Í rúm fimmtán ár hefur Ísland verið aðili að EES. Kostir þess samstarfs fyrir Ísland hafa lengst af verið óumdeildir. Það er mikil mótsögn í Evrópuumræðunni hér á landi, því að þrátt fyrir allt jákvæða sem Evrópusamstarf hefur þó fært okkur, þá er andstaðan engu að síður hatrömm og í reynd órökrétt miðað við þá reynslu okkar.
ESB er samband frjálsra og fullvalda ríkja. Þeir sem andmæla aðild Íslands að ESB búa til alls kyns grýlur og hindranir sem að þeirra mati ættu að standa í vegi fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, t,d, fullveldisafsal. Í hefðbundinni skilgreiningu fullveldis er gengið út frá því að hið þrískipta ríkisvalds lúti allt innlendri stjórn. Fullveldi og frelsi manns á eyðieyju er merkingarlaust eins og fullveldi þjóða er merkingarlaust án samhengis við tengsl þeirrar þjóðar við aðrar.
Aðild Íslands að ESB kallar á að stjórnarskránni verði breytt þannig að hún endurspegli skýra heimild til ríkisstjórnar og Alþingis að framselja hluta fullveldisins til yfirþjóðlegrar stofnunnar eins og ESB. Hafa ber í huga í þessu samhengi að íslensk löggjöf er almennt undir miklum erlendum áhrifum. Það hefur farið framhjá ESB-þjóðum eins og til dæmis Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi, að þær hafi glatað fullveldinu vegna ESB aðildarinnar.
Regluverkið er algengasti skotspónn andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Regluverk ESB felur í sér töluverða einföldun og sparnað ef betur er að gáð. Eitt regluverk í stað 27 aðgreindra um sambærileg mál. Sameiginlegt regluverk á vegum ESB eykur þannig á gegnsæi og skilvirkni.
Í alþjóða samstarfi almennt og Evrópusamstarfi sérstaklega geta fulltrúar Íslands fært rök fyrir máli sínu. Það er alltaf meginmarkmið að ná sátt í málum og þau skipti sem atkvæðagreiðsla hefur farið fram þar sem reynt hefur á atkvæðavægið eru fá. Ef eitthvað, þá hefur hallað á stóru ríkin í þeim efnum.
Aðal mótrök andstæðinga aðildar að ESB snúa hins vegar að sameiginlegu sjávarútvegstefnu bandalagsins. Á Íslandi er engin tilbúin til þess að gangast undir sameiginlegu fiskveiðistefnuna að óbreyttu. Ísland býr við þann kost í sjávarútvegsmálum að vera fyrir löngu búin að ná og uppfylla markmiðum stefnunnar um t.d. sjálfbærni og verndun stofna. Sameiginleg fiskveiðistefna ESB er í grundvallaratriðum eins og fiskveiðistefna Íslands hvað varðar sameiginlega fiskistofna. Það er á þeim grunni sem til hennar er stofnað.
Sameiginleg fiskveiðistefna ESB er í raun undantekning hvað varðar auðlindastjórnun innan þess. ESB sem slíkt ræður ekki yfir eða á neinar auðlindir. Og það stendur ekki til. Olíulindir Breta og Dana eru breskar og danskar.
Íslenskur landbúnaður mun áfram leika lykilhlutverk á ferskvörumarkaði hér á landi. Samkeppnisstaða landbúnaðarins er að mínu mati vanmetin. Ef íslenskur landbúnaður fær eðlilegra rekstrarumhverfi þá er honum allir vegir færir. Höfum enn frekar í huga að ESB ríkið Danmörk, með litlar sem engar auðlindir og skandinavískt skattaumhverfi er stórveldi á alþjóðamörkuðum með unnar landbúnaðarvörur.
Það sem síðan skiptir öllu máli fyrir bæði íslenskan sjávarútveg og landbúnað í tengslum við aðildarviðræður að ESB er sú staðreynd að í aðild felst eina fyrirsjáanlega tækifæri íslendinga til þess að opna á stóran erlendan markað með fullunnar vörur. Allt slíkt er í dag takmörkunum háð sem myndu falla niður við aðild
sunnudagur, 28. febrúar 2010
laugardagur, 27. febrúar 2010
Hver stjórnar?
Eins og staðan er nú þá blasir þjóðaratkvæðagreiðslan við. Ég er fylgjandi því að mál sem hafa afgerandi áhrif á íslenskt samfélag eigi að bera undir þjóðina. En það þarf að vera ljóst um hvað sé verið að kjósa. Nú er liggur fyrir tilboð sem gerir þau lög sem greiða á atkvæði um marklaus.
Það eina sem fæst út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni er staðfesting á að landið er stjórnlaust. Vitanlega gerðu Bretar og Hollendingar kröfu um að stjórnarandstaðan kæmi að nýjum Icesave- samning, vegna þess að þó svo ríkisstjórnin hefði afgerandi meirihluta, en hluti þessa meirihluta kaus að starfa með stjórnarandstöðunni og á því stóran þátt á þeirri stöðu sem málið er í.
En með því að samþykkja þetta fyrirkomulag var verið að gefa stjórnarandstöðunni úrslitavald, ríkisstjórnin sett til hliðar. En stjórnarandstaðan hefur sýnt sig í að hafa ekki siðferðislegt þrek til þess að höndla þetta vald. Það er verið að brjóta gegn fullveldisrétti þjóðarinnar um að hún velji sjálf hverjir fara með stjórn mála.
Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á hvaða afleiðingar hin mikli dráttur er að hafa á samfélagið. Auk þess fer þunglyndi og doði hratt vaxandi, sem er afleiðing innihaldslausra sundrungarleikja stjórnmálamanna.
Ábyrgðarleysi fréttamanna kemur fram í umfjöllun og vali á viðmælendum og hefur varðað þá braut sem stjórnmálamenn halda sig við. Það er sem kalt vatn renni niður bak manns þegar fréttastofa sjónvarpsins tekur hvert viðtalið af öðru við formenn framsóknar og xD þar sem þeir segja að það geri ekkert þó Icesave dragist. Það geri ekkert til þó nokkur hundruð launamenn missi vinnuna til viðbótar og fleiri heimili verða gjaldþrota. Aðalmálið sé að þeir fái að halda áfram að vera aðalleikendur í því Drama sem þeir hafa sett upp í beinni útsendingu og komist hjá því að horfast í augu við afleiðingar eigin gjörða.
Ótvírætt er að lög um innstæðutryggingar mæla fyrir um lágmarkstryggingu á innstæðum í íslenskum bönkum. Önnur íslensk lög ákveða að meginmál EES-samningsins hafi lagagildi hér á landi. Allt er þetta til þess að tryggja að sömu lög gildi í öllum EES-löndunum. Íslendingar undirgengust þetta grundvallaratriði með EES-samningnum. Þess vegna eiga allir innstæðueigendur í íslenskum banka rétt til lágmarkstryggingar óháð þjóðerni eða starfsstöð bankans. Þetta er kjarninn í Icesave-deilunni.
Það eina sem fæst út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni er staðfesting á að landið er stjórnlaust. Vitanlega gerðu Bretar og Hollendingar kröfu um að stjórnarandstaðan kæmi að nýjum Icesave- samning, vegna þess að þó svo ríkisstjórnin hefði afgerandi meirihluta, en hluti þessa meirihluta kaus að starfa með stjórnarandstöðunni og á því stóran þátt á þeirri stöðu sem málið er í.
En með því að samþykkja þetta fyrirkomulag var verið að gefa stjórnarandstöðunni úrslitavald, ríkisstjórnin sett til hliðar. En stjórnarandstaðan hefur sýnt sig í að hafa ekki siðferðislegt þrek til þess að höndla þetta vald. Það er verið að brjóta gegn fullveldisrétti þjóðarinnar um að hún velji sjálf hverjir fara með stjórn mála.
Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á hvaða afleiðingar hin mikli dráttur er að hafa á samfélagið. Auk þess fer þunglyndi og doði hratt vaxandi, sem er afleiðing innihaldslausra sundrungarleikja stjórnmálamanna.
Ábyrgðarleysi fréttamanna kemur fram í umfjöllun og vali á viðmælendum og hefur varðað þá braut sem stjórnmálamenn halda sig við. Það er sem kalt vatn renni niður bak manns þegar fréttastofa sjónvarpsins tekur hvert viðtalið af öðru við formenn framsóknar og xD þar sem þeir segja að það geri ekkert þó Icesave dragist. Það geri ekkert til þó nokkur hundruð launamenn missi vinnuna til viðbótar og fleiri heimili verða gjaldþrota. Aðalmálið sé að þeir fái að halda áfram að vera aðalleikendur í því Drama sem þeir hafa sett upp í beinni útsendingu og komist hjá því að horfast í augu við afleiðingar eigin gjörða.
Ótvírætt er að lög um innstæðutryggingar mæla fyrir um lágmarkstryggingu á innstæðum í íslenskum bönkum. Önnur íslensk lög ákveða að meginmál EES-samningsins hafi lagagildi hér á landi. Allt er þetta til þess að tryggja að sömu lög gildi í öllum EES-löndunum. Íslendingar undirgengust þetta grundvallaratriði með EES-samningnum. Þess vegna eiga allir innstæðueigendur í íslenskum banka rétt til lágmarkstryggingar óháð þjóðerni eða starfsstöð bankans. Þetta er kjarninn í Icesave-deilunni.
fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Enn um Icesave
Ég hef í allnokkrum pistlum reynt að draga fram hvernig Icesave óvissan speglast yfir í vandræðagang varðandi ákvarðanatöku í efnahags- og atvinnumálum og hversu mikið ábyrgðarleysi það sé að afgreiða ekki málið. Stjórnmálamenn fjalli ávalt um Icesave sem einangrað mál og heimta að talað sé um uppbyggingu atvinnulífs án tengsla við skuldatryggingaálag og lokaðar lánaleiðir.
Þeir vilja tala einangrað um afkomu heimilanna án tengsla við annað. Þeir ræða um að skuldirnar séu ókleifur múr skulda án þess að virða viðlits ábendingar um annað. Öll umræða stjórnmálamanna einkennist at einangruðum boxum og þeir virðast algjörlega vera um megn að tengja mál saman. Eða þá sem er líklegra það hentar þeim betur að geta flutt neikvæðar niðurrifsræður án þess að þurfa að bera neina ábyrgð á máli sínu. Þar fara fremstir í flokki þingmenn framsóknar.
Dráttur á lausn Icesave hefur sett efnahagsáætlun Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem og afgreiðslu lána frá vinaþjóðum í uppnám. Afleiðingarnar eru að erfitt ef ekki ómögulegt er að fjármagna þær stórframkvæmdir sem hefjast áttu á þessu ári.
Seinagangur stjórnmálamanna við að taka nauðsynlegar ákvarðanir sem snúa að atvinnuuppbyggingu og endurreisn efnahagslífsins veldur töfum við undirbúning nauðsynlegra framkvæmda þannig að þær verða ekki tilbúnar þegar fjármögnun fæst.
Aukin óvissa og úrræðaleysi eykur á vanda okkar og því stefnir í mun meiri samdrátt í efnahagslífinu en hingað til hefur verið spáð og auknu atvinnuleysi. Í nýrri spá Hagdeildar ASÍ um þróun efnahagsmála kemur fram að landsframleiðsla muni dragast saman um ríflega 5% í ár og að atvinnuleysið verði að meðaltali yfir 10%.
Þetta þýðir að óbreyttu að þjóðfélagið verður af tugum milljarða í verðmætum og á annað þúsund manns verða án vinnu sem ella hefðu fengið vinnu. Aukinn samdráttur mun einnig leiða til aukins halla á ríkissjóði sem aftur leiðir til meiri niðurskurðar og/eða skattahækkana. Þessi staða er með öllu óásættanleg og við þessu verða stjórnvöld að bregðast nú þegar við með markvissum aðgerðum.
Uppbygging og baráttan gegn atvinnuleysi verður að hafa allan forgang. Það er meira og minna allt í frosti. Samfélagið er smá saman allt að falla þunglyndi vegna hátternis stjórnmálamanna.
Það er skylda stjórnmálamanna að ganga frá samningum um Icesave og að hafa forgang um að tryggja að friður ríki á vinnumarkaði. En hver vikan af annarri líður án þess að niðurstaða náist og þjóðin er orðin meðvirk í andlegum doða stjórnmálamannanna og pólitíkin er að draga okkur niður í þunglyndi og kyrrstöðu. Og það er almenningur og heimilin sem líða mest fyrir þetta.
Þeir vilja tala einangrað um afkomu heimilanna án tengsla við annað. Þeir ræða um að skuldirnar séu ókleifur múr skulda án þess að virða viðlits ábendingar um annað. Öll umræða stjórnmálamanna einkennist at einangruðum boxum og þeir virðast algjörlega vera um megn að tengja mál saman. Eða þá sem er líklegra það hentar þeim betur að geta flutt neikvæðar niðurrifsræður án þess að þurfa að bera neina ábyrgð á máli sínu. Þar fara fremstir í flokki þingmenn framsóknar.
Dráttur á lausn Icesave hefur sett efnahagsáætlun Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem og afgreiðslu lána frá vinaþjóðum í uppnám. Afleiðingarnar eru að erfitt ef ekki ómögulegt er að fjármagna þær stórframkvæmdir sem hefjast áttu á þessu ári.
Seinagangur stjórnmálamanna við að taka nauðsynlegar ákvarðanir sem snúa að atvinnuuppbyggingu og endurreisn efnahagslífsins veldur töfum við undirbúning nauðsynlegra framkvæmda þannig að þær verða ekki tilbúnar þegar fjármögnun fæst.
Aukin óvissa og úrræðaleysi eykur á vanda okkar og því stefnir í mun meiri samdrátt í efnahagslífinu en hingað til hefur verið spáð og auknu atvinnuleysi. Í nýrri spá Hagdeildar ASÍ um þróun efnahagsmála kemur fram að landsframleiðsla muni dragast saman um ríflega 5% í ár og að atvinnuleysið verði að meðaltali yfir 10%.
Þetta þýðir að óbreyttu að þjóðfélagið verður af tugum milljarða í verðmætum og á annað þúsund manns verða án vinnu sem ella hefðu fengið vinnu. Aukinn samdráttur mun einnig leiða til aukins halla á ríkissjóði sem aftur leiðir til meiri niðurskurðar og/eða skattahækkana. Þessi staða er með öllu óásættanleg og við þessu verða stjórnvöld að bregðast nú þegar við með markvissum aðgerðum.
Uppbygging og baráttan gegn atvinnuleysi verður að hafa allan forgang. Það er meira og minna allt í frosti. Samfélagið er smá saman allt að falla þunglyndi vegna hátternis stjórnmálamanna.
Það er skylda stjórnmálamanna að ganga frá samningum um Icesave og að hafa forgang um að tryggja að friður ríki á vinnumarkaði. En hver vikan af annarri líður án þess að niðurstaða náist og þjóðin er orðin meðvirk í andlegum doða stjórnmálamannanna og pólitíkin er að draga okkur niður í þunglyndi og kyrrstöðu. Og það er almenningur og heimilin sem líða mest fyrir þetta.
miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Facesave fólkið
Icesave-deilan hefur valdið því að allmörg fyrirtæki eru í umtalsverðum vanda vegna fjármögnunar og skulda. Deilan er búinn að koma Íslandi á ruslahauginn, áhættuálag er hátt og vextir svo háir að fyrirtækin geta ekki tekið lán til framkvæmda.
Sama hvernig á það er litið þá eru það launamenn á almennum vinnumarkaði, sem eru helstu þolendur í þeirri stöðu sem stjórnmálamenn eru búnir að koma Icesave-málinu í. Það eru nefnilega svo mörg önnur mál sem hanga á því að þetta mál verði leyst.
Lauslega má áætla að a.m.k. 1.000 manns hafi misst vinnuna vegna deilunnar og líklega mun að auki tvöfaldur sá fjöldi missa vinnuna vegna Icesave á næstu vikum. Það er ekki hægt með nokkru móti að sjá að Ísland sé að vinna einhver lönd með þessari deilu, nema þá að einhverjir stjórnmálamenn telja sig þurfa að komast í "facesave" eins maður heyrir svo víða á kaffistofum vinnustaðanna. (Hér vísa ég í síðasta pistil)
Í umræðu um Icesave á kaffistofunum er bent á að „facesave“fólk séu undantekningalaust einstaklingar í öruggum störfum, sem standi að því að kynda þetta bál og viðhalda. Þingmenn og einstaklingar sem vinna hjá hinu opinbera eða hjá hálfopinberum fyrirtækjum eru gerendur í deilunni og skópu hana með innihaldslausu málþófi og sundrungarræðum á Alþingi síðasta sumar, til þess að komast í „facesave“ með því að komast hjá því að ræða þann gríðarlega vanda sem þessir hinir sömu einstaklingar höfðu komið Íslandi í og leiddu til Hrunsins.
„Facesave“fólki virðist vera slétt sama þó það leggi í rúst fjölmörg fyrirtæki og heimili launamanna á almennum vinnumarkaði. Ef einhver bendir á öll götin í málflutningi þeirra, eru þeir hinir sömu úthrópaðir sem landráðamenn, eða eitthvað álíka geðfellt, sem reyndar einkennir allan málflutning „facesave“fólks.
Hér með er skorað á „facesave“fólkið að stíga út úr hinu örugga kampavínsumhverfi sem þeir hafa skapað sjálfum sér, kostað af hinum venjulega launamanni með kaupmáttarrýrnun, og koma út á hin almenna vinnumarkað og sjá hvaða hryðjuverk þeir hafa unnið. Hverjir það eru sem eru í raun landráðamenn.
Á leikvangi „facesave“fólksins liggja í valnum störf venjulegs launafólks og heimili venjulegs fólks sem stendur í venjulegri baráttu við að halda saman sinni venjulegu fjölskyldu og skapa henni venjulegt mannsæmandi líf.
Sama hvernig á það er litið þá eru það launamenn á almennum vinnumarkaði, sem eru helstu þolendur í þeirri stöðu sem stjórnmálamenn eru búnir að koma Icesave-málinu í. Það eru nefnilega svo mörg önnur mál sem hanga á því að þetta mál verði leyst.
Lauslega má áætla að a.m.k. 1.000 manns hafi misst vinnuna vegna deilunnar og líklega mun að auki tvöfaldur sá fjöldi missa vinnuna vegna Icesave á næstu vikum. Það er ekki hægt með nokkru móti að sjá að Ísland sé að vinna einhver lönd með þessari deilu, nema þá að einhverjir stjórnmálamenn telja sig þurfa að komast í "facesave" eins maður heyrir svo víða á kaffistofum vinnustaðanna. (Hér vísa ég í síðasta pistil)
Í umræðu um Icesave á kaffistofunum er bent á að „facesave“fólk séu undantekningalaust einstaklingar í öruggum störfum, sem standi að því að kynda þetta bál og viðhalda. Þingmenn og einstaklingar sem vinna hjá hinu opinbera eða hjá hálfopinberum fyrirtækjum eru gerendur í deilunni og skópu hana með innihaldslausu málþófi og sundrungarræðum á Alþingi síðasta sumar, til þess að komast í „facesave“ með því að komast hjá því að ræða þann gríðarlega vanda sem þessir hinir sömu einstaklingar höfðu komið Íslandi í og leiddu til Hrunsins.
„Facesave“fólki virðist vera slétt sama þó það leggi í rúst fjölmörg fyrirtæki og heimili launamanna á almennum vinnumarkaði. Ef einhver bendir á öll götin í málflutningi þeirra, eru þeir hinir sömu úthrópaðir sem landráðamenn, eða eitthvað álíka geðfellt, sem reyndar einkennir allan málflutning „facesave“fólks.
Hér með er skorað á „facesave“fólkið að stíga út úr hinu örugga kampavínsumhverfi sem þeir hafa skapað sjálfum sér, kostað af hinum venjulega launamanni með kaupmáttarrýrnun, og koma út á hin almenna vinnumarkað og sjá hvaða hryðjuverk þeir hafa unnið. Hverjir það eru sem eru í raun landráðamenn.
Á leikvangi „facesave“fólksins liggja í valnum störf venjulegs launafólks og heimili venjulegs fólks sem stendur í venjulegri baráttu við að halda saman sinni venjulegu fjölskyldu og skapa henni venjulegt mannsæmandi líf.
þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Siv biðst vægðar
Siv Friðleifsdóttir er ein fárra stjórnarandstöðuþingmanna sem hefur hingað til ekki verið virkur þátttakandi í þeim sundrungarathöfnum sem ráðið hafa ríkjum á Alþingi undanfarið ár. Hún hefur nú tekið sig til og skammar ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki hlúð að atvinnulífinu.
Allir sem fylgst hafa með Icesave umræðunni vita að á meðan Ísland hafnar því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, standa íslendingum, íslenska ríkinu, íslenskum fyrirtækjum og íslenskum heimilum ekki til boða lán nema á afarkjörum og gríðarlega háum vöxtum. Siv kemst ekki undan því að bera ábyrgð á þessari stöðu.
Allir sem fylgst hafa með þessum málum vita að atvinnulífið hefur bent á að það muni leiða til enn stærra hruns verði þetta ekki leiðrétt. Þessari staðreynd hefur stjórnarandstaðan algjörlega hafnað að horfast í augu við. Nú blasa við hinar skelfilegu afleiðingar gjörða þeirra og þá koma stjórnarandstöðuþingmenn fram hver á fætur öðrum og reyna af koma af sér ábyrgð. Það segir okkur mikið hver staðan er orðin meðal þeirra, að nú er Siv komin fram á völlinn til þess að sverja af sér gjörðir sínar.
Ég hef margoft fjallað um það hér að stór hópur sjálfstæðismanna í atvinnulífinu, bæði í forystu fyrirtækja og meðal launamanna hafa verið ákaflega ósáttir við athafnir þingmanna og starfsmanna flokksins. Þetta er nú að koma fram, sé m.a. litið til frétta á AMX.
Rifjum enn einu sinni upp þetta ferli og hvers vegna erlendar nágrannaþjóðir okkar skilja ekki óábyrga afstöðu íslendinga. Hvers vegna Ísland er komið í hóp óráðssíu ríkja.
Þann 8. okt. 2008 sendir Geirs Haarde forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Bretar tryggðu innistæður, þar kom m.a. fram : "Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.
Þann 13. okt. 2008 er gert samkomuleg milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda. Það kemur m.a. fram "Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigenda."
Ríkisstjórn Geirs Haarde sendi frá sér fréttatilkynningu vegna þessa samkomulags þar sem kom m.a. fram að lánið muni bera 6,7 prósenta vexti, reiknað frá útgáfudegi lánsins, og verða endurgreitt á 10 árum. Falli skuldin í gjalddaga munu vextirnir aukast um 0,3 prósentustig í 7 prósent. Ekkert þarf að greiða af láninu fyrstu 3 árin og þar er vísað til Memory of Understanding, undirritað af Baldri Guðlaugssyni einum helsta efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar Geirs.
Þann 16. nóv. 2008 er gert samkomulag við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld munu ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð.
Þann 5. des. 2008 samþykkir Alþingi að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar. Með því staðfestir Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave-innstæðunum.
Þennan sama dag leggur Bjarni Ben. form. Sjálfstæðismanna fram þingsályktun um samninga um ábyrgð ríkissjóðs. Ályktunin var samþykkt á Alþingi, þar stendur m.a. "Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.“
Sjálfstæðismenn stóðu einnig fyrir þingsályktun gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem var samþykkt á Alþingi 5. desember. Viljayfirlýsing um áform íslenskra stjórnvalda: "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."
Að auki má nefna samþykktir Alþingis um Icesave 28. ágúst og 31. desember. Í báðum er samþykkt að greiða lágmarksinnstæðu. Fyrri lögin voru staðfest af forseta Íslands en þau síðari, breytingalögin, verða borin undir þjóðaratkvæði 6. mars 2010.
Samkv. 10. grein laga um innstæðutryggingar eru fortakslaus fyrirmæli til tryggingarsjóðs að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þessari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Tryggingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til verður ríkissjóður leggja það til sem upp á vantar.
Ríkisstjórnin getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave, hversu mikið það verður er ekki ljóst vegna ófrágenginna mála hjá Landsbanka. En það verður áfram innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn. Eðlilegt er að hækka gjald fjármálafyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostnað ríkissjóðs.
Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæðum verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslenskir sparifjáreigendur munu þá vitanlega leita til útlanda í öryggið. Að auki munu skuldir Íslenska ríkisins bera umtalsvert hærri vexti. Sama gildir um fyrirtækin og heimilin. Gengi krónunnar mun verða áfram lágt og kaupmáttur minnka.
Fyrirtækin í landinu munu ekki eiga kost á lánum, nema þá á afar kjörum og verða þar af leiðandi ekki samkeppnishæf. Atvinnulífið mun hrynja.
Allir sem fylgst hafa með Icesave umræðunni vita að á meðan Ísland hafnar því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, standa íslendingum, íslenska ríkinu, íslenskum fyrirtækjum og íslenskum heimilum ekki til boða lán nema á afarkjörum og gríðarlega háum vöxtum. Siv kemst ekki undan því að bera ábyrgð á þessari stöðu.
Allir sem fylgst hafa með þessum málum vita að atvinnulífið hefur bent á að það muni leiða til enn stærra hruns verði þetta ekki leiðrétt. Þessari staðreynd hefur stjórnarandstaðan algjörlega hafnað að horfast í augu við. Nú blasa við hinar skelfilegu afleiðingar gjörða þeirra og þá koma stjórnarandstöðuþingmenn fram hver á fætur öðrum og reyna af koma af sér ábyrgð. Það segir okkur mikið hver staðan er orðin meðal þeirra, að nú er Siv komin fram á völlinn til þess að sverja af sér gjörðir sínar.
Ég hef margoft fjallað um það hér að stór hópur sjálfstæðismanna í atvinnulífinu, bæði í forystu fyrirtækja og meðal launamanna hafa verið ákaflega ósáttir við athafnir þingmanna og starfsmanna flokksins. Þetta er nú að koma fram, sé m.a. litið til frétta á AMX.
Rifjum enn einu sinni upp þetta ferli og hvers vegna erlendar nágrannaþjóðir okkar skilja ekki óábyrga afstöðu íslendinga. Hvers vegna Ísland er komið í hóp óráðssíu ríkja.
Þann 8. okt. 2008 sendir Geirs Haarde forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Bretar tryggðu innistæður, þar kom m.a. fram : "Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.
Þann 13. okt. 2008 er gert samkomuleg milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda. Það kemur m.a. fram "Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigenda."
Ríkisstjórn Geirs Haarde sendi frá sér fréttatilkynningu vegna þessa samkomulags þar sem kom m.a. fram að lánið muni bera 6,7 prósenta vexti, reiknað frá útgáfudegi lánsins, og verða endurgreitt á 10 árum. Falli skuldin í gjalddaga munu vextirnir aukast um 0,3 prósentustig í 7 prósent. Ekkert þarf að greiða af láninu fyrstu 3 árin og þar er vísað til Memory of Understanding, undirritað af Baldri Guðlaugssyni einum helsta efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar Geirs.
Þann 16. nóv. 2008 er gert samkomulag við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld munu ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð.
Þann 5. des. 2008 samþykkir Alþingi að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar. Með því staðfestir Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave-innstæðunum.
Þennan sama dag leggur Bjarni Ben. form. Sjálfstæðismanna fram þingsályktun um samninga um ábyrgð ríkissjóðs. Ályktunin var samþykkt á Alþingi, þar stendur m.a. "Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.“
Sjálfstæðismenn stóðu einnig fyrir þingsályktun gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem var samþykkt á Alþingi 5. desember. Viljayfirlýsing um áform íslenskra stjórnvalda: "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."
Að auki má nefna samþykktir Alþingis um Icesave 28. ágúst og 31. desember. Í báðum er samþykkt að greiða lágmarksinnstæðu. Fyrri lögin voru staðfest af forseta Íslands en þau síðari, breytingalögin, verða borin undir þjóðaratkvæði 6. mars 2010.
Samkv. 10. grein laga um innstæðutryggingar eru fortakslaus fyrirmæli til tryggingarsjóðs að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þessari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Tryggingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til verður ríkissjóður leggja það til sem upp á vantar.
Ríkisstjórnin getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave, hversu mikið það verður er ekki ljóst vegna ófrágenginna mála hjá Landsbanka. En það verður áfram innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn. Eðlilegt er að hækka gjald fjármálafyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostnað ríkissjóðs.
Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæðum verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslenskir sparifjáreigendur munu þá vitanlega leita til útlanda í öryggið. Að auki munu skuldir Íslenska ríkisins bera umtalsvert hærri vexti. Sama gildir um fyrirtækin og heimilin. Gengi krónunnar mun verða áfram lágt og kaupmáttur minnka.
Fyrirtækin í landinu munu ekki eiga kost á lánum, nema þá á afar kjörum og verða þar af leiðandi ekki samkeppnishæf. Atvinnulífið mun hrynja.
mánudagur, 22. febrúar 2010
Heimaskítsmát
Stjórnarandstaðan hefur purkunarlaust nýtt Icesave í pólitískt upphlaup og heiftúðuga sundrungarpólitík. Öllum brögðum er beitt: hagsmunir ýktir, spilað á þjóðarstolt, óvinveittar þjóðir skapaðar. Síðast en ekki síst hið venjubundna valdatafl stjórnmálaflokka. Umræðan hefur verið vanstillt með ofsafengnum upphópunum og málþófi.
Nú liggur fyrir að sá valkostur var aldrei upp á borðum um að kjósa sig frá ábyrgð á Icesave og formenn stjórnandstöðunnar hafa viðurkennt það í fjölmiðlum, sama má segja um forsvarsmenn InDefence. Þeir eru allmargir sem hafa gengið með þeim í þeirri trú að baráttan hafi staðið um að losna við Icesave, enda hefur oftlega í orðræðunni verið látið í það skína að svo sé. Þau eru ofsafengin viðbrögðin þegar bent er á götin í málflutning þessara herramanna.
Í þessu sambandi má benda á viðbrögð ef bent er á það sem margar stofnanir innlendar og erlendar hafa ítrekað bent á allan tímann, að skuldin sé fjarri því að vera ókleifur múr. Seðlabanki Íslands, starfsmenn fjármálaráðuneytis, ásamt fulltrúum AGS og hagfræðistofnunar Háskólans hafa ætíð haldið þessu fram. Ekkert annað hefur komið fram í málinu en að Ísland muni vel getað staðið undir skuldbindingum sínum.
Þeir sem voga sér að vera ekki sammála Sigmundi Davíð og Bjarna Ben á að þeirra mati að gera brottræka úr íslensku samfélagi vegna svika við hagsmuni þjóðarinnar. Fólk er sakað um undirlægjuhátt og sakað um að vera talsmenn útlendinga fremur en Íslendinga. Sigmundur Davíð krefst hreinsana í nafni þjóðarhagsmuna. Þórólfur Matthíasson prófessor er fordæmdur fyrir svik, þegar hann hefur svarað fyrir sig með málefnalegum hætti.
Samstaða er hjá hinum pólitísku tvíburum um að beita öllum brögðum til þess að þagga niður önnur sjónarmið. Ef samningamenn Íslands svara heiftúðugri gagnrýni eru þeir fordæmdir sem svikarar við Ísland. Því er hiklaust haldið fram að forsætis- og fjármálaráðherrar standi vísvitandi í vegi fyrir öllu sem íslenskt er og búi stjórnarandstöðunni svikráð. Engin má tjá sig án þess að samþykkja málatilbúnað sjálfstæðis- og framsóknarmanna, sem er líklega það lægsta sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum og er þá langt til jafnað.
Allt virðist benda til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni Ben vilji ekki að það sé samið, það henti þeim ekki, skítt með stöðu efnahags- og atvinnulífsins og hagsmuni íslenskra launamanna.
Nú blasir við að nýr samningur mun líklega ekki skila neinu öðru en því sem þegar stóð til boða í heimildar- og endurskoðunarákvæðum fyrri samnings. Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eru með liðlega 1.000 nýja atvinnulausa á samviskunni og mun verri stöðu íslensks samfélags. Auk þess að fall efnahagslífsins er mun dýpra en það hefði þurft að vera og skriðþunginn í fallinu orðin það þungur að atvinnuleysið er að aukast og um 2 - 3 þús. gætu bæst við skrárnar á næstu vikum.
Nú liggur fyrir að sá valkostur var aldrei upp á borðum um að kjósa sig frá ábyrgð á Icesave og formenn stjórnandstöðunnar hafa viðurkennt það í fjölmiðlum, sama má segja um forsvarsmenn InDefence. Þeir eru allmargir sem hafa gengið með þeim í þeirri trú að baráttan hafi staðið um að losna við Icesave, enda hefur oftlega í orðræðunni verið látið í það skína að svo sé. Þau eru ofsafengin viðbrögðin þegar bent er á götin í málflutning þessara herramanna.
Í þessu sambandi má benda á viðbrögð ef bent er á það sem margar stofnanir innlendar og erlendar hafa ítrekað bent á allan tímann, að skuldin sé fjarri því að vera ókleifur múr. Seðlabanki Íslands, starfsmenn fjármálaráðuneytis, ásamt fulltrúum AGS og hagfræðistofnunar Háskólans hafa ætíð haldið þessu fram. Ekkert annað hefur komið fram í málinu en að Ísland muni vel getað staðið undir skuldbindingum sínum.
Þeir sem voga sér að vera ekki sammála Sigmundi Davíð og Bjarna Ben á að þeirra mati að gera brottræka úr íslensku samfélagi vegna svika við hagsmuni þjóðarinnar. Fólk er sakað um undirlægjuhátt og sakað um að vera talsmenn útlendinga fremur en Íslendinga. Sigmundur Davíð krefst hreinsana í nafni þjóðarhagsmuna. Þórólfur Matthíasson prófessor er fordæmdur fyrir svik, þegar hann hefur svarað fyrir sig með málefnalegum hætti.
Samstaða er hjá hinum pólitísku tvíburum um að beita öllum brögðum til þess að þagga niður önnur sjónarmið. Ef samningamenn Íslands svara heiftúðugri gagnrýni eru þeir fordæmdir sem svikarar við Ísland. Því er hiklaust haldið fram að forsætis- og fjármálaráðherrar standi vísvitandi í vegi fyrir öllu sem íslenskt er og búi stjórnarandstöðunni svikráð. Engin má tjá sig án þess að samþykkja málatilbúnað sjálfstæðis- og framsóknarmanna, sem er líklega það lægsta sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum og er þá langt til jafnað.
Allt virðist benda til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni Ben vilji ekki að það sé samið, það henti þeim ekki, skítt með stöðu efnahags- og atvinnulífsins og hagsmuni íslenskra launamanna.
Nú blasir við að nýr samningur mun líklega ekki skila neinu öðru en því sem þegar stóð til boða í heimildar- og endurskoðunarákvæðum fyrri samnings. Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eru með liðlega 1.000 nýja atvinnulausa á samviskunni og mun verri stöðu íslensks samfélags. Auk þess að fall efnahagslífsins er mun dýpra en það hefði þurft að vera og skriðþunginn í fallinu orðin það þungur að atvinnuleysið er að aukast og um 2 - 3 þús. gætu bæst við skrárnar á næstu vikum.
miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Sjálfsupphafning
Sigmundur Davíð vill láta reka alla þá sem ekki eru honum sammála. Komi fram skoðun sem er andstæð skoðunum Sigmundar Davíð og Bjarna Ben fá þeir alltaf viðtal strax í næsta fréttatíma hjá RÚV, þar sem þeir lýsa frati á alla þá sem vilja ekki fylgja þeim möglunarlaust. Nú keppast menn við að reyta æruna af Þórólfi Matthíassyni, vegna þess að hann bendir á ýmis göt í málflutning þeirra fóstbræðra og færir haldgóð rök fyrir sínu máli.
Ef menn fylgja ekki skoðunum þeirra fóstbræðra eru þeir hinir sömu dæmdir umsvifalaust sem landráðamenn og á móti öllu sem íslenskt er. Svikabrigsl og ásakanir um annarleg sjónarmið og blekkingar gagnast lítið við að koma okkur út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ömurlegt þegar formenn stjórnmálaflokka hafa ekki dug í sér að takast á málefnalegan hátt við staðreyndir. Þetta kemur einnig glögglega fram í vangaveltum Breta um einkennilega umskiptingar Sjálfstæðisflokksins við samningaborðið nú og svo fyrir ári.
Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni að mér finnist hún hreint út sagt ömurleg sú staða sem eftirlits- og fyrirhyggjuleysi þeirra sem stjórnuðu íslensku samfélagi árin 2007 – fram yfir Hrun hefur komið okkur í. Ég er ekki fylgjandi því að almennir skattgreiðendur eigi að greiða skuldir óreiðumanna, en það er svo annað mál hvaða skuldbindingar fyrrverandi stjórnvöld hafa samþykkt. Fóstbræðurnir hafa komið í veg fyrir vitræna umræðu. Einkennilegt hefur verið að hlusta á t.d. málflutning nokkurra fyrrv. stjórnarþingmanna, með tillit til þeirra staðreynda sem liggja á borðinu.
Nú virðist stefna í samkomulag þar sem þessar skuldbindingar munu ráða för. Þá blasir við sá gríðarlegi skaði sem Sigmundur Davíð og Bjarni Ben hafa valdið íslensku samfélagi. Þeir víkja sér ekkert undan því að láta reka alla þá sem benda á þess atriði. Það segir í raun ekkert annað en á hver lágu plani þeir hafa siglt.
Nú eru Sigmundur Davíð og Bjarni Ben mættir á þing og vilja allt í einu nú fara að tala um vaxandi atvinnuleysi og vitanlega telja þeir að hér sé eitthvað vandamál sem ríkisstjórnin bjó til að því virðist til þess eins að koma höggi á almenning.
Allmargir hafa reynt undanfarið ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að benda þeim á hversu mikinn skaða stjórnarandstaðan hefur valdið íslensku samfélagi með því að halda Alþingi í gíslingu. Forsvarsmenn fyrirtækjanna og samtaka launamanna hafa spurt stjórnarandstöðuna um hvers vegna stjórnmálamenn geti ekki tekið höndum saman um að takast á við þann vanda sem liggur fyrir í stað þess að stunda sundrungar- og ofbeldisstjórnmál.
En í stað þess hefur forysta stjórnarandstöðunnar skipulagt endalausar staglræður um ekkert og svo bjálfaleg andsvör. Í fullkomnu ábyrgðarleysi hafa þeir hagað sér eins smákrakkar á ræðunámskeiði, sem vinna eftir forsögn. Þannig voru störf þeirra allt síðasta ár og atvinnulífið dróst saman.
Í hverri ræðunni á fætur annarri hafa þeir staglast á að þeir stæðu að „einstaklega málefnalegri umræðu.“ Og hin skipulögðu andsvör hefjast á þessum orðum; „Ég vil þakka háttvirtum þingmanni fyrir einstaklega góða og efnisríka ræðu.“
Sigmundur Davíð og Bjarni Ben virðast vera þjakaðir af einhvers konar messíasarduld, sem lýsir sér í bjargfastri trú byggðri á sannleik sem öðrum er hulinn, að þeir og enginn annar geti bjargað þjóðinni frá glötun.
Þeir hafa beitt ofbeldi til að koma í veg fyrir að mál sem þeir eru ósammála og eru í minnihluta komist í gegn. Afstaða stjórnarandstöðunnar hefur mótast af mótsagnarkenndri og oft barnalegri sjálfsupphafningu, en um leið hefur hún valdið almennum launamönnum og íslensku samfélagi ofboðslegum skaða.
Ef menn fylgja ekki skoðunum þeirra fóstbræðra eru þeir hinir sömu dæmdir umsvifalaust sem landráðamenn og á móti öllu sem íslenskt er. Svikabrigsl og ásakanir um annarleg sjónarmið og blekkingar gagnast lítið við að koma okkur út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ömurlegt þegar formenn stjórnmálaflokka hafa ekki dug í sér að takast á málefnalegan hátt við staðreyndir. Þetta kemur einnig glögglega fram í vangaveltum Breta um einkennilega umskiptingar Sjálfstæðisflokksins við samningaborðið nú og svo fyrir ári.
Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni að mér finnist hún hreint út sagt ömurleg sú staða sem eftirlits- og fyrirhyggjuleysi þeirra sem stjórnuðu íslensku samfélagi árin 2007 – fram yfir Hrun hefur komið okkur í. Ég er ekki fylgjandi því að almennir skattgreiðendur eigi að greiða skuldir óreiðumanna, en það er svo annað mál hvaða skuldbindingar fyrrverandi stjórnvöld hafa samþykkt. Fóstbræðurnir hafa komið í veg fyrir vitræna umræðu. Einkennilegt hefur verið að hlusta á t.d. málflutning nokkurra fyrrv. stjórnarþingmanna, með tillit til þeirra staðreynda sem liggja á borðinu.
Nú virðist stefna í samkomulag þar sem þessar skuldbindingar munu ráða för. Þá blasir við sá gríðarlegi skaði sem Sigmundur Davíð og Bjarni Ben hafa valdið íslensku samfélagi. Þeir víkja sér ekkert undan því að láta reka alla þá sem benda á þess atriði. Það segir í raun ekkert annað en á hver lágu plani þeir hafa siglt.
Nú eru Sigmundur Davíð og Bjarni Ben mættir á þing og vilja allt í einu nú fara að tala um vaxandi atvinnuleysi og vitanlega telja þeir að hér sé eitthvað vandamál sem ríkisstjórnin bjó til að því virðist til þess eins að koma höggi á almenning.
Allmargir hafa reynt undanfarið ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að benda þeim á hversu mikinn skaða stjórnarandstaðan hefur valdið íslensku samfélagi með því að halda Alþingi í gíslingu. Forsvarsmenn fyrirtækjanna og samtaka launamanna hafa spurt stjórnarandstöðuna um hvers vegna stjórnmálamenn geti ekki tekið höndum saman um að takast á við þann vanda sem liggur fyrir í stað þess að stunda sundrungar- og ofbeldisstjórnmál.
En í stað þess hefur forysta stjórnarandstöðunnar skipulagt endalausar staglræður um ekkert og svo bjálfaleg andsvör. Í fullkomnu ábyrgðarleysi hafa þeir hagað sér eins smákrakkar á ræðunámskeiði, sem vinna eftir forsögn. Þannig voru störf þeirra allt síðasta ár og atvinnulífið dróst saman.
Í hverri ræðunni á fætur annarri hafa þeir staglast á að þeir stæðu að „einstaklega málefnalegri umræðu.“ Og hin skipulögðu andsvör hefjast á þessum orðum; „Ég vil þakka háttvirtum þingmanni fyrir einstaklega góða og efnisríka ræðu.“
Sigmundur Davíð og Bjarni Ben virðast vera þjakaðir af einhvers konar messíasarduld, sem lýsir sér í bjargfastri trú byggðri á sannleik sem öðrum er hulinn, að þeir og enginn annar geti bjargað þjóðinni frá glötun.
Þeir hafa beitt ofbeldi til að koma í veg fyrir að mál sem þeir eru ósammála og eru í minnihluta komist í gegn. Afstaða stjórnarandstöðunnar hefur mótast af mótsagnarkenndri og oft barnalegri sjálfsupphafningu, en um leið hefur hún valdið almennum launamönnum og íslensku samfélagi ofboðslegum skaða.
mánudagur, 15. febrúar 2010
Speki rétttrúaðra
Hún er einkennileg umræðan þessa dagana af hálfu fylgismanna þeirrar efnahagsstefnu sem tekin var upp hér á landi í lok síðustu aldar og fylgt fram yfir Hrun, og var nefnt af rétttrúuðum „Hið íslenska efnahagsundur“.
Umræðulist þessara manna einkennist af því að fárast yfir að ekki sé fjallað um meintar sakir einhverja svokallaðra vinstri manna jafnmikið og einhverja svokallaðra hægri manna.
Ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að flokka menn hér á landi í tvo hópa. Þeir sem eru sammála fylgismönnum Davíðs eru rétttrúaðir hægri menn, aðrir eru vinstri menn.
Yfirlýstir sjálfstæðismenn stigu fram á föstudaginn og vilja kanna samninga við ESB og upptöku Evru, þeir urðu svikurum í augum sanntrúaðra. Margir sem telja sig vera fylgismenn hinnar sönnu stefnu Sjálfstæðisflokksins, fóru úr flokknum sakir þess að flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu undir stjórn þeirra sem telja sig vera hina rétttrúuðu.
Í hugum hinna rétttrúuðu hugsuða virðist einungis vera ein rétt skoðun, aðrar skoðanir eru áróður. Ef menn vilja ræða um ESB mál með jákvæðum hætti, er það áróður, Ef menn vilja endurskoða kvótakerfið, er það áróður. Ef menn eru ósammála málatilbúnaði Bjarna Ben í Icesave, þá eru menn landráðamenn sem reka áróður gegn hagsmunum Íslands.
Í pistlum þessara manna virðist það jafngilda sakaruppgjöf hjá Baldri Guðlaugssyni að Össur seldi stofnbréf í sparisjóð og hagnaðist um 30 millj. kr. Án þess að ég ætli mér að dæma í þessum málum, þá er þetta harla einkennileg réttarfarsleg hugsun, svo ekki sé nú meira sagt, að ef hægt er finna sök hjá einum jafngildi það sakaruppgjöf hjá öðrum.
Hún er líka harla einkennileg samlíking sanntrúaðra á því hvernig fjallað var um Fjölmiðlafumvarp Davíðs og svo Icesave. Þó augljóslega sé himinn og haf milli þessara tveggja mála.
Umræðulist þessara manna einkennist af því að fárast yfir að ekki sé fjallað um meintar sakir einhverja svokallaðra vinstri manna jafnmikið og einhverja svokallaðra hægri manna.
Ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að flokka menn hér á landi í tvo hópa. Þeir sem eru sammála fylgismönnum Davíðs eru rétttrúaðir hægri menn, aðrir eru vinstri menn.
Yfirlýstir sjálfstæðismenn stigu fram á föstudaginn og vilja kanna samninga við ESB og upptöku Evru, þeir urðu svikurum í augum sanntrúaðra. Margir sem telja sig vera fylgismenn hinnar sönnu stefnu Sjálfstæðisflokksins, fóru úr flokknum sakir þess að flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu undir stjórn þeirra sem telja sig vera hina rétttrúuðu.
Í hugum hinna rétttrúuðu hugsuða virðist einungis vera ein rétt skoðun, aðrar skoðanir eru áróður. Ef menn vilja ræða um ESB mál með jákvæðum hætti, er það áróður, Ef menn vilja endurskoða kvótakerfið, er það áróður. Ef menn eru ósammála málatilbúnaði Bjarna Ben í Icesave, þá eru menn landráðamenn sem reka áróður gegn hagsmunum Íslands.
Í pistlum þessara manna virðist það jafngilda sakaruppgjöf hjá Baldri Guðlaugssyni að Össur seldi stofnbréf í sparisjóð og hagnaðist um 30 millj. kr. Án þess að ég ætli mér að dæma í þessum málum, þá er þetta harla einkennileg réttarfarsleg hugsun, svo ekki sé nú meira sagt, að ef hægt er finna sök hjá einum jafngildi það sakaruppgjöf hjá öðrum.
Hún er líka harla einkennileg samlíking sanntrúaðra á því hvernig fjallað var um Fjölmiðlafumvarp Davíðs og svo Icesave. Þó augljóslega sé himinn og haf milli þessara tveggja mála.
laugardagur, 13. febrúar 2010
Glögg augu gestsins
Undanfarið ár hef ég lent í nokkrum viðtölum við erlenda fjölmiðla, flesta norræna. Var í gær í löngu viðtali, við hollenska blaðakonu. Það er sammerkt með erlendum blaðamönnum að þeir hafa sett sig vel inn í mál. Vita vel hvað þeir ætla spyrjast fyrir um og vilja fá skýringar með svörum. Ekki eins og sumir af hinum íslensku kollegum þeirra, sem byrja stundum viðtöl með innslaginu; „Ég veit ekkert um þetta mál, en var sagt að tala við þig. Um hvað snýst málið?“
Hollenska blaðakonan hafði rætt við allnokkra íslendinga áður en hún hitti mig og verið m.a. á blaðamannafundi InDefence. Henni fannst upplegg hópsins einkennilegt og virtist sannfærð um að þarna væri um að ræða einhverja aðkeypta uppsetningu af þeim stjórnmálamönnum sem væru í „við viljum ekki borga liðinu.“ Þarna hefðu setið karlmenn allir á sama aldri, eins klæddir, penir og töluðu eins þeir hefðu lært texta utanbókar. Hún þekkti suma þeirra með nöfnum og var búinn að fá upplýsingar um tengsl þeirra m.a. við Sigmund Davíð.
Hún lagði áherslu á að fá skýringu á því hvers vegna Icesave væri svona mikið mál. Það væru greinilega önnur mun umfangsmeiri mál sem íslendingar þyrftu að fást við. Í núverandi samning væru ákvæði um endurskoðun á öllum stigum og nýr samningur myndi tæpast innihalda mikla breytingu, nema þá í framsetningu. Það væri ekki eins mikið sem Ísland þyrfti að greiða og sumir héldu fram. Þrotabú Landsbankans ætti fyrir umtalsverðum hluta af því sem endurgreiða þyrfti, eins og fjármálaráðherra Íslands hefði bent á í viðtali fyrr um daginn.
Hún spurði um hvort Icesave umfjöllunin hér og allur hamagangurinn, sem búið væri að setja í gang vegna hennar, væri ekki eitthvert pólitískt sjónarspil þeirra sem að því stæðu, til þess að komast hjá því að ræða alvöruna sem lægi að baki Hrunsins og og hún vildi fá að heyra um aðdraganda þess. Hvort það hefðu ekki verið einhverjir sem hefðu áttað sig á því hvert stefndi með íslenskt efnahagslíf og bankana. Spurði m.a. um afstöðu mína í aðdraganda Hrunsins. Það hefði verið rætt niður í Evrópu um veika stöðu íslenska bankakerfisins og einkennilegar fjárfestingar íslendinga. Hvernig hefði það verið hér?
Viðtal okkar snérist um þann gríðarlega skaða sem búið væri að valda íslensku samfélagi með þessu sjónarspili. Álit Íslands hefði laskast mikið og fjármálastofnanir vildu sumar hverjar slíta öllu sambandi við Ísland. T.d. hefðu erlendar lánastofnanir gjaldfellt lán til mikils skaða fyrir íslensk fyrirtæki og lífeyrissjóði landsmanna. Atvinnuleysi hefði vaxið að óþörfu, sama ætti við um kaupmáttur hann hefði minnkað vegna þess að gengið hefði fallið vegna þessa málþófs.
Hún spurði út í endurtekin viðbrögð íslendinga, sem væru fólgin í hvers vegna þeir teldu sig alltaf þurfa að skýra út sérstöðu sína. Þeir hefðu á sínum tíma neitað að horfast í augu við aðvaranir um að íslenskir bankar væru í stórri hættu. Því hefði verið svarað fram á síðasta dag af forsvarsmönnum Íslands að svo væri ekki. Hér væri allt í fínu lagi og hefðu sent þungavigtarfólk niður til Evrópu til þess að útskýra sérstöðu Íslands og þar hefði því margendurtekið verið lýst að staða íslensks efnahagslífs væri óvenjulega sterk og engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af stöðu íslenskra banka.
Íslendingar virtust alltaf víkja sér undan því að horfast í augu við vandann og ráðast að rótum hans. Oft er talað um glögg augu gestsins.
Hollenska blaðakonan hafði rætt við allnokkra íslendinga áður en hún hitti mig og verið m.a. á blaðamannafundi InDefence. Henni fannst upplegg hópsins einkennilegt og virtist sannfærð um að þarna væri um að ræða einhverja aðkeypta uppsetningu af þeim stjórnmálamönnum sem væru í „við viljum ekki borga liðinu.“ Þarna hefðu setið karlmenn allir á sama aldri, eins klæddir, penir og töluðu eins þeir hefðu lært texta utanbókar. Hún þekkti suma þeirra með nöfnum og var búinn að fá upplýsingar um tengsl þeirra m.a. við Sigmund Davíð.
Hún lagði áherslu á að fá skýringu á því hvers vegna Icesave væri svona mikið mál. Það væru greinilega önnur mun umfangsmeiri mál sem íslendingar þyrftu að fást við. Í núverandi samning væru ákvæði um endurskoðun á öllum stigum og nýr samningur myndi tæpast innihalda mikla breytingu, nema þá í framsetningu. Það væri ekki eins mikið sem Ísland þyrfti að greiða og sumir héldu fram. Þrotabú Landsbankans ætti fyrir umtalsverðum hluta af því sem endurgreiða þyrfti, eins og fjármálaráðherra Íslands hefði bent á í viðtali fyrr um daginn.
Hún spurði um hvort Icesave umfjöllunin hér og allur hamagangurinn, sem búið væri að setja í gang vegna hennar, væri ekki eitthvert pólitískt sjónarspil þeirra sem að því stæðu, til þess að komast hjá því að ræða alvöruna sem lægi að baki Hrunsins og og hún vildi fá að heyra um aðdraganda þess. Hvort það hefðu ekki verið einhverjir sem hefðu áttað sig á því hvert stefndi með íslenskt efnahagslíf og bankana. Spurði m.a. um afstöðu mína í aðdraganda Hrunsins. Það hefði verið rætt niður í Evrópu um veika stöðu íslenska bankakerfisins og einkennilegar fjárfestingar íslendinga. Hvernig hefði það verið hér?
Viðtal okkar snérist um þann gríðarlega skaða sem búið væri að valda íslensku samfélagi með þessu sjónarspili. Álit Íslands hefði laskast mikið og fjármálastofnanir vildu sumar hverjar slíta öllu sambandi við Ísland. T.d. hefðu erlendar lánastofnanir gjaldfellt lán til mikils skaða fyrir íslensk fyrirtæki og lífeyrissjóði landsmanna. Atvinnuleysi hefði vaxið að óþörfu, sama ætti við um kaupmáttur hann hefði minnkað vegna þess að gengið hefði fallið vegna þessa málþófs.
Hún spurði út í endurtekin viðbrögð íslendinga, sem væru fólgin í hvers vegna þeir teldu sig alltaf þurfa að skýra út sérstöðu sína. Þeir hefðu á sínum tíma neitað að horfast í augu við aðvaranir um að íslenskir bankar væru í stórri hættu. Því hefði verið svarað fram á síðasta dag af forsvarsmönnum Íslands að svo væri ekki. Hér væri allt í fínu lagi og hefðu sent þungavigtarfólk niður til Evrópu til þess að útskýra sérstöðu Íslands og þar hefði því margendurtekið verið lýst að staða íslensks efnahagslífs væri óvenjulega sterk og engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af stöðu íslenskra banka.
Íslendingar virtust alltaf víkja sér undan því að horfast í augu við vandann og ráðast að rótum hans. Oft er talað um glögg augu gestsins.
fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Er sandkassaleiknum lokið?
Stór hluti þjóðarinnar hefur allt frá Hruni kallað eftir því að stjórnmálamenn leggi til hliðar sandkassaleikinn, semji um vopnahlé og taki höndum saman um lausn þeirra gríðarlegu vandamála sem við blasa. Það er hugarfarið sem er stærsta vandamál Íslands og er mun stærra vandamál en Icesave. Stjórnmálamenn hafa ekki leitað lausna, þeir hafa haldið sig að deilunum. Afleiðingin blasir við, engar lausnir og staðan versnar.
Það er mikill undiralda í þjóðfélaginu og stutt í enn meira fall, Ef ekkert gerist þá duga þegar ákveðnar skattahækkanir ekki og líklega þarf ef fram fer sem horfir að hækka skatta aftur næsta haust og atvinnuleysið mun halda áfram að vaxa. Stærsti skaðinn sem stjórnmálamenn eru búnir að valda með sandkassaleik sínum er fólgin í stöðu gengisins, háum vöxtum, sem veldur uppdráttarsýki atvinnulífs og vaxandi skuldastöðu heimila og fyrirtækja.
Um þetta hef ég m.a. fjallað ítarlega (hér) og (hér)
Það er algjört grundvallaratriði að fá stöðugleika og ná genginu til baka. Núna er undirliggjandi 10% verðlagshækkun ef gengi kronunnar verður ekki lagað strax og kaupmáttur mun því falla enn meira. Þetta er alfarið sök athafna íslenskra stjórnmálamanna undanfarið ár. Ekki einhver utanaðkomandi vandi.
Loks nú eftir rúmlega árs sundrungarstjórnmál virðist hilla undir það að stjórnarandstaðan ætli að fara að vinna að málum af einhverjum heilindum og hættu ræðuleikfiminni. Enda blasa nú við afleiðingar sundrungarstefnunnar = atvinnulífið er að hrynja. Atvinnuleysi er að vaxa vegna athafna þeirra. Ef farið hefði verið að tillögum aðila vinnumarkaðs, væri atvinnuleysið byrja að minnka. Icesave er smámál við hliðina á þessu.
En það er ekki bara stjórnarandstaðan sem hefur vikið sér undan því að horfast í augu við þann vanda sem við Íslandi blasir, ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við Icesave og er þjökuð að af ákvarðanafælni. Icesave er sannarlega ekki stærsta málið, en stjórnmálamenn eru helteknir af því og á meðan sitja mörg mál á hakanum. Í skjóli þess spila sumir ráðherrar einleik eins og t.d. sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra og valda miklum skaða.
Er VG á móti hagvexti? Hver á að greiða kostnaðinn af rekstri velferðarkerfisins? Menn verða að standa í fæturna og láta af hringlanda hætti og horfast í augu við það að ef búið er að samþykkja álver í Helguvík og endurnýjun núverandi kerskála Straumsvíkur þá er vitanlega búið að samþykkja allan þann pakka. Það er að segja að framleiða orku og heimila að flytja hana á notkunarstað. Það er þá hreinskiptara að segja að það verði síðan ekki meira um álver hér á landi.
Öll gerum við kröfur um að viðhalda velferðakerfinu eins og það var fyrir Hrun,. Ekki má skera niður í heilbrigðiskerfinu, heldur ekki skólakerfinu, eða skerða bætur í almenna kerfinu. En hversu mikinn hagvöxt þurfum við til þess? Ef komast á úr þessum vanda þurfum við 4 – 5% hagvöxt á ári næstu 5 ár. Auka þarf útflutningstekjur um 60 – 70 milljarða á ári. Helmingur þess gæti komið frá álverum og 25% úr ferðamannaiðnaði og restin frá sprotafyrirtækjum.
Þá fyrst eigum von um að ná lífskjörum að svipuðu marki og þau voru fyrir Hrun.
Það er mikill undiralda í þjóðfélaginu og stutt í enn meira fall, Ef ekkert gerist þá duga þegar ákveðnar skattahækkanir ekki og líklega þarf ef fram fer sem horfir að hækka skatta aftur næsta haust og atvinnuleysið mun halda áfram að vaxa. Stærsti skaðinn sem stjórnmálamenn eru búnir að valda með sandkassaleik sínum er fólgin í stöðu gengisins, háum vöxtum, sem veldur uppdráttarsýki atvinnulífs og vaxandi skuldastöðu heimila og fyrirtækja.
Um þetta hef ég m.a. fjallað ítarlega (hér) og (hér)
Það er algjört grundvallaratriði að fá stöðugleika og ná genginu til baka. Núna er undirliggjandi 10% verðlagshækkun ef gengi kronunnar verður ekki lagað strax og kaupmáttur mun því falla enn meira. Þetta er alfarið sök athafna íslenskra stjórnmálamanna undanfarið ár. Ekki einhver utanaðkomandi vandi.
Loks nú eftir rúmlega árs sundrungarstjórnmál virðist hilla undir það að stjórnarandstaðan ætli að fara að vinna að málum af einhverjum heilindum og hættu ræðuleikfiminni. Enda blasa nú við afleiðingar sundrungarstefnunnar = atvinnulífið er að hrynja. Atvinnuleysi er að vaxa vegna athafna þeirra. Ef farið hefði verið að tillögum aðila vinnumarkaðs, væri atvinnuleysið byrja að minnka. Icesave er smámál við hliðina á þessu.
En það er ekki bara stjórnarandstaðan sem hefur vikið sér undan því að horfast í augu við þann vanda sem við Íslandi blasir, ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við Icesave og er þjökuð að af ákvarðanafælni. Icesave er sannarlega ekki stærsta málið, en stjórnmálamenn eru helteknir af því og á meðan sitja mörg mál á hakanum. Í skjóli þess spila sumir ráðherrar einleik eins og t.d. sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra og valda miklum skaða.
Er VG á móti hagvexti? Hver á að greiða kostnaðinn af rekstri velferðarkerfisins? Menn verða að standa í fæturna og láta af hringlanda hætti og horfast í augu við það að ef búið er að samþykkja álver í Helguvík og endurnýjun núverandi kerskála Straumsvíkur þá er vitanlega búið að samþykkja allan þann pakka. Það er að segja að framleiða orku og heimila að flytja hana á notkunarstað. Það er þá hreinskiptara að segja að það verði síðan ekki meira um álver hér á landi.
Öll gerum við kröfur um að viðhalda velferðakerfinu eins og það var fyrir Hrun,. Ekki má skera niður í heilbrigðiskerfinu, heldur ekki skólakerfinu, eða skerða bætur í almenna kerfinu. En hversu mikinn hagvöxt þurfum við til þess? Ef komast á úr þessum vanda þurfum við 4 – 5% hagvöxt á ári næstu 5 ár. Auka þarf útflutningstekjur um 60 – 70 milljarða á ári. Helmingur þess gæti komið frá álverum og 25% úr ferðamannaiðnaði og restin frá sprotafyrirtækjum.
Þá fyrst eigum von um að ná lífskjörum að svipuðu marki og þau voru fyrir Hrun.
Bjarni Benediktsson á Alþingi nóv. 2008
Vegna ummæla hins sanneikselskandi formanns Sjálfstæðisflokksins í 10 fréttum í gær þá eru hér ummæli hans um þetta mál:
Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innistæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.
Til umræðu var 10 ára lán með 6% vöxtum og jöfnum greiðslum.
Alþingi 38. fundur 28. nóv. 2008 úr ræðu Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokki :
Virðulegi forseti. Mér sýnist nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunnar. Hér með er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan afstað í kjölfarið. Þær voru eins og áður hefur komið fram í umræðunni hér í dag og reyndar áður grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir, sem hefðu verið líklegri til þess að valda íslenskum skattgreiðendum inni byrðum en sú leið sem, málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðilegt álit í því samhengi.
Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.
......
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.
.....
Þegar heildarmyndin er skoðuð er tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli.
Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innistæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.
Til umræðu var 10 ára lán með 6% vöxtum og jöfnum greiðslum.
Alþingi 38. fundur 28. nóv. 2008 úr ræðu Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokki :
Virðulegi forseti. Mér sýnist nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunnar. Hér með er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan afstað í kjölfarið. Þær voru eins og áður hefur komið fram í umræðunni hér í dag og reyndar áður grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir, sem hefðu verið líklegri til þess að valda íslenskum skattgreiðendum inni byrðum en sú leið sem, málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðilegt álit í því samhengi.
Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.
......
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.
.....
Þegar heildarmyndin er skoðuð er tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli.
miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Að standa í fæturna
Stjórnarandstaðan hefur haldið þjóðinni í gíslingu með aðstoð Ögmundar og forsetans í eitt ár. Það liggur fyrir að þeir muni ekki ná fram neinu nýju sem skiptir einhverju máli og það liggur líka fyrir að þeim hefur verið það ljóst allan tímann. Hver mánuður hefur kostað íslendinga 75 milljarða króna. Þetta fólk er búið að mála sig fullkomlega út í horn og þarf hjálp til þess að komast niður úr trjánum. Sigmundur Davíð og Bjarni Ben vilja nú fá að panta á erlenda sérfræðinga til þess bjarga andlitinu.
Sameiginleg yfirlýsing Íslands og framkvæmdastjórnar ESB frá 13. nóvember 2008 er það einföld að Bjarni Ben skildi hana afskaplega vel, sé litið ummæla hans og flokksbræðra á Alþingi þá. Þar segir Ísland fellst á að tilskipunin um innstæðutryggingar gildi hér á landi. Það er skilningur allra Evrópusambandsríkjanna að innstæðutryggingin skuli tvímælalaust greiða út allar innstæður upp að 20 þús. Evru lágmarkinu.
Allt samningaferlið var í samræmi við það sem Ísland hafði ásamt öðrum Evrópuþjóðum komið sér saman um. AGS veitti Íslandi meiri fjárhagslega fyrirgreiðslu en nokkurt aðildarríki hefur fengið. Norðurlöndin og Pólland bættu við því sem þurfti til viðbótar. Bretar og Hollendingar sömdu síðan um lán með skilmálum sem eru hagstæðari en lán hinna aðilanna hvort sem litið er á vexti, greiðslutíma eða gjaldfrjálsan tíma. Hinu pólitíska ferli málsins lauk í Brussel 13. nóvember 2008.
Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og stuðningsmenn hafa reynt að beina athygli frá þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru haustið 2008 og koma sökum á þá sem síðar komu að málinu. Bretar, Hollendingar og Norðurlandaþjóðirnar standa í þeirri trú að Ísland ætli að fara að því sem þeir hefðu undirgengist, að greiða lágmarksinnstæðurnar og endurgreiða lán vegna þeirra. Á grundvelli þessa geta Evrópuþjóðirnar ekki afgreitt AGS mál fyrr en frágangur Icesave væri klár, þar er ekki á ferðinni einhver óvild í garð minni máttar.
Það sem hefur pirrað marga erlendis, og ég komið að nokkrum sinnum hér, er hvort staða Íslands sé yfirhöfuð nokkuð fordæmislaus. Atvinnuleysi hér er og hefur verið minna en í mörgum löndum Evrópu, fall landsframleiðslu áþekkt og víða annars staðar og tekjur á mann þrátt fyrir kreppuna hærri en í flestum ríkjanna. Þetta fólk spyr hvort íslendingar séu svo aumir að þeir geti ekki staðið eins og menn í fæturna án þess að vera með endalausar aðdróttanir í garð annarra þjóða, kröfur um einhverja sérmeðferð og neiti að standa við viðurkenndar skuldbindingar sínar.
Það sé búið að semja við íslendinga 4 sinnum, en þrátt fyrir að þeir samþykki samning og hann sé afgreiddur á Alþingi standi þeir alltaf upp og heimti meira. Þess vegna neita Bretar og Hollendingar að ræða frekar við íslendinga. Þeir segja að það ekkert því til fyrirtsöðu að fara dómstólaleiðina, en þeir ráðleggi íslendingum í fullri vinsemd að gera það ekki. Þá muni allt liggja undir ekki bara 20 þús. Evru ábyrgðin heldur öll áburgðin.
Eftir heimsóknir til Haag og víðar hafa Bjarni og Sigmundur Davíð einfaldlega orðið að viðurkenna að þeir hafi gleymt sér í lýðskruminu og orðið á gríðarlega dýr mistök. Mistök sem setja enn fleiri heimili í vonlausa stöðu. Þarna eru Ögmundur og forsetinn einnig framarlega í ábyrgðarhlutverkum.
Sameiginleg yfirlýsing Íslands og framkvæmdastjórnar ESB frá 13. nóvember 2008 er það einföld að Bjarni Ben skildi hana afskaplega vel, sé litið ummæla hans og flokksbræðra á Alþingi þá. Þar segir Ísland fellst á að tilskipunin um innstæðutryggingar gildi hér á landi. Það er skilningur allra Evrópusambandsríkjanna að innstæðutryggingin skuli tvímælalaust greiða út allar innstæður upp að 20 þús. Evru lágmarkinu.
Allt samningaferlið var í samræmi við það sem Ísland hafði ásamt öðrum Evrópuþjóðum komið sér saman um. AGS veitti Íslandi meiri fjárhagslega fyrirgreiðslu en nokkurt aðildarríki hefur fengið. Norðurlöndin og Pólland bættu við því sem þurfti til viðbótar. Bretar og Hollendingar sömdu síðan um lán með skilmálum sem eru hagstæðari en lán hinna aðilanna hvort sem litið er á vexti, greiðslutíma eða gjaldfrjálsan tíma. Hinu pólitíska ferli málsins lauk í Brussel 13. nóvember 2008.
Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og stuðningsmenn hafa reynt að beina athygli frá þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru haustið 2008 og koma sökum á þá sem síðar komu að málinu. Bretar, Hollendingar og Norðurlandaþjóðirnar standa í þeirri trú að Ísland ætli að fara að því sem þeir hefðu undirgengist, að greiða lágmarksinnstæðurnar og endurgreiða lán vegna þeirra. Á grundvelli þessa geta Evrópuþjóðirnar ekki afgreitt AGS mál fyrr en frágangur Icesave væri klár, þar er ekki á ferðinni einhver óvild í garð minni máttar.
Það sem hefur pirrað marga erlendis, og ég komið að nokkrum sinnum hér, er hvort staða Íslands sé yfirhöfuð nokkuð fordæmislaus. Atvinnuleysi hér er og hefur verið minna en í mörgum löndum Evrópu, fall landsframleiðslu áþekkt og víða annars staðar og tekjur á mann þrátt fyrir kreppuna hærri en í flestum ríkjanna. Þetta fólk spyr hvort íslendingar séu svo aumir að þeir geti ekki staðið eins og menn í fæturna án þess að vera með endalausar aðdróttanir í garð annarra þjóða, kröfur um einhverja sérmeðferð og neiti að standa við viðurkenndar skuldbindingar sínar.
Það sé búið að semja við íslendinga 4 sinnum, en þrátt fyrir að þeir samþykki samning og hann sé afgreiddur á Alþingi standi þeir alltaf upp og heimti meira. Þess vegna neita Bretar og Hollendingar að ræða frekar við íslendinga. Þeir segja að það ekkert því til fyrirtsöðu að fara dómstólaleiðina, en þeir ráðleggi íslendingum í fullri vinsemd að gera það ekki. Þá muni allt liggja undir ekki bara 20 þús. Evru ábyrgðin heldur öll áburgðin.
Eftir heimsóknir til Haag og víðar hafa Bjarni og Sigmundur Davíð einfaldlega orðið að viðurkenna að þeir hafi gleymt sér í lýðskruminu og orðið á gríðarlega dýr mistök. Mistök sem setja enn fleiri heimili í vonlausa stöðu. Þarna eru Ögmundur og forsetinn einnig framarlega í ábyrgðarhlutverkum.
þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Afleiðingar
Íslenskir stjórnmálamenn sköpuðu skilyrði fyrir útrásina með einkavæðingu ríkisbankanna og voru virkir þátttakendur í að mæra Íslenska efnahagsundrið um víða veröld. Það má finna í mörgum greinum og tilvitnunum í fyrri viðtöl. Þökk sé netinu, blogginu og google.
Stjórnmálamenn geta ekki lengur treyst á að eldri athafnir og ummæli gufi upp í örminni fólks. Þessa dagana hrópar það á okkur hvernig sumir stjórnmálamenn hafa tamið sér í gegnum tímana rás að segja hiklaust eitt í dag og svo allt annað nokkru síðar. Bara eitthvað sem passar við það umhverfi sem viðkomandi er staddur í hverju sinni.
Íslenskir ráðamenn vissu fyrri hluta ársins 2008 að "hrunið" blasti við. Þrátt fyrir það mærðu þeir útrásina erlendis fram að Hruni og jafnvel eftir það og eru nú sakaðir um að hafa blekkt yfirvöld í Hollandi varðandi stöðu Landsbankans. Og um það liggja fyrir gögn á netinu.
Það eru líka til viðtöl m.a. við Davíð Oddsson, sem sýna að íslensk stjórnvöld tóku þátt í að fullvissa bresk og hollensk yfirvöld um að Icesave-reikningarnir væru traustir og lofuðu ríkisábyrgð á innistæðum. Það er því sárgræðilegt að okkur sé gert að hlusta nær í hverjum einasta fréttatíma RÚV viðtöl við Bjarna Ben og Sigmund Davíð þar sem þeir úthúða Icesave-samning, sem núverandi stjórnvöld neyddust til þess að gera við Holland og Bretland í kjölfar stöðu sem sköpuð var af fyrri ríkisstjórnum með sjálfstæðismenn í broddi fylkingar.
Málflutningur stjórnarandstöðu hefur snúist um það eitt að beita öllum brögðum til að komast hjá umræðu um afleiðingar fyrri gjörða. Gjaldþrot Seðlabanka, óstjórnlega útþenslu ríkisbáknsins, innistæðulausa lækkun skatta á þeim hæst launuðu og mestu skattahækkanir sem gerðar hafa verið í vestrænu ríki á þeim sem minnst máttu sín.
Gunnlaug H. Jónsson hagfræðingur birti grein á visi.is þar sem hann dregur fram hvað það kosti þjóðina að ganga ekki frá Icesave málinu og kemst að þeirri niðurstöðu að meðan málið liggur óafgreitt kosti töfin 75 milljarða á mánuði, reiknuð í minnkandi vexti þjóðarframleiðslu.
Gunnlaugur segir m.a. : "Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum."
Örvæntingarfullir í þessari stöðu mæta Bjarni, Sigmundur og fótgönguliðar þeirra í fréttatímana og boða „Bara einhvernvegin öðruvísi Icesave samning." Þeir viðurkenna nú að gera verði samning og við verðum að borga. Hvað skyldu það nú vera margir sem skildu málflutning þeirra þannig að það væri valkostur að borga ekki og þjóðaratkvæðagreiðslan myndi snúast um það. Núna viðurkennir formaður Framsóknarflokksins að nægar eignir ættu að vera til að borga upp kröfurnar. Það er klárt að enginn vill borga þetta, en menn verða að standa í fæturnar og h0rfast í augu við eigin stöðu, það virðist vera þingmönnum sjálfstæðismanna um megn.
Við blasa stjórnarslit og kosningar. Verkefnin sem komið hefur verið í veg fyrir séu unnin, standa enn óleyst og eru mun erfiðari en Icesave-samningurinn, ekki síst vegna þess hversu miklum skaða er búið að valda með málþófi.
Líklega þarf að skera niður ríkisútgjöld líklega um allt að þriðjung, segja upp umtalsverðum fjölda ríkisstarfsmanna, bæði vegna þess að of margir voru ráðnir á þennslutímum og skattar skornir of mikið niður þegar þenslan stóð sem hæst. Nú ekki síður verður vandi að finna leið til þess að gera upp gjaldþrot Seðlabankans.
Og atvinnulífið er komið með uppdráttarsýki.
Stjórnmálamenn geta ekki lengur treyst á að eldri athafnir og ummæli gufi upp í örminni fólks. Þessa dagana hrópar það á okkur hvernig sumir stjórnmálamenn hafa tamið sér í gegnum tímana rás að segja hiklaust eitt í dag og svo allt annað nokkru síðar. Bara eitthvað sem passar við það umhverfi sem viðkomandi er staddur í hverju sinni.
Íslenskir ráðamenn vissu fyrri hluta ársins 2008 að "hrunið" blasti við. Þrátt fyrir það mærðu þeir útrásina erlendis fram að Hruni og jafnvel eftir það og eru nú sakaðir um að hafa blekkt yfirvöld í Hollandi varðandi stöðu Landsbankans. Og um það liggja fyrir gögn á netinu.
Það eru líka til viðtöl m.a. við Davíð Oddsson, sem sýna að íslensk stjórnvöld tóku þátt í að fullvissa bresk og hollensk yfirvöld um að Icesave-reikningarnir væru traustir og lofuðu ríkisábyrgð á innistæðum. Það er því sárgræðilegt að okkur sé gert að hlusta nær í hverjum einasta fréttatíma RÚV viðtöl við Bjarna Ben og Sigmund Davíð þar sem þeir úthúða Icesave-samning, sem núverandi stjórnvöld neyddust til þess að gera við Holland og Bretland í kjölfar stöðu sem sköpuð var af fyrri ríkisstjórnum með sjálfstæðismenn í broddi fylkingar.
Málflutningur stjórnarandstöðu hefur snúist um það eitt að beita öllum brögðum til að komast hjá umræðu um afleiðingar fyrri gjörða. Gjaldþrot Seðlabanka, óstjórnlega útþenslu ríkisbáknsins, innistæðulausa lækkun skatta á þeim hæst launuðu og mestu skattahækkanir sem gerðar hafa verið í vestrænu ríki á þeim sem minnst máttu sín.
Gunnlaug H. Jónsson hagfræðingur birti grein á visi.is þar sem hann dregur fram hvað það kosti þjóðina að ganga ekki frá Icesave málinu og kemst að þeirri niðurstöðu að meðan málið liggur óafgreitt kosti töfin 75 milljarða á mánuði, reiknuð í minnkandi vexti þjóðarframleiðslu.
Gunnlaugur segir m.a. : "Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum."
Örvæntingarfullir í þessari stöðu mæta Bjarni, Sigmundur og fótgönguliðar þeirra í fréttatímana og boða „Bara einhvernvegin öðruvísi Icesave samning." Þeir viðurkenna nú að gera verði samning og við verðum að borga. Hvað skyldu það nú vera margir sem skildu málflutning þeirra þannig að það væri valkostur að borga ekki og þjóðaratkvæðagreiðslan myndi snúast um það. Núna viðurkennir formaður Framsóknarflokksins að nægar eignir ættu að vera til að borga upp kröfurnar. Það er klárt að enginn vill borga þetta, en menn verða að standa í fæturnar og h0rfast í augu við eigin stöðu, það virðist vera þingmönnum sjálfstæðismanna um megn.
Við blasa stjórnarslit og kosningar. Verkefnin sem komið hefur verið í veg fyrir séu unnin, standa enn óleyst og eru mun erfiðari en Icesave-samningurinn, ekki síst vegna þess hversu miklum skaða er búið að valda með málþófi.
Líklega þarf að skera niður ríkisútgjöld líklega um allt að þriðjung, segja upp umtalsverðum fjölda ríkisstarfsmanna, bæði vegna þess að of margir voru ráðnir á þennslutímum og skattar skornir of mikið niður þegar þenslan stóð sem hæst. Nú ekki síður verður vandi að finna leið til þess að gera upp gjaldþrot Seðlabankans.
Og atvinnulífið er komið með uppdráttarsýki.
sunnudagur, 7. febrúar 2010
Breytinga er þörf
"Það á aldrei að láta góða kreppu framhjá sér fara," sagði Franklin Delano Roosevelt (1882 - 1945), 32. forseti Bandaríkjanna á árunum 1933 til 1945. Í kreppu myndast forsendur til breytinga. Hlutirnir verða aldrei eins og þeir voru við upphaf kreppu. Til margskonar aðgerða er gripið til þess að verjast neikvæðum afleiðingum og koma í veg fyrir að það sama gerist aftur. En það er ætíð innibyggð tregða í samfélaginu gegn breytingum, hræðsla við hið óþekkta.
Margir eru ráðviltir sérstaklega fólk undir 35 ára aldri, hafa ekki kynnst svona aðstæðum áður. En fólk sem er t.d. komið yfir miðjan aldur muna vel kröftugar niðursveiflur. T.d. lenti ég í alvarlegum greiðsluvandræðum vegna kaupa á fyrstu íbúð minni 1971 og svo aftur í enn verri vandræðum þegar ég endurnýjaði húsnæði fjölskyldunar 1987. Þá sá maður jafnvel þriggja stafa verðbólgu og öllu varð að sleppa í nokkur ár, jafnvel bíóferðum, búið í hálfköruðum íbúðum og borðaður ódýrasti matur í öll mál og ekið um á 15 ára gömlum bílum, sem maður hélt gangandi með viðgerðum á planinu fyrir framan húsið.
Ungt fólk í dag hefur verið miðpunturinn í alllangan tíma og þekkir ekki niðursveiflur. Hún hefur verið nefnd kynslóð ÉG, sem er dæmd til valfrelsis og tekur því sem sjálfsögðum hlut. Áhugasviðið er vinir, músík, ferðalög, bíó, fara út að borða, skemmtanir, líkamsrækt og fjölskyldan. Það hefur ekki hugmynd um hvernig lífið væri án þess að hafa fjarstýringu eða gsm síma. Valfrelsi á öllum sviðum er sjálfgefið í augum þess og hefur ætíð staðið frammi fyrir mörgum valkostum á öllum sviðum, þar skyndilega nú. Höggið er það þungt að fjallað er um vaxandi notkun geðlyfja og hræðslu.
Ef marka má kannanir hefur rúmur helmingur ungmenna ekki nein áform sem þau hlakka til eða hafa áhuga á. 40% opna aldrei bók en 96% eiga farsíma. Fræðingar eru sammála um að þessi kynslóð hefur átt þægilega æsku, kannski of áhyggjulausa. Pabbi og mamma voru úti að vinna og allt eftir þeim látið. Datt t.d. einhverjum í hug fyrir 20 árum myndu margir verja drjúgum hluta tíma sínum í það að hlaupa á sama stað á færibandi og velta fyrir sér hvaða breytingar muni eiga sér stað á japanska Jeninu.
Viðhorf sem maður heyrði víða þegar uppsveiflan var sem kröftugust voru eins og : Eru einhver markmið eftir? Þarf einhverju að breyta? Er ekki búið að finna allt upp? Rafmagnið og tölvutæknina, mannréttindi og allt það vesen og svo bíla og flugvélar. Til hvers er verkalýðshreyfingin í dag? Það er búið að ná fram öllu sem hún barðist fyrir, sjúkrasjóð, sumarfríum og veikindadögum. Eina fólkið sem kallaði eftir breytingum voru lítil börn með kúkableyju, var algengt viðkvæði.
Í dag hafa ungmenni aldrei verið betur menntuð, en aldrei átt erfiðar uppdráttar á vinnumarkaðinum. Atvinnuöryggið er afar lítið meðal unga fólksins. Það er oftast í skammtímaráðningum og það er sá hópur sem alltaf er byrjað á þegar starfsfólki er fækkað.
Mannskepnan skynjar ekki þörf breytinga fyrr en hún er komin í ógöngur. Það er að renna upp fyrir fólki að breytinga er þörf. Mikilla breytinga sérstaklega hjá ungu fólki. Það blasir við að þörf er allt annarra breytinga en núverandi stjórnmálamenn halda að okkur. Við verðum að tryggja að stöðugleiki, velmegun og mannréttindi nái til allra.
Einangrunarstefna hefur leitt okkur í mun erfiðari stöðu en við blasir í nágrannalöndum okkar. Kjörin á Íslandi eru óstöðug og í dag mun lakari en þekkjast í nágrannalöndum. Hér búa fáir búa við yfirburða efnahagsleg kjör, á meðan við mörgum blasir ókleif skuldastaða. Þeir hinir fáu beita öllum brögðum til þess að tryggja stöðu sína á kostnað hins almenna launamanns, og hafa til þess að gæðinga sérhanteraða með penum prófkjörsstyrkjum.
Það góða er að sjónir hafa í auknum mæli beinst að verðmætasköpun í atvinnulífinu, sprotafyrirtækjum og betri nýtingu orkunnar. Þrátt fyrir allt þá er breytinga þörf.
Margir eru ráðviltir sérstaklega fólk undir 35 ára aldri, hafa ekki kynnst svona aðstæðum áður. En fólk sem er t.d. komið yfir miðjan aldur muna vel kröftugar niðursveiflur. T.d. lenti ég í alvarlegum greiðsluvandræðum vegna kaupa á fyrstu íbúð minni 1971 og svo aftur í enn verri vandræðum þegar ég endurnýjaði húsnæði fjölskyldunar 1987. Þá sá maður jafnvel þriggja stafa verðbólgu og öllu varð að sleppa í nokkur ár, jafnvel bíóferðum, búið í hálfköruðum íbúðum og borðaður ódýrasti matur í öll mál og ekið um á 15 ára gömlum bílum, sem maður hélt gangandi með viðgerðum á planinu fyrir framan húsið.
Ungt fólk í dag hefur verið miðpunturinn í alllangan tíma og þekkir ekki niðursveiflur. Hún hefur verið nefnd kynslóð ÉG, sem er dæmd til valfrelsis og tekur því sem sjálfsögðum hlut. Áhugasviðið er vinir, músík, ferðalög, bíó, fara út að borða, skemmtanir, líkamsrækt og fjölskyldan. Það hefur ekki hugmynd um hvernig lífið væri án þess að hafa fjarstýringu eða gsm síma. Valfrelsi á öllum sviðum er sjálfgefið í augum þess og hefur ætíð staðið frammi fyrir mörgum valkostum á öllum sviðum, þar skyndilega nú. Höggið er það þungt að fjallað er um vaxandi notkun geðlyfja og hræðslu.
Ef marka má kannanir hefur rúmur helmingur ungmenna ekki nein áform sem þau hlakka til eða hafa áhuga á. 40% opna aldrei bók en 96% eiga farsíma. Fræðingar eru sammála um að þessi kynslóð hefur átt þægilega æsku, kannski of áhyggjulausa. Pabbi og mamma voru úti að vinna og allt eftir þeim látið. Datt t.d. einhverjum í hug fyrir 20 árum myndu margir verja drjúgum hluta tíma sínum í það að hlaupa á sama stað á færibandi og velta fyrir sér hvaða breytingar muni eiga sér stað á japanska Jeninu.
Viðhorf sem maður heyrði víða þegar uppsveiflan var sem kröftugust voru eins og : Eru einhver markmið eftir? Þarf einhverju að breyta? Er ekki búið að finna allt upp? Rafmagnið og tölvutæknina, mannréttindi og allt það vesen og svo bíla og flugvélar. Til hvers er verkalýðshreyfingin í dag? Það er búið að ná fram öllu sem hún barðist fyrir, sjúkrasjóð, sumarfríum og veikindadögum. Eina fólkið sem kallaði eftir breytingum voru lítil börn með kúkableyju, var algengt viðkvæði.
Í dag hafa ungmenni aldrei verið betur menntuð, en aldrei átt erfiðar uppdráttar á vinnumarkaðinum. Atvinnuöryggið er afar lítið meðal unga fólksins. Það er oftast í skammtímaráðningum og það er sá hópur sem alltaf er byrjað á þegar starfsfólki er fækkað.
Mannskepnan skynjar ekki þörf breytinga fyrr en hún er komin í ógöngur. Það er að renna upp fyrir fólki að breytinga er þörf. Mikilla breytinga sérstaklega hjá ungu fólki. Það blasir við að þörf er allt annarra breytinga en núverandi stjórnmálamenn halda að okkur. Við verðum að tryggja að stöðugleiki, velmegun og mannréttindi nái til allra.
Einangrunarstefna hefur leitt okkur í mun erfiðari stöðu en við blasir í nágrannalöndum okkar. Kjörin á Íslandi eru óstöðug og í dag mun lakari en þekkjast í nágrannalöndum. Hér búa fáir búa við yfirburða efnahagsleg kjör, á meðan við mörgum blasir ókleif skuldastaða. Þeir hinir fáu beita öllum brögðum til þess að tryggja stöðu sína á kostnað hins almenna launamanns, og hafa til þess að gæðinga sérhanteraða með penum prófkjörsstyrkjum.
Það góða er að sjónir hafa í auknum mæli beinst að verðmætasköpun í atvinnulífinu, sprotafyrirtækjum og betri nýtingu orkunnar. Þrátt fyrir allt þá er breytinga þörf.
laugardagur, 6. febrúar 2010
Hroki hinna útvöldu
Ég verð að viðurkenna að mér ofbýður, verð reyndar flökurt, þegar ég heyri Guðlaug Þór fyrrv. ráðherra endurtaka í sífellu, að þeir sem ekki eru honum sammála séu á móti öllu sem íslenskt er??!! Þessi maður var ráðherra í ríkisstjórn sem mærði útrásarvíkingana, þáði persónulega af þeim tugi milljóna króna í kosningasjóði.
Var ráðherra í ríkisstjórn sem viðhélt efnahags- og peningastefnu sem þeytti þjóðinni fram af bjargbrúninni og þúsundir heimila urðu gjaldþrota. Það var ekki sentimeters bremsufar á bjargbrúninni og enn í dag þræta þessir menn fyrir hvaða afleiðingar hátterni þeirra leiddi yfir þessa þjóð. Hann er mikill sá skaði sem þeir eru búnir að valda íslenskri þjóð undanfarna mánuði ofan á það sem áður komið.
Hann var ráðherra í ríkisstjórn sem setti lög um að tryggja ætti inneignir hinna fáu sem áttu 70% af öllu sparifé, og gerði með þeirri ákvörðun bönkunum og ríkissjóð nánast ókleift að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Ríkisstjórn sem taldi sig geta endursamið söguna og skipaði sérvalda í dómarastöður og sem háskólaprófessora. Ríkisstjórn sem taldi vera handhafa hins algilda sannleika og eiga öll hlutabréfin í hinu íslensku samfélagi. Þingmannahópur sem leiddi flokkinn frá sinni norrænu hægri kratastefnu yfir í valdagæslu fyrir fáa og komið í veg fyrir stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár. Hópur sem er á móti öllu sem hugsanlega gæti rýrt völd þeirra.
Þessi maður sem telur sig berjast fyrir öllu sem íslenskt er, var skipaður af hinum útvöldu sem fulltrúi Íslands við gerð ESB-reglna og barðist þar fyrir því ásamt öðrum öfgafullum hægri mönnum, að borga mætti launamönnum eftir þeim launataxta sem lægstur væri í Evrópu hverju sinni. Hann barðist með þessu fyrir því að taka hraðlest til hinna lægstu kjara svo þeir sem ættu fjármagnið myndu hagnast enn meir á vinnu launamanna.
Hann barðist fyrir því að þeir íslendingar sem fara til starfa t.d. í Noregi séu þar á íslenskum launatöxtum, sem eru eftir gengishrun krónunnar helmingur af því sem norskir taxtar eru. Er það kannski láglaunamaðurinn sem er á móti öllu sem íslenskt er, af því hann er ekki sammála því að vinna lægri launum og þvinga um leið niður laun heimamanna?
Ég hef áður vísað til ummæla flokksbræðra hins fyrrv. ráðherra t.d. útgerðarmanns sem er uppvís af skattsvikum, en situr samt áfram í skjóli formanns síns sem er tengdur milljarða braski og varaformanns sem tók milljarðs kúlulán, sem lendir svo á hinum almenna skattborgara við uppgjör bankanna. Þingmaður sem kallar alla þá sem ekki eru honum sammála úr ræðustól Alþingis Kommúnistapakk.
Fyrrv. Seðlabankastjóra sem setti Seðlabankann kyrfilega á hausinn og var hugmyndahönnuður þeirrar spillingarstefnu sem upp var tekinn í byrjun þessarar aldar. Eins má benda á tvíburaflokkinn sem tók eignarhaldi tryggingarsjóð, og seldi útvöldum eignir ríkisins á gjafverði. Samt hafa þingmenn þessa flokka haft hátt í pontu Alþingis um að þeir séu minnst spilltastir allra.
Dómsmálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem leiddi Ísland í hrun fékkst eftir langar fortölur til þess að setja einn mann til þess að rannsaka hvað hefði gerst sem olli því að hrunið á Ísland var algjört, á meðan það varð að tímabundinni niðursveiflu annarsstaðar. Þáverandi ríkisstjórn lét þennan eina mann fá 50 millj. kr. til þess að, já eiginlega til þess að tryggja að hann gerði ekki neitt.
Nei okkur vantar aðra menn inn á þing, menn sem eru öðruvísi en þessir menn. Menn sem hafa siðferðisþrek til þess að lifa frjálsir og óháðir frá hinni flokkspóltísku heimsku, uppsetri af þeim fáu sem telja sig útvalda til þess að hrifsa til sín eignir annarra og níðast á almennum launamönnum.
Okkur skortir menn inn á þing sem hafa reynslu úr lífi hins almenna launamanns. Menn sem ekki vilja viðhalda gjaldmiðli hinna útvöldu, og skapa sjálfum sér tækifæri til þess braska með hann og gjaldfella svo laun þeirra sem minnst mega sín falli og arður hinna fáu verði enn meiri.
Það vantar breytingar frá þeim vinnubrögðum sem fjórflokkarnir hafa tamið sér, frumleik, heiðarleika, hugrekki og hreinskilni.
Var ráðherra í ríkisstjórn sem viðhélt efnahags- og peningastefnu sem þeytti þjóðinni fram af bjargbrúninni og þúsundir heimila urðu gjaldþrota. Það var ekki sentimeters bremsufar á bjargbrúninni og enn í dag þræta þessir menn fyrir hvaða afleiðingar hátterni þeirra leiddi yfir þessa þjóð. Hann er mikill sá skaði sem þeir eru búnir að valda íslenskri þjóð undanfarna mánuði ofan á það sem