Hún hreint út sagt sjúkleg auglýsingin frá Verkalýðsfélagi
Akranes. Og að venju hampar ritstjórn
Eyjunnar málflutning af þessu tagi og
upplýsir okkur þar enn eina ferðina á hvaða plani hún er stödd þessa dagana.
Vilhjálmur Birgisson formaður á Akranesi getur ekki
talað um veðrið án þess að ráðast á forseta ASÍ og þá um leið málefnalega
niðurstöðu verkalýðshreyfingarinnar.
Verkslýðshreyfingin hefur valið Gylfa sem sinn
talsmann á sama hátt og félagsmenn Vlf. Akranes hafa valið sinn mann.
Launamenn vilja málefnalegri umræðu en fram fer innan
Verkalýðsfélagsins á Akranesi og hefur endurtekið hafnað þátttöku í þeim
uppákomum sem þar er stillt upp, með það eitt að markmiði að upphefja sig á
kostnað annarra.
Verkalýðsfélag Akranes er líklega orðin ein
sjálfhverfasta samkoma hér á landi sem Vilhjálmur er duglegur að kynna með
aðstoð ritstjórnar Eyjunnar.
Það er hlutverk Gylfa sem forseta ASÍ að kynna
niðurstöður sem náð er með mikilli vinnu í málefnanefndum og frábæru
starfsfólki ASÍ, sem fær endanlega umfjöllun í miðstjórn ASÍ.
Hún er kostuleg og um leið barnaleg sú aðferð að
stilla málum upp eins Gylfi standi einn að þeim niðurstöðum hann er síðan að
kynna fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar.
9 ummæli:
Sæll Guðmundur. Kann að vera hver sé þín skoðun á téð um Vilhjálmi en ekki ber á öðru en margir aðhyllist málflutning hans, þá oft í nafni verkalýðsfélags sem hann leiðir. Er ekki líka hitt að,þetta sama verkalýðsfélag hefur nàð árangri á sinu svæði sem ASÍ hefur bara geta látið sig dreyma um (samningurinn við járnblendifélagið). Ég er sjálfur félagi í RSÍ og þar með undir ASÍ, ég á oft erfitt með að skilja meint getu leysi hjá forseta ASÍ og svo skil eg ekki þá skoðun forsetans að það gangi ekki að ekki megi kjósa Beint í stjórnir lífeyrirssjóða. Varðandi auglýsinguna sem þú gagnrýnir, þá er þetta myndlíking og árróður með spaugi . Aðalmálið var textinn neðst í auglýsingunni, það var innihaldið, sem ég tók eftir og var sammála. Ekki sá ég marga verkalýðsforkólfa fordæma það sem vinir margra ykkar, þeir hjá SA sendu frá sér. Mér fannst Vilhjálmur mega bregðast við.
Gylfi hefur komið ítrekað fram síðan SA setti í gang þessar auglýsingar og gagnrýnt þær harkalega ásamt nokkrum örðum formennum þar á meðal formaaður RSÍ.
Það er eitt að gagnrýna og annað að fara að blanda djöfullegustu stríðsforkólfum saman við málið. Það er ógeðfellt.
Verkalýðsfélag Akranes gerði ekki eitt kjarsamningana við Járnblendið þó það eigni sér það eins og margt annað. Járnblendisamningurinn er eins og allir verksmiðjusamningarnir gerður í samstarfi þeirra stéttarfélaga sem eiga félagssvæði að Járnblendinu, þar á meðal er RSÍ sem hefur reyndar oft verið leiðandi í þeim, samning eins og Norðuálssamningunum og Sementsverksmiðjusamningunum.
Gylfi og ASÍ hafa ekkert með val stjórnarmanna lífeyrisjóðanna að gera. Það er ákvarðað í samningum þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að viðkomandi lífeyrissjóð. Málflutningur Verkalýðsfélags Akranes um þessi mál er eitthvað það ógeðfelldasta skrum sem um getur í sögu verkalýðshreyfingarinnar
Guðmundur; takk fyrir að svara tilbaka.
Ef það er í samningunum að núna séu hlutirnir þannig að ekki geti venjulegur greiðandi í lífeyrirssjóð setið í stjórn, þá má kannski gera athugasemd að félög líkt og RSí séu ekki búinn að fá því breytt.
Ég greiði sjálfur í Stafi, veit ekki betur en að sjá sjóður hafi fengið athugasemdir vegna rekstrar. Geri ráð fyrir að þar sé ýmislegt sem megi taka til.
Mér finnst þið margir afgreiða téðan Vilhjálm sem vitgrannan leiðtoga. Ekki ætla ég mér að dæma manninn, enda þekki ég hann ekki neitt. Hitt er annað, að hann virðist tala til fólksins, hvort sem það er í Verkalýðsfélagi Akranes eður ei. Kannski er það tungumál sem núverandi forseti ASÍ og fleiri forkólfar hætt að heyrast. Það er nefnilega svo helvíti gott að vera inn í hitanum, þá er lítil ástæaða fara út í kuldann.
Það er ótrúlegt að stjórn Verkalýðsfélags Akranes skuli taka þátt í þessari lágkúru, nema að sjálfsögðu að hún sé einfaldlega ekki spurð álits. Framsóknarpoppulisminn á sér engin takmörk.
Georg Georgsson Njarðvík
Mæltu manna heilastur sjálhverfan hjá verklýðforaingjanum á Skaganum á sér engin takmörk.
Rannveig Höskuldsdóttir
Máflutningur Vlf Akranes er sá ógeðfelldasti og óheiðarlegasti sem þekkist hér landi, enda er það Vlf Akranes búið að einangra sig í verkalýðshreyfingunni. Líklega hefur ekkert félag unnið láglaunafólki meiri skaða en það félag. T.d. má benda á síðustu kjarasamninga þegar Vlf Akranes klauf sig enn eina ferðina út úr öllu samfloti og vildi skilja eftir lægst launuðu konurnar á Skaganum, og einbeitti sér í hækka þá hæst launuðu. Það lenti síðan að herðum hinna ASÍ félaganna að draga konurnnur upp, undir ómerkilegum aðdróttunum stjórnar verkalýðsfélagsins á Akranesi.
Kristinn Þór
Alveg ótrúlegt að halda því fram að einungis Verkalýðsfélag Akranes hafi gagnrýnt framsetningu SA
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Gylfa_Arnbjornsson/ad-segja-allan-sannleikann-eda-bara-halfsannleika-
http://gudmundur.eyjan.is/2013/11/tiu-milljon-prosent-launahkkunarkrafa.html
Mér finnst þetta myndband bara fyndið. Það er nú í lagi að taka aðeins á þessari elítu hjá atvinnurekendum. Vilhjálmur er lýðskrumari, framsóknamaður og tækifærisinni af guðs náð. Hafði mikil samskipti við hann vegna samninga við Norðurálsamninga Hann er ekki umburðalyndur. Heldur hefur hann afhjúpað sig sem kaldrifjaðan eiginhagsmunarsegg, og hættulegan lýðræðinu.
Sigurður H. Einarss
Skrifa ummæli