnin semur ekki við SA um lagafrumvörp
Hvar er nú sjálfstæði atvinnurekenda sem allt þyljast geta bara ef stjórnvöld eru ekki að skipta sér of mikið af þeim? Nú er ekkert hægt að gera nema stjórnvöld geri þetta og geri hitt.
Þetta er barátta um völd í þessu landi. Ég heiti á þig Guðmundur að gefast ekki upp fyrir LÍÚ klíkunni, kolkrabbanum í sinni endurreysn
Kristján Elís

Unknown sagði...

Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna ASÍ virðist ætla að sætta sig við bráðabirgðasamning til jafnvel aðeins tveggja mánaða á þeirri forsendu að SA er að þjarma að ríkisstjórninni um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi í öllum meginatriðum? Þú segir Guðmundur að ASÍ hafi ákveðið að blandast ekki inn í þessa deilu en það er nú ekki hjá því komist þegar SA fer fram með þessum hætti. Það hlýtur líka að vera hagsmunamál alls almennings í landinu og þá félagsmanna ASÍ að réttlátt fyrirkomulag komist á í sjávarútvegsmálum og ótrúverðugt að þið sitjið bara hjá. Tími hinna huggulegu vöffluboða er liðinn. Nú þarf kjarkmikla verkalýðsforystu.