fimmtudagur, 7. nóvember 2013

Skuggasund Arnaldar


Kom við í hverfisbúðinni á leið heim úr vinnu til að kaupa inn og greip með mér Skuggasund Arnaldar, settist við hana þegar heim kom og komst fljótlega að því að þetta er ein af þeim bókum sem maður leggur ekki frá sér fyrr en hún er fulllesinn.

Hér eru á ferð aðrar sögupersónur en í fyrri bókum ,saga um samskipti við hernámsliðið í stríðinu er grunnurinn, samfara þeirri sögu er sögð önnur saga úr samtímanum.

Bókin er virkilega vel skrifuð, engir hnökrar enda Arnaldur með fullkomið vald á verkefninu frá fyrstu síðu til hinnar síðustu.

Þeim tíma sem eytt er í lestur Skuggasunds er virkilega vel varið og vel þess virði.

Góða skemmtun.

Engin ummæli: