Í
skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu sæstrengs til
Evrópu kemur fram m.a. að tenging raforkumarkaða leiði,
alla jafna, til hagkvæmari vinnslu og dreifingar orku en ella. Sjá hér
Helstu ástæður aukinnar hagkvæmni eru minni þörf
verður fyrir varaafl og betri nýting næst á þeirri raforku sem hér er á raforkunetinu. En þessi fjárfesting er ákaflega stór
fyrir Íslendinga, jafnvel þótt erlendir aðilar muni standa undir kostnað við framleiðslu og lagningu sæstrengsins.
Það liggur fyrir eigi að vera mögulegt að
nýta alla umframorku á innlandsnetinu þurfi að byggja línu yfir Sprengisand, auk þess
liggur fyrir að styrkja þarf flutningsgetu hringtengingarinnar allt frá
Blönduvirkjun með öllu Norðurlandi alla leið til Kárahnjúka.
Reyndar blasir við að jafnvel þó við myndun ekki
tengjast við Evrópska raforkusvæðið, þá komumst við ekki hjá því að fara í
þessar framkvæmdir við eflingu raforku flutningskerfisins á næstu árum.
Í áætlunum fyrir sætrenginn er gert ráð fyrir 700-900 MW streng til Bretlands.
Núverandi umframorka í Íslenska raforkunetinu er á bilinu 200 – 300 MW,
Búðarhálsvirkjun er að komast á lokametrana og þá bætast við 95 MW. Ef sátt næst
um gufuaflsvirkjanir í Bjarnaflagi, Þeistareykjum og Kröflu má reikna með um
300 MW þaðan á næstu árum.
Ef af byggingu álvers í Helguvík verður þá kallar það á um 300 - 450 MW orku.
Þar hafa helst verið nefndar gufuaflsvirkjanir á Reykjanesi, sem a.m.k. sumar
hverjar eru ákaflega umdeildar. Jafnvel talið að það sé ekki til nægjanleg gufuorka
til þeirra allra ef til lengri tíma er litið, jafnvel innan þriggja áratuga.
Þetta segir okkur að það verður að virkja töluvert meira en talið er upp hér ofar, ef við ætlum
að skaffa orku í sæstrenginn. Jafnvel þó álverið í Helguvík
verði tekið af dagskrá, reyndar er nýkominn á í dagskrá orkufrek ræktun grænmetis á Suðurnesjum, ásamt þeirri orku sem búið er að lofa til Húsavíkur. Að auki má
minna á loforð um aukna orku til Straumsvíkur og þar að auki hafa verið nefnd nokkur
gagnaver. Í því sambandi hafa m.a. verið nefndar 3 virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem eru já a.m.k. umdeildar.
Oft þegar þessi mál eru rædd meðal stjórnmálamanna koma fram fullyrðingar
um mikilfenglegar djúpboranir, sjávarfallavirkjanir og vindorkuna. Eigum við ekki að taka þau
mál á dagskrá þegar við ráðum yfir þeirri tækni sem til þarf og í ljós verði komið hversu hagkvæmt
það er í raun.
Það er t.d. búið að tala um djúpboranir og sjávarföll í a.m.k. síðustu þrem Alþingiskosningabaráttum og öflugum virkjunum lofað af stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum sem eiga að verða knúnar þessum öflum, en í dag höfum við enga virkjun séð sem byggir á þeirri tækni og allavega er ljóst að það verður ekki á dagskrá á allra næstu árum. Vindorkan er það dýr að hún mun aldrei duga til stærri verkefna.
Það er t.d. búið að tala um djúpboranir og sjávarföll í a.m.k. síðustu þrem Alþingiskosningabaráttum og öflugum virkjunum lofað af stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum sem eiga að verða knúnar þessum öflum, en í dag höfum við enga virkjun séð sem byggir á þeirri tækni og allavega er ljóst að það verður ekki á dagskrá á allra næstu árum. Vindorkan er það dýr að hún mun aldrei duga til stærri verkefna.
Að framansögðu er ljóst að Ísland getur ekki framleitt þá orku sem
getur haft einhver úrslitaáhrif í Evrópu. Sé litið yfir sviðið í dag þá getum
við líklega sent niður til Evrópu orku sem dugar fyrir 500 þús. manna borg,
ekki meira. Eitt lítið úthverfi í London, eða svo við nefnum dæmi sem margir
þekkja, borgina Árósa á Jótlandi við gætum skaffað henni orku, að frá talinni stóriðju þar i kring.
Það er því hreint út sagt kostulegt að hlusta á yfirgengilegar
fullyrðingar forseta Íslands í erlendum fréttamiðlum undanfarnar vikur, eins og hér . Það er einfaldlega engin innistæða
fyrir ummælum forsetans, þaðan af síður samþykki þjóðarinnar og það liggur fyrir að Íslensk þjóð er klárlega ekki á þeim nótum að fara að virkja allt sem hönd á festir hér á landi.
Ég spyr; Lærði ÓRG ekkert þegar hann fór um heimsbyggðina og með íslenskum útrásarvíkingum um heiminn í einkaþotum þeirra og flutti yfirgengilegar ræður fullar af þjóðrembu? Frægust er ræða hans í Lundúnum 3. maí 2005 er bar titilinn „How to Succeed in Modern Business: Lessons from the Icelandic Voyage“ og lauk með þessum velþekktu orðum : „You ain‘t seen nothing yet.“ og kom heim lúbarinn.
Ég spyr; Lærði ÓRG ekkert þegar hann fór um heimsbyggðina og með íslenskum útrásarvíkingum um heiminn í einkaþotum þeirra og flutti yfirgengilegar ræður fullar af þjóðrembu? Frægust er ræða hans í Lundúnum 3. maí 2005 er bar titilinn „How to Succeed in Modern Business: Lessons from the Icelandic Voyage“ og lauk með þessum velþekktu orðum : „You ain‘t seen nothing yet.“ og kom heim lúbarinn.
Hann hafði þaðan af síður þjóðina að baki sér þegar hann
flutti lofræður um krónuna og lýsti hrifningu sinni af þeirri
aðferð sem tíðkuð væri á Íslandi, að gera reglulega eignaupptöku hjá launamönnum og
flytja þannig um fjórðung tekna þeirra til auðmanna.
Aðferð sem forseti Íslands kallar hið "Íslenska efnahagsundur". Já það er nú aldeilisa undur eða hitt þá heldur, reyndar tíðkast það hjá bestu vinum hans í Kína og Rússlandi, sjá hér .
Aðferð sem forseti Íslands kallar hið "Íslenska efnahagsundur". Já það er nú aldeilisa undur eða hitt þá heldur, reyndar tíðkast það hjá bestu vinum hans í Kína og Rússlandi, sjá hér .
Fer forseti Íslands
umboð til þess að falbjóða íslenska orku, eins og hér. Hvaðan kom sú heimild?
Er búið að samþykkja þær
virkjanir sem hann er að selja? Þar að auki er til öll sú orka sem hann er að bjóða til sölu.
1 ummæli:
Kosturinn við íslenzku orkuna er að það "má" margfalda hana með 5. Vandamál Breta er ekki orkuskortur, heldur skortur á "endurnýjanlegri" orku. Og þeir þurfa að vera búnir að uppfylla markmið um hluteild hennar í framtíðinni.
Skrifa ummæli