fimmtudagur, 20. mars 2014

Ríkisstyrktur áróður


Mikið lifandis ósköp finnst mér það illa farið með skattfé mitt að halda uppi forystusveit Bændasamtakanna sem gefa lítið fyrir skoðanir þjóðarinnar.
 
Þjóðin verði að þola ofurtolla og 20 -30% hærra matvöruverð en er í nágrannalöndum okkar.

Þjóðinni komi það bara ekkert við þó stjórn samtaka bænda styrki gengdarlausan áróður og sendi þjóðinni reglulega þverhandar þykka bunka af Bændablaðinu inn á hverja sjoppu 
 
Þessir bunkar eru reglulega hér í anddyri sundlaugarinnar okkar og í öllum sjoppum landsins.

Ríkisstyrkt blað fullt af rangtúlkunum og sóðaskap um nágrannalönd okkar, þau lönd sem endurtekið hafa komið Íslandi til hjálpar.

Ritstjórn þessa snepils hafnar að birta þar greinar sem ekki eru í samræmi við skoðanir hennar.

En belgir sig út af þjóðernishyggju - lífshættulegasta skálkaskjóli alræðisstjórna síðustu aldar.

Með snepil gefin út á okkar kostnað þar sem barist er til hagsbóta fyrir fámennar hagsmunaklíku sem einokar glansskrifstofurnar á Hótel Sögu


og heimili landsins liggja í valnum.
 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hverskonar drög að geðbilunarruglandi er það sem hrjáir þetta ESB fársjúka kratastóð, sem þessa dagana safnast saman á Austurvelli til að opinbera andlega fátækt sína, ofstæki og illkvittni? Þetta einkennilega fólk minnir einna helst á holdsveikisjúklinga fortíðarinnar, sem sagðir voru gjarnir á að ota fram kaunum sínum að vegfarendum á fjölförnum stöðum.



Það er vægast sagt sorglegt að sjá fólk, sem maður veit að er bæði heilbrigt og gott, ummyndast í pólitíska vitfirringa sem engu eira og vaða um froðufellandi eins og mannýgir griðungar út af því einu, að ríkisstjórnin ætlar að draga innlimunarumsóknina í ESB til baka.

Unknown sagði...

Nafnlausi nátthrafninn með málefnaleg innlegg eða hittt þó heldur.