Oft veltir maður því fyrir sér hvers vegna Ísland sker
sig á svo mörgum sviðum frá hinum Norðurlandanna. Sé litið yfir söguna þá hefur
það ætíð tekið íslenskan almenning mun lengri tíma að ná fram réttindamálum en
það tekur í nágrannalöndum okkar, hér munar jafnvel áratugum.
Stjórnmál, atvinnulíf og stjórnsýsla virðist vera kerfi
sem vinnur gegn verðleikum, þar virðast vera önnur sjónarmið sem ráða. Heilbrigð
samkeppni, agi í stjórnsýslu virðist ekki þrífast, þar ráða skyndiákvarðanir
byggðar hagsmunapólitík. Slök stjórnsýsla er áberandi og jafnvel þó einhver
bendi á hluti sem mætti lagfæra, virðist vera nóg að einhver ráðherra eða þingmaður
standi upp og hasti á lýðinn og hann leggst niður og þegir.
Er það smæð samfélagsins sem veldur þessum skipulagða
andverðleika? Heilbrigð samkeppni, ögun og þjálfun sem menn sækja til að nýta
verðleika sína virðsit ekki ná að þrífast hér með sama hætti og við sjáum í nágrannalöndum okkar. Þetta óheilbrigða Íslenska umhverfi veldur því að hér
þrífast fyrirtæki jafnvel þrátt fyrir að þau séu ekki vel rekinn, stjórnmálum
og hagsmunum er stjórnað af sérhæfðum valdafíklum.
Pólitískum venslamönnum er hyglað og smá saman hefur
lýðurinn látið þetta yfir sig ganga. Sett eru fram rök í dag sem jafnvel ganga
þvert á þau rök sem giltu í gær og ráðherrar og þingmenn komast endurtekið upp með þetta.
Þessa dagana birtist íslensk
stjórnmálamenning okkur í sínu toppformi, þegar valdastéttin fullyrðir að valið
standa milli lækkunar veiðigjalds eða niðurlagningu gjaldsins!!?? Þetta eru aldeilis dæmigerð vinnubrögð
íslenskra þingmanna sem eru í stjórn. En það er búið að venja lýðinn á að orð
stjórnmálamanna gildi, staðreyndir eru aukaatriði og Íslendingar leggjast
flatir, að venju. Þannig hefur það verið og þannig verður það áfram.
Það sem ég er
að benda á, eru orð hins nýja ráðherra Sigurðar Inga, hann er með ummælum sínum að
samkvæmt þessum viðteknu vinnubrögðum að stilla gagnrýnendum frumvarpsins upp
við vegg. Þeim sem hafa kynnt sér málið er ljóst að Alþingi þingið hefur klárlega
heimild til þess að gera upplýsingaöflun veiðigjaldanefndar einfaldari og skýrari
með ofureinföldum lagabreytingum, en það er leið sem stjórnvöld vilja ekki fara.
Ef breyta þarf
niðurjöfnun gjaldsins á einstök fyrirtæki er einfalt að gera það. Það þarf ekki
að lækka heildargjaldið, en þarna siglir ráðherrann hina Íslensku
stjórnmálaleið. Ef hann væri hreinskiptinn ætti hann þá að rökstyðja lækkun gjaldsins,
en hann velur frekar að snupra tugi þúsunda landsmanna fyrir að ganga gegn stjórnvaldinu. Og
við sýnum undirlægjuhátt okkar með því að undirritun réttmætra mótmæla nánast stöðvast.
Ríkiskassinn er tómur, hvað þýðir það er hann glatar 10 milljörðum af tekjum? Það getur ekki leitt til annars en frekari niðurskurðar í velferðkerfinu. Milljarðar eru færðir frá launmönnum til auðustu manna landsins, þessu eigum við að mótmæla með því að undirrita óbreytt veiðigjald
Ríkiskassinn er tómur, hvað þýðir það er hann glatar 10 milljörðum af tekjum? Það getur ekki leitt til annars en frekari niðurskurðar í velferðkerfinu. Milljarðar eru færðir frá launmönnum til auðustu manna landsins, þessu eigum við að mótmæla með því að undirrita óbreytt veiðigjald
Engin ummæli:
Skrifa ummæli