Nú er
það komið fram að ný ríkisstjórn ætlar sér að beita íslenskan almenning
bellibrögðum til þess að komast hjá því að leggja fyrir þjóðina spurningu
um hvort hún vilji fá að sjá í hverju samningur við ESB er fólgin, áður en hún
tekur ákvörðun um aðild.
Það
staðfestir fyrir okkur að valdastéttin óttast hver niðurstaða viðræðna gæti
orðið. Hún óttast að launamenn gætu séð í þeim samningsdrögum fjölda starfa á
góðum launum, stöðugleika og tryggan kaupmátt, umtalsverða lækkun vaxta og
óvirka verðtryggingu auk 30% lækkunar á dagvörum heimilanna.
Það er
staða sem valdastéttin óttast, því þá missir hún þau tök sem henni hefur tekist
að ná á Íslandi og launamenn næðu að komast út úr þeim efnahagslegu þrælabúðum
sem þeim hafa verið búinn hér á landi af valdastéttinni.
Þá
missa bændur og sjávarútvegsfyrirtæki ódýrt vinnuafl. Þessa baráttu þekkja
launamenn allt frá því þeir hófu blóðuga baráttu sína við að brjóta af sér
vistarbandið (ófrelsisákvæðið) og ná í gegn vökulögunum og almanna
tryggingarkerfinu.
Vinstri
flokkar eru oft sakaðir af hægri mönnum um forsjárhyggju, hér blasir við hin
raunverulega forsjárhyggja auðmanna gagnvart launamönnum.
Þessir
hinu sömu komust til valda gegn því að lofa miklum afskriftum á skuldum
heimilanna, en í staðinn er skrifaður 10 milljarða gjafatékki til
valdastéttarinnar og skuldaleiðrétting heimilanna sett nefnd. Það er komið í
ljós að stór hluti „Hrægammanna“ eru nefnilega hluti íslensku valdastéttarinnar
og það má ekki taka frá henni og færa yfir til heimilanna. Valdastéttin er friðhelg,
enda kostaði hún kosningabaráttu nýju ríkisstjórnarinnar.
41 milljón króna fór frá íslenskum útgerðarfélögum til
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er tífalt hærra en aðrir flokkar
fengu til samans. Eitt fyrsta verk sömu flokka í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks, er að lækka veiðileyfagjald útgerðarfyrirtækjanna um alls
10 milljarða á þessu ári og hinu næsta.
Þrjú stærstu útgerðarfyrirtækjanna
Ísfélagið í Vestmannaeyjum, Samherji og Kaupfélag Skagfirðinga keyptu og reka
Morgunblaðið og sett í reksturs þess blaðs hundruð milljóna á hverju ári þrátt
fyrir að engan arð sé þar að finna, þar hefur verið rekinn purrkunarlaus pólitískur
áróður fyrir hagsmunum þessara fyrirtækja.
Annað verk
ríkisstjórnarinnar var að setja afnám verðtryggingar er í nefnd og svæfa það.
Nýja ríkisstjórnin hefur greinilega fengið LÍU-prikið á puttanna. Það er ljóst
að ef lækka á vexti það mikið, að hægt sé að standa við loforðið um afnám
verðtryggingar, verður að henda krónunni. Afnám ofurvaxta (verðtryggingar) er
óframkvæmanlegt á meðan við höfum krónuna.
Krónan
er forsenda þess að LÍÚ getur sent reglulega um fjórðung rekstrarreikningsins
fyrirtækja sinna til íslenskra heimila í formi gengisfellinga, eins og útgerðin
hefur gert allan lýðveldistímann.
Hagnaður
sjávarútvegs eftir hrun hefur verið ofboðslegur. Hrunið skapaði sjávarútvegi
ofurhagnað á kostnað heimilanna. Gengisfallið rýrði kaupmátt heimilanna um
nærri 20% að meðaltali og skuldabyrðin tók stökkbreytingum.
Almenningur
í landinu vildi fá tilbaka þennan hagnað og því var veiðigjaldinu komið á. Nú þykjast
nýir ráðherrar vera voðalega hissa á miklum fjölda undirskrifta almennings!!??
Þetta
kom mjög glöggt fram t.d. á hinum stóru Þjóðfundum, þar sem grunnur var lagður
að nýrri Stjórnarskrá þjóðarinnar. Veiðigjald
færir einungis lítinn hluta þessa ofurhagnaðar í ríkissjóð til almennings og
heimilanna. Hvar eru nú loforðin úr kosningabaráttunni um lækkun skulda og
aukins kaupmáttar?
Þingmenn
núverandi ríkisstjórnar komu í veg fyrir að Stjórnarskrá þjóðarinnar næði fram
að ganga, enda skerti hún þau tök sem valdastéttin hefur á íslensku samfélagi.
Þar
birtist hin hrikalega forsjárhyggja auðmanna gagnvart launamönnum á Íslandi.
Öllu brögðum er beitt til þess að halda íslenskum launamönnum í efnahagslegum
þrælabúðum valdastéttarinnar.
Skítt
með stöðu heimilanna segja hinir nýju ráðherrar daglega í spjallþáttum og í
ræðum sínum á hæstvirtu Alþingi.
3 ummæli:
Beint í mark!
Frábær pistill.
En það vill oft gleymast að stjórnvöld á hverjum tíma endurspegla vilja og val almennings.
Það gerði hryllingsstjórn Jóhönnu og Steingríms og henni lauk með ósköpum og algjörri uppgjöf.
Þannig er það líka með núverandi auðmannastjórn. Fólkið í landinu vill engar breytingar. Það kyssir vöndinn með bros á vör, sættir sig við allt vegna þess að umfram allt óttast það breytingar.
Þannig eru stjórnmálamennirnir ekki vandinn. Þeir eru birtingarmynd vandans sem er fólkið í landinu.
Lamandi minnimáttarkennd og íhaldssemin sem af henni hlýst skila sér í vilja til að beygja sig undir blinda forræðishyggju hæfileikalítilla stjórnmálamanna og erindreka sérhagsmuna.
Íslendingar eru ófærir um að koma á breytingum. Það er einkum vegna þess að viljinn til breytinga er enginn.
Þjóðfélagið er lamað af íhaldssemi, forræðishyggju, minnimáttarkennd, þjóðrembu og almennu hæfileikaleysi.
Skelfilegt ástand og engar líkur á að það breytist.
Forsjárhyggja valdstéttarinnar?
Er einhver að halda því fram að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um inngöngu í ESB þegar að upplýsingar eru eingöngu byggðar á áróðri?
Vilja menn leggja líf sitt að veði?
Það er hárrétt hjá Nafnlausum #03:39 að upplæýsingar frá andstæðingum aðildar eru kostulegur og innistæðulaus áróður. Þar er hlutunum heldur betur snúið á haus og haldið fram margskonar fjarstæðum sem enga skoðun standast. Tökum sem dæmi um eitraðan mat innan ESB sem muni valda dauða íslendinga, tugþúsundir íslendinga fara til ESB landa í orlof og vegna vinnu á ári hverju, um 30 þús íslendingar búa á Norðurlöndum, engin þeirra hefur svo vitað sé látist af matareitrun. Allir íslendingar sem vinna þar eru á umtalsvert hærri launum og vinna samt um 8 klst. styttri vinnuviku, búa við helmingi lægri vexti á húsnæðislánum og dagvara í verslunum er 30% lægri
Skrifa ummæli