mánudagur, 11. júlí 2011

Baráttan fyrir efnahagslegu fullveldi

Íslendingar náðu fullveldi sínu 1. des. 1918 og hafa stoltir haldið þar til farið var inn á braut takmarkalaus frelsis og fjárglæframönnum sleppt lausum. Hraðatakmarkanir fjarlægðar og dregið úr eftirliti. Viðhorf heimtufrekju og siðlausra tóku völd, þeir sem minna mega sín dæmdir til þess að verða undir.

Efnahagslegt fullveldi Íslands glataðist og vinaþjóðir settu þau skilyrði að sett yrði sérstök vakt á íslenska stjórnmálamenn, ef þær ættu að koma að því að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti. Það var ítrekað búið að vara þáverandi ríkisstjórn og stjórn Seðlabanka, en á árangurs.

Krónan var orðin liðlega 20% of hátt skráð og erlendur gjaldeyrir á útsölu, ástand sem var skapað með ótakmörkuðu erlendum lánsfé, sem svo var ekki skilað. Erlendir bankar töpuðu um 8 þús. MIA á Íslandi. Sumir vilja miða við þetta falsaða gengi krónunnar eins og það var í ársbyrjun 2008 og ríghalda í það í allri sinni samanburðartækni. En um leið eru þeir að upplýsa okkur um hversu mikið fals og ómerkilegur málflutningur þessara manna er. Þeim sem til þekkja telja eðlilegt að miða við stöðuna áramótin 2005 og 06. það heufr komið fram hjá öllum viðurkenndum hagfræðingum að allt sem gerðist eftir það var ekkert annað en innistæðulaus loftbóla.

Braskarar græddu milljarða á braski með krónuna og voru tilnefndir til verðlauna sem hið íslenska efnahagsundur. Þeir sem ekki skildu þessa snilli áttu að fara á endurhæfingarnámskeið að kröfu þáverandi ráðherra. Þáverandi stjórn Seðlabanka, sem hafði að uppistöðu mótað þessa helstefnu hagkerfisins, keyrði bankann í þrot og íslenskt efnahagslíf hrundi með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning.

Umtalsverður meirihluti viðskipta okkar fer fram í Evrum, gengisáhætta íslendinga minnkar við upptöku evru, og losar okkur undan því að viðhalda stórum gjaldeyrisvarasjóðum til þess að verja krónuna með ærnum tilkostnaði, eða um 2% aukavaxtakostnaði og kallar á verðtryggingarákvæði með einhverjum hætti á langtímalán. Áhættuálag Íslands lækkar töluvert. Það munar gríðarlega mikið um hvert prósentustig í vöxtum, vegna hinna svimandi háu skulda okkar. Hvert prósentustig lækkar vaxtagreiðslur íslenska hagkerfisins um nokkra milljarða.

Krónan hefur leitt til þess að hér á landi hafa stjórnvöld ekki tileinkað sér þann aga og stefnufestu sem þarf að ríkja við efnahagsstjórn. Ef búa á við krónuna áfram og ná ásættanlegum stöðugleika, þarf að taka upp mun harkalegri og agaðri efnahagsstjórn en tíðkast hefur hingað til, mun harkalegri ef gengið væri í ESB og evran tekin upp.

Hér tíðkast ákvarðanir sem miða við misseri á meðan þau lönd sem búa við stöðugleika gera áætlanir til áratuga, atvinnuleysi myndi aukast, hlutfall láglaunastarfa aukast og það mun leiða til enn frekari brottflutning velmenntaðs ungs fólks.

Ástand krónunnar hefur leitt til þess að sparnaður og aðgát í fjármálum er íslendingum ekki eðlislægt. Tapaður-er-geymdur-eyrir-viðhorfið. Fjármálalæsi íslendinga lítið og verður þannig á meðan við búum við örgjaldmiðil. Danir eru greiða aukalega 1 – 1,5% hærri vexti fyrir það að vera með danska krónu í stað evru. Fyrir greiðum við um 3,5% aukalega í hærri vöxtum á meðan við höldum krónunni.

Störf hafa verið send úr landi til svæða þar sem launakjör eru lág. Félagsleg niðurboð leysa engan vanda, þau leiða einungis til þess að lélegur aðbúnaður þeirra sem verst hafa það verður enn lakari. Ísland getur ekki keppt við láglaunasvæðin og með einangrunarstefnu er Íslandi stefnt í neðri deild og þar erum við með fyrirfram tapa stöðu í samkeppni við samfélög með milljarða íbúa.

Ísland á að leggja allt kapp á að bæta menntun vinnumarkaðsins og viðhalda stöðu okkar til þess að keppa áfram í efstu deild. Við þurfum að skapa um 20 þús. störf hér á landi á næstu árum, þau störf verða einungis til á almennum vinnumarkaði og þá helst í tæknifyrirtækjum. ekki í sjávarútvegi eða landbúnaði.

Tæknifyrirtæki okkar(sem hafa skapað flest ný vellaunuð störf á undanförnum árum, á meðan þeim hfur fækkað í sjávarútvegi og landbúnaði) hafa margoft látið koma fram að aðild að myntsamstarfi við Evruna muni draga úr kostnaði félaganna við að verja sig gagnvart hinum gríðarlegu miklu gengissveiflum krónunnar. Þetta snertir ekki síður stöðu launamanna. Kjarasamningar myndu þá halda í stað þess að falla í hvert skipti sem íslensk stjórnvöld grípa til gengisfellinga og flytja kostnað yfir á launamenn með því að lækka laun í landinu. Auk þess að skuldastaða heimila og fyrirtækja tekur stökkbreytingum.

