föstudagur, 1. júlí 2011

Björk með glæsilega tónleika

Björk var með opnunartónleika á listahátíð Manchester í gærkvöldi. Er hér með 24 manna kór skipaðan íslenskum stúlkum og notar einnig sérsmíðuð hljóðfæri. Tónleikarnir eru óður til náttúrunnar og eru haldnir í húsi sem áður hýsti grænmetismarkað. Öll blöð hér eru full af lofi.

5 ummæli:

Haukur Kristinsson sagði...

Mikið er gaman að heyra þetta. Hún og "meðleikarar" endurreisa orðstír landsins.

Björk er frábær.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju. Hún er frábær listamaður.

Nafnlaus sagði...

Björk er flottur listamaður !

ingibjörg Ingadóttir sagði...

Frábært hjá töfrakonunni dóttur þinni. Hún vinnur sigra, ýtir um leið við úrillum landanum og gefur okkur orku og von.

Haukur Kristinsson sagði...

Vá, er Björk dóttir Guðmundar Gunnarssonar, sem á þessa síðu?

Þetta vissi ég ekki.