Hér er grein sem ég skrifaði nú um hátíðarnar sem birtist í norsku tímariti um áramótin og var birt á Já Ísland í gær.
Hvers vegna launamenn vilja losna við krónuna?
Margir af norskum kunningjum mínum spurst fyrir um hvað liggi helst að baki áhuga íslendinga á því að ganga inn í ESB. Ég ætla hér að fara yfir helstu atriði sem rædd hafa verið innan íslenskrar verkalýðshreyfingar undanfarin misseri.
Því er ákveðið haldið að almenning á Íslandi að krónan sé bjarghringur Íslands af tilteknum hópi fólks. Krónan er góð fyrir skuldlaust efnafólk og það er einmitt það fólk sem stendur hvað ákafast gegn breytingum hér á Íslandi. Í reglulegum gengisfellingum krónunnar verður þessi hluti þjóðarinnar sífellt ríkari með stórkostlegum eignatilfærslum innan íslensks samfélags.
Í umræðum þessa fólks um stöðuna er talað eins og líf hafi byrjað á Íslandi í október 2008 eftir algjört kerfishrun og 50% gengisfellingu krónunnar með öll mælitæki núllstillt. Öll tiltæk ráð eru nýtt til þess að halda í gjaldmiðil sem valdhafar geta gengisfellt til að leiðrétta efnahagsleg mistök með því að færa hluta að launum verkafólks til sín.
Fjöldi er hins vegar annarrar skoðunar og bendir á hversu stóran þátt krónan átti í þeim hamförunum sem skullu á landinu haustið 2008. Þá tapaði fjórðungur íslenskra heimila öllu og þau standa auk þess frammi fyrir ókleifu skuldafjalli. Kaupmáttur féll þá um 20% og atvinnuleysi nær þrefaldaðist. Hvers vegna stendur íslenskur almenningur mun verr eftir efnahagshrunið en t.d. almenningur í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og jafnvel Írlandi? Þar bjó fólk við gjaldmiðil sem bauð ekki upp sömu geggjun og íslenska örmyntin gerir í ógnarlitlu hagkerfi.
Íslenskir launamenn búa við sveiflukenndan örgjaldmiðil sem hefur valdið því að síðan 1980 hafa að jafnaði farið um 12% af launum í að greiða vaxtamun milli Íslands og ESB, sem veldur hærra vöruverði og meiri húsnæðiskostnaði. Heildarkostnaður heimila launamanna á Íslandi af krónunni á þessum tíma samsvarar því að 30% af tekjum heimilanna.
Þetta ástand verja fyrirtækin í útflutningi af öllum mætti, þau vilja geta selt sína vöru í erlendum myntum, en greitt launamönnum í íslenskri krónu. Öll stærstu fyrirtæki Íslands gera upp í evrum eða dollurum, rekstrarkostnaður krónunnar lendir þar af leiðandi á minni fyrirtækjum og launamönnum.
Íslenska krónan er svæsnasti óvinur íslensks launafólks og veikindi hennar nærast á lækkuðum kaupmætti fólksins. Fjórða árið í röð verður fólk að spara við sig og það er í vaxandi mæli óánægðara með afkomu sína. Sífellt fleiri verða að spara við sig í nauðsynjum, auk þess eru sett ný þjónustugjöld í skólum og aðkomugjöld að í heilbrigðisþjónustu.
Það er búið að þrengja mikið að ráðstöfunartekjum venjulegs launafólks þegar það er farið að spara við sig í lyfjakaupum. Í dag hafa um 6.500 manns flutt frá Íslandi til Noregs, það er ekki atvinnulausa fólkið sem er að flytja heldur er það vel menntað ungt fólk sem sættir sig ekki við aðstæðurnar.
Það er svo annað mál að langtímahorfur íslendinga í samanburði við margar aðrar þjóðir eru góðar. Þær eiga við að etja skuldavanda, ellilífeyrisvanda og skort á auðlindum. Endurnýjanleg orka er eftirsóttasta vara sem til er. Náttúruauðlindir hafa ekki endilega verið ávísun á ríkidæmi og velgegni. Þar má benda á Argentínu og Nígeríu. Í þessu sambandi má einnig bera saman hvernig Noregur nýtti sínar auðlindir í samanburði við Bretland.
Við erum að missa hæfileikafólk úr landi og með verðmæta þekkingu. Í jafnfámennu landi og Ísland er þetta dýrt því þetta veldur því að í mörgum tilfellum er ekki hæfasta fólki að störfum við hin erfiðu verkefni sem við verðum að leysa til þess að komast upp úr hjólförnum.
Afleiðing þessa er kyrrstaða og það verður sífellt lengra í að okkur takist að ná stöðugleika í efnahags- og gjaldmiðilsmálum. Öll helstu fyrirtæki landsins hafa hafnað krónunni og hún er líka ástæða þess að þekkingar- og hátækniiðnaðurinn er ekki með Ísland inn á blaðinu sem fjárfestingarkost. Sakir þess að eru hverfandi líkur á því að það takist að fjölga störfum á Íslandi í því magni sem þarf til þess að komast upp út úr viðjum Hrunsins.
Hagvöxtur verður að aukast og vera a.m.k. 3,5% næstu árin. Skapa þarf 20 þús. ný störf eigi að ná atvinnuleysinu niður. Það er talin borin von að það takist með lokað hagkerfi. Erlendir fjárfestar fara ekki með fjármuni inn í hagkerfi þar sem ekki er hægt að ná arðinum tilbaka.
4 ummæli:
Hvernig förum við að því að losna við krónuna?
Það ræðst af því hvort við göngum í ESB og taka upp Evru eða ekki.
Ef við ákveðum að gera það ekki þá þarf að taka upp mun ákveðnari efnahagsstjórn og fast tengja krónuna við einhvern gjaldmiðil, en sú leið væri mun dýrari en að taka upp Evru, við munum þá þurfa að halda upp mjög stórum gjaldeyrisvarasjóð og fleira
Þarf sem sagt ekki ákveðna efnahagsstjórn og/eða gjaldeyrisvarasjóð, ef gengið er í Evruna og tekið upp ESB?
Er það kanske málið, að hér hefði þurft að vera efnahagsstjórn undanfarna áratugi(t.d. með afnámi verðtryggingar) og síðan til framtíðar?
Þetta er nú útúrsnúningur, eiginlega ekki svara verður.
Vitanlega þarf ákveðna efnahagsstjórn til þess að uppfylla þau skilyrði sem sett eru.
En það þarf mun harkalegri fnahagsstjórn ef ekki er bakhjarl eins og sameiginlegur Seðlabanki ESB. Það kostar borgara viðkomandi ríkis aukavaxtakostnað.
T.d. hefur verið fjallað um kostnað Íslands af þeim gjaldeyrisvarasjóð sem við höfum undanfarna daga.
Verðtrygging er rangnefni á greiðsludreifingu á okurvöxtum sem eru óhjákvæmilegir í ríki sem býr við óstöðugt efnhagskerfi.
Um þetta allt hefur verið fjallað ítarlega í pistlum á þessari síðu
Skrifa ummæli