Fjárfestingar í atvinnulífi hafa fallið og eru um 13% af vergri landsframleiðslu og eru innan við 200 MIA. Stjórnvöld verða að tryggja að lágmarksfjárfestingar í atvinnulífi verði 280 MIA árið árinu 2011, 345 MIA á árinu 2012 og 365 MIA á árinu 2013. Fjárfesting fari þá upp í 21% af vergri landsframleiðslu sem er lágmark fyrir viðunandi hagvexti.

Hagvöxtur er eina leiðin úr þeirri stöðu sem Ísland er í. Ef það tekst að ná 2% árlegum hagvexti til ársins 2020, verða lífskjör orðin svipuð og þau voru 2008. En atvinnuleysi verður enn svipað og það er nú og velferðarkerfið verður umtalsvert laskað.

Ef hagvöxtur verður 3,5% fram til 2020 verða lífskjör svipuð og 2008, en atvinnuleysi verður um það bil helmingi minna en það er í dag, eða um 5%, sem er samt töluvert lakara en það var 2008 og verðferðarkerfið verður í sömu stöðu og það er í dag. Það þarf 5% hagvöxt til ársins 2020 til þess að losna við atvinnuleysið bæta lífskjör og ná velferðakerfinu úr því falli sem það hefur verið undanfarin 2 ár.

Ef það á að takast verðum við að auka traust á íslensku samfélagi, og ekki síður meðal okkur sjálfra og það verður ekki gert í sama umhverfi og áður, sem hefur með um eins áratug millibili leitt yfir okkur efnahagslegt hrun.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sá aukakostnaður sem hlýst af upptöku Evru er að vinnumarkaðurinn verður þá hið efnahagslega sveiflujöfnunartæki í stað krónunnar nú.

Þetta þýðir á mannamáli að hér þarf alltaf að vera umtalsvert atvinnuleysi til að viðhalda stöðugleika.

Vegna sterkrar myntar, Evrunnar, munu markaðir tapast til lágmyntasvæða vegna þess að vörur framleiddar hér verða dýrari sökum Evrunnar.

Þessi staða getur því einungis leitt til viðvarandi hás atvinnuleysis með tilheyrandi félagslegum kostnaði fyrir samfélagið.

Þetta sýnir bara að þá að við fáum eitthvað t.d. Evru og stöðugleika, þá missum við annað í staðinn, t.d. markaði sem leiða mun til atvinnuleysis.

Eða eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sagði, summa allra lasta er fasti, svo að beitt sé líkingamáli úr hagfræðinni.

M.ö.o. þó að Evra leysi ýmis efnahagslega lesti, þá verða bara aðrir efnahagslegir lestir til í staðinn.

Guðmundur sagði...

Það er ein vitlausasta og ofnotaðasta bágbilja að vinumarkaðurinn verði að hinu sveiflujafnandi tæki ef Evran verði tekin upp og atvinnuleysi stóraukist. Það eru engin haldbær rök fyrir þessari fullyrðingu, ekki nein.

Atvinnuleysi í dag og hefur verið undanfarið mest í Islandi af nágrannalöndum okkar. Það er út í hött að bera Ísland við lönd sem eru með allt öðru vísi aðstæður en hér eru. Það gerir enginn sem vill láta taka mark á sér.

Krónan er og hefur verið mesti óvinur íslenskra launamanna, þessu er lýst skilmerkilega í pistlinum og hefur verið reyndar verið gert reglulega hér á þessari síðu.

Hún er óskatæki sérhyggjunnar sem vill tryggja sér áfram þá stöðu að geta fært efnahagsvanda yfir á launamenn með því að fella krónuna og standa að gríðarlegri eignatilfrslu frá almenning til hinna fáu (valdaklíkunnar).

Krónan leiðir til þess að þeir sem stjórna efnahagslífinu hafa ekki þurft að setja sér aga við stjórn efnahagsmála, þeirra hagur er hinn andstæði.

Það er einungis eitt sem getur leitt til þess að háfyrirtæki komi sér fyrir hér á landi það er að ganga inn í ESB. Þetta hafa allir forsvarsmenn tæknifyrirtækjanna sagt í fjölmiðlum.

Þeir eru í dag með fyrirtæki sem eru innan ESB svæðisins og það eru þau ssem eru að stækka og þaru eru um 4.000 störf sem væri hægt að flytja heim með stuttum fyrirvara ef við göngum í ESB, þetta hefur ítrekað komið fram í ummælum forsvarsmanna hátæknifyrirtækjannna.

Engin fjölgun starf hefur átt sér strað í grunnatvinnuvegunum í sjávarútvegi og landbúnaði, forsvarsmenn þessara atvinnugreina nýta sér svona fullyrðingar auk þess að við séum að ganga í einhvern her, sem ekk er til og fleira í þeim dúr. Þeir vilja við halda átthagafjötrum og hjúalögum hér á landi, það er jú það umhverfi sem krónan skapar okkur.

Við getum ekki gert það sama og íbúar nágrannalanda okkar selt okkar eignir og flutt okkur um set.

Nafnlaus sagði...

Ég held að traust á íslensku efnahagslífi verði fyrst komið á þegar við erum komin með fullkomlega starfandi efnahagslíf.

Fullkomlega starfandi efnahagslíf höfum við fyrst í þessu landi þegar STOPP stjórninni hefur verið komið frá völdum.

Guðbjörn Guðbjörnsson