Það stefnir
í að við séum að ná því marki að þjóðin fái í fyrsta skipti að kjósa um stjórnarskrá
sem hún semur sjálf. Hún hefur búið við stutta þýðingu á aldagamalli danskri stjórnarskrá. Danir eru búnir að stórbæta sína og búa við mun meira lýðræði en við.
Þeir sem sátu heima dæmdu sjálfan sig úr leik og létu aðra
um að taka afstöðu. Það er lýðræði. Íslenskt samfélag er í dag flokksveldi ekki
lýðveldi. Það endurspeglast ákaflega vel í þeirri túlkun sem andstæðingar þjóðfélagsumbóta viðhafa um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar, þar sem þeir eigna sér atkvæði þeirra sem ekki mættu á kjörstað. Það tíðkast hvergi í lýðræðislegum samfélögum, nema á Íslandi.
Í þessu sambandi má benda á hvernig þessir hinir sömu túlka niðurstöður skoðanakannanna, það er að Sjálfstæðisflokkur sé í stórsókn og sé með um 36% fylgi. Í en þessum skoðanakönnunum hefur verið áberandi að um helmingur neitar að svara eða segist ekki ætla að kjósa í næstu kosningum. Samkvæmt þeirri túlkun sem sumir vilja viðhafa í dag þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið fyrir gríðarlegu fylgishruni og er einungis með um 18% fylgi í dag.
Í þessu sambandi má benda á hvernig þessir hinir sömu túlka niðurstöður skoðanakannanna, það er að Sjálfstæðisflokkur sé í stórsókn og sé með um 36% fylgi. Í en þessum skoðanakönnunum hefur verið áberandi að um helmingur neitar að svara eða segist ekki ætla að kjósa í næstu kosningum. Samkvæmt þeirri túlkun sem sumir vilja viðhafa í dag þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið fyrir gríðarlegu fylgishruni og er einungis með um 18% fylgi í dag.
Þjóðin
kom saman og hélt 1.000 manna fund og setti saman ramma um nýja stjórnarskrá,
þar kom fram eindreginn vilji þjóðarinnar að fá nýja stjórnarskrá.
85.000
manns mættu síðan á kjörstað og valdi úr 530 manna hópi 25 einstaklinga til
þess að fylla út þennan ramma. Undanfarið ár hefur farið fram umræða um tillögu
Stjórnlagaráðs.
Niðurstaða
þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýnir svo ekki sé um villst að þjóðin vill brjóta af
sér flokksveldi og fá lýðveldi.
Stjórnarskrá
er málamiðlun og hún verður aldrei eins og allri vilja hafa hana. Stjórnlagaráð
vann fyrir opnum tjöldum og hleypti þjóðinni inn á sína fundi. Lýðræðisleg og
málefnaleg niðurstaða náðist.
Þessi
vinnubrögð hafa vakið heimsathygli, hingað hafa streymt fjöldi erlendra
fréttamanna til þess að fylgjast með þeim lýðræðislegu umbótum sem íslenska
þjóðin vill fá.
Alþingi
á ekki að setja sjálfu sér leikreglur. Þjóðin vill halda því valdi hjá sér. Alþingismenn
hafa gengið fram af þjóðinni í orðsins fyllstu merkingu með sínum átakavinnubrögðum.
Alþingi íslendinga hefur verið nýtt til þess að fáir nái að skara að sér gæðum.
Í dag býðst
Alþingi einstakt tækifæri til þess að fara að vilja þjóðarinnar og ná tilbaka
einhverju af glataðri virðingu og trausti. Leiknum er ekki lokið, næstu mánuði mun fara fram úrslitaorrustan um hvort það takist að brjóta flokksveldið á bak aftur.
5 ummæli:
Þvílík della. Lítill áhugi á bæði kosningum til Stjórnlagaþings og um tillögurnar, sýnir svo að ekki verði um villst að þið sem hæst hafið eruð ekkert nema hávær minnihluti.
Það sem kæmi mest á óvart væri ef sjallar og framsókn reyndu ekki að stoppa málið þegar þeir eru komnir til valda eftir næstu kosningar. Hef ekki áhyggjur af samþykkt frumvarps á þessu þingi en það þarf enginn að segja mér að þeir hleypi því í gegn eftir kosningar....Kv Björn
Alþingismenn nú er tækifæri að lyfta áliti fólks á þessum ömurlega vinnustað ykkar, togið sjoppuna úr skítnum.kv Eiríkur
Ég minnist þess ekki að húsbóndinn í Hádegismóum hafi talað um þá sem ekki mættu á kjörstað þegar hann var ráðamaður sem stjórnarandstæðinga. Kv Tryggvi
Sjálfstæðisflokkurinn fer gegn sínum eigin kjósendum með því að viðhalda múrum EINOKUNAR um auðlindina. Kv Ólafur
Skrifa ummæli