Undanfarið ár hafa komið að máli við mig fjölmargir erlendir
þáttagerðarmenn og vilja fræðast um stöðuna hér á landi. Flestir spyrja
svipaðra spurninga og eru ákaflega forvitnir um þá þróun sem hófst með
búsáhaldabyltingunni og stefnir nú endurnýjun stjórnarskrár. Hér á eftir eru
algengustu spurningarnar og svör mín við þeim.
Fjöldi erlendra áhorenda hefur fylgst
með þróuninni á Íslandi og gerir enn. Þar er ríkjandi það viðhorf að það hafi
átt sér stað „þögul bylting fólksins“ á Íslandi, er það rétt mat?
Já það er rétt, það eru margir sem átta sig ekki á þeim miklu
átökum sem fara fram þessa dagana. Það birtist t.d. í átökum um auðlindir og
sjávarútveg, atkvæðajafnvægi og beint lýðræði, atriði sem hafa verið er helsta
bitbein í öllum samskiptum hér landi allt frá stofnun lýðveldisins, jafnvel
átakapunktar í kjarasamningum.
Hvað er það sem íslenska þjóðin
þarfnast?
Þjóðin vill ná tilbaka þeim völdum sem hafa safnast á hendur
fárra. Hér er úrelt kosningakerfi sem veldur að hér ráða ekki stjórnmálaflokkar
heldur tiltölulega fámennur hópur manna sem hafa komið sér fyrir í stjórnsýslunni
ásamt fylgiliði og þar með stöðu til þess að hygla sér og sínum völdum og
sérréttindum. Þetta hefur leitt til mikillar misskiptar á hinum miklu náttúruauðlindum
Íslands. Við Hrunið kom upp á yfirborðið mikill siðferðisbrestur og óréttlátt
skipting. Það var þetta sem olli hinni miklu reiði sem ríkt hefur. Í tillögum stjórnlagaráðs
er tekið á þessum vanda, en hefur vitanlega mætt mikilli andstöðu hjá
valdastéttinni.
Hvaða væntingar hefur þú um framtíð Íslands?
Við Hrunið haustið 2008 afhjúpaðist siðferðisleg og
hugmyndafræðileg kreppa hér á landi. Fyrir þjóðinni
opinberaðist stétt manna sem taldi sig óbundna af því að greiða til
samfélagsins. Hún hafði tæmt bankana innan frá, keypt upp fyrirtæki seldu öll
verðmæti úr þeim og komu þessu góssi undan í erlend skattaskjól. Í dag er enn við lýði stór atvinnugrein sem beitir
öllum ráðum til þess að koma sér hjá því að þurfa að skila samfélaginu
samgjörnum arði af nýtingu þeirra á þjóðarauðlindinni sem er í hafinu umhverfis
Ísland.
Það
standa yfir heiftarleg átök þó hluti almennings sé ekki ljóst um hvað þau standa
og átta sig ekki á hvar átakapunktarnir eru. Þetta er afleiðing slakra
fréttmiðla og markvissum innskotum þeirra sem hafa völdum, þar sem þeir
vísvitandi splundra umræðunni með villandi upphlaupum. Fjölmiðlar eru oft
nefndir fjórða valdið og á þjóðfundinum kom fram
glöggkrafa að tryggt yrði að sýni ábyrgð gagnvart þegnum landsins. Í drögum að nýrri
stjórnarskrá er tekið á þessu og fyrirmyndin sótt til nýlegrar endurskoðunar
hjá Svíum í þessu efni.
Hvaða minningar eru um mótmæli
almennings og þann dag þegar niðurstöður í kosningum til Stjórnlagaþings lágu
fyrir?
Í því er bæði fólgin gleði og sorg. Gleði yfir tilraun fólks til
þess að vera þátttakandi í vitrænni umræðu og þvinga fram leiðréttingu á þeirri
þróun sem hefur verið hér. Og svo hvernig það hefur opinberast hversu langt
valdhafarnir vilja ganga til þess að tryggja óbreytt ástand. Þjóðfundur og
Stjórnlagaþing fór strax í taugarnar á þeim sem hafa tekið til sín völdin í
íslensku samfélagi og vilja ekki sleppa þeim. Þeir hafa gripið til varna og í
mörgu tekist vel upp því miður.
Þátttakendur á Þjóðfundinum settu sig í mjög gjarnan spor annarra
viðmælenda á fundinum. Þar var samankominn 1000 manns þverskurður af íslensku
samfélagi allstaðar af landinu. Þetta var einstakt. Allir spurðu uppbyggilegra
spurninga og hlustuðu af athygli hver á annan. Það var fyrir mig ómetanlegt að
fá að heyra fólk ræða hugmyndir,hugsanir, lífssýn og skoðanir. Fólk fór með
bros á vör inn í framtíðina að fundinum loknum.
Sú jákvæðni, bjartsýni og samhugur sem ríkti á Þjóðfundi færðist yfir í
vinnulag Stjórnlagaráðs. Þetta eru viðhorf sem varðhundar hins gamla
Íslands þola ekki og beita öllum brögðum til þess að gera fundina tortryggilega.
Í þeirra huga er það hættulegt ef þjóðin fær að ráða miklu. Þeir segja að það
skapi of mikla óvissu í samfélaginu. Það er reyndar fín greining á þeirra eigin
afstöðu, þeim finnst það verða of mikil óvissa um hvort þeim takist að viðhalda
því kverkataki sem þeir hafa náð á íslensku samfélagi.
Hver er staða Íslands núna? Hvað
hefur verið áberandi hvað varðar inntakið í þjóðfélagsumræðunni frá Þjóðfundinum
til dagsins í dag?
Það stendur yfir heiftarleg barátta almennings við valdhafa um að
draga úr því óréttlæti sem hér hefur viðgengst og því miður hefur valdhöfum
tekist að blanda þar saman óskyldum hlutum og leitt umræðuna inn á villigötur. Nú
er því jafnvel haldið fram að við þessa vinnu hafi komið vel skipulögð samtök
kommúnista og verið sé að hrekja landið inn í svörtustu myrkur sósíalisma. Það
er sorglegt að hlusta á hversu langt sumir eru tilbúnir að ganga í vörslu óbreyttrar
stöðu og sérhagsmuna.
Tók almenningur virkan þátt í störfum
Stjórnlagráðs?
Almenningur tók virkan þátt í störfum Stjórnlagaráðs bæði beint og
eins í gegnum netið. Á fundum sem ég kom
g hitti fólk að þá var áberandi að það bar miklar væntingar um að okkur tækist
að hefja okkur upp fyrir átaka- og klækjastjórnmálin. Það tókst og það er
áberandi ánægja almennings með þau vinnubrögð sem okkur tókst að viðhafa í
allri vinnu Stjórnlagaráðs.
1 ummæli:
Hér er tengill á Grískan þátt um ÍSland - viðtöl við alla um hrunið á ensku - og þetta er lílega þáttur sem RÚV myndi ekki vilja sýna
http://www.smallplanet.gr/
Og tengillinn þarna er - The Viking Way
Skrifa ummæli