sunnudagur, 14. október 2012

Varðhundar sérhagsmunanna


Haustið 2008 varð hér efnahagslegt hrun með víðtækum afleiðingum eins og þekkjum öll. Við okkur blasti kerfi þar átti sér stað gríðarleg misskipting í samfélaginu. Fáir höfðu komið því þannig fyrir að þeir nutu mun stærri hluta af þjóðarauðnum og höfðu dregið til sín mikil völd. Gríðarleg reiði braust út meðal þjóðarinnar og fram kom krafa um réttlátara þjóðfélag. Varðhundar sérhagsmuna hafa aðgang að gríðarlegu fjármagni og nýta þá til þess að berjast gegn öllum breytingum.

Öllum brögðum er beitt til þess að afvegaleiða umræðuna. Þetta blasir vel í í umræðunni um stjórnarskránna. Í drögum að nýrri stjórnaskrá er tekið á flestum þeim málum sem komu í ljós við Hrunið. Takið vel eftir hverjir það eru sem berjast hvað harðast gegn nýrri stjórnarskrá.

Oft fallast manni hendur vegna málflutnings þar sem hlutunum er snúið á hvolf, jafnvel hjá fólki sem er í leiðandi stöðum í samfélaginu. En ég hugga mig alltaf við þá reynslu sem ég hef haft í starfi mínu innan verkalýðshreyfingarinnar á mörgum og fjölmennum félagsfundum um allt land. Það kemur manni þægilega á óvart þegar maður fer að ræða málin við fólk. Fólk er ekki fífl. En sú umræðuhefð sem tíðkast hefur undanfarin ár, þá sérstaklega á Alþingi, leiðir til þess að fjöldinn vill ekki vera þátttakandi í skítkastinu, dregur sig til hliðar.

Áróðursmeistararnir kunna þessi brögð og nýta sér þau til fullnustu. Það þarf enginn að segja mér að forsvarmenn stórra stjórnmálflokka séu jafn víðáttuheimskir og mörg ummæli þeirra um stjórnarskránna gefa til kynna. Nei hér á ferðinni meðvituð málsmeðferð, látum helvítin sverja þetta af sér er þessi málsmeðferð kölluð. Þar verða margir ómeðvitað partur að leðjunni, og fjöldin dregur sig til hliðar, þá er tilgangi varðhunda sérhagsmunanna náð.

Sjáum til dæmis umfjöllunina um Evrópu og hvernig hún er keyrð áfram í fjölmiðlum, þar logi eldar og allt sé að hrynja, eins og skilja má á íslenskum fjölmiðlum. Tugþúsundir íslendinga fara árlega niður í Evrópu, þeir sjá ekki þessa elda og ekki heldur þessa ofboðslega vandamálaumræðu sem haldið er að okkur í fjölmiðlunum. Evrusvæðið er sterkt og í þeirri heimsálfu er mesti friður og mesta jafnræðið. ESB hefur orðið til þess að stórir hópar hafa verið að ná umtalsverðum árangri í bættum kaupmætti. Ekki er fjallað um gríðarlegan vanda BNA, þar eru nokkur ríki sem glíma við margfalt stærri skuldavanda og eru í raun gjaldþrota, á þetta er ekki minnst.

Engin ummæli: