sunnudagur, 21. október 2012

Vonin um betra samfélag að rætast


Við sem höfum alið með okkur vonina um betra samfélag vöknum glöð í dag.

66,4% vilja að tillögur  stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

81.3% vilja að náttúruauðlindir sem eru ekki í einkaeigu verði lýst þjóðareign.

76.4% vilja að aukið persónukjör við Alþingiskosningar.

57% vilja að ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá.

70,5% vilja að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.

55,6% vilja að atkvæði kjósenda alls taðar af landinu vegi jafnt. 

Frumvarp að nýrri stjórnarskrá er því nánast tilbúið í tillögum stjórnlagaráðs. Nú er að sjá hvort Alþingi hlýði kalli þjóðarinnar og klári málið fyrir Alþingiskosningar í vor þannig að hægt verði að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða þeim.

Þetta er það sem þjóðinn vill og nú er það verkefni okkar að sjá til þess að alþingismenn komist ekki hjá því að fara að vilja þjóðarinnar.

Næsta víst er hver verða viðbrögð tiltekins hluta alþingismanna, við höfum orðið ítrekað vitni af því hvaða vinnubrögð þessi hópur hefur tamið sér,  hvernig þeir hika ekki við að snúa staðreyndum á hvolf í málflutning sínum, en þjóðin hefur nú sent þeim skýr skilaboð um hvað hún vilji. Alþingismenn verða að viðurkenna þá staðreynd.

Engin ummæli: