fimmtudagur, 12. janúar 2012

Fanný og Alexander

Sá Fanný og Alexander í gærkvöld í Borgarleikhúsinu. Þetta verk fjallar um hina fjölmennu og samhentu Ekdahl fjölskyldu. Alexander og systir hans Fanný búa hamingjusöm á ástríku heimili, en faðir þeirra deyr skyndilega.

Móðirin giftist þá biskupi, heimili hans er algjör andstaða því áhyggju- og agaleysi var í veröld Ekdahlanna, biskupinn leysi stjórnar heimili sínu með hörku og aga. Biskupinn beitir miskunnarlausri grimmd í að brjóta þau á baka aftur. Seinni hluti leikverksins snýst baráttu fjölskyldunnar við að ná þeim úr þessum aðstæðum.

Búningahönnun Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur er frábær og eins leikmynd Vytautas Narbutas er glæsileg, lýsing Björns Bergsteins virkilega góð. Töluvert er sungið í sýningunni og tónlistarstjórn er í öruggum höndum Jóhanns G. Jóhanssonar. Stefán Baldursson leikstjóri heldur vel utan um 20 manna leikhóp.

Sýningin er glæsileg, vel unnin og stílhrein. Góð nýting á hringsviðinu tryggir mjög gott rennsli þó atriðin séu fjölmörg.

En mér fannst sýningin alltof flöt, ekki nýtt nægilega vel þau tækifæri sem bjóðast í leikritinu að byggja upp ris og átök. Jóhann Sigurðsson reif mann reyndar upp nokkrum sinnum með fantagóðum rispum.

Engin ummæli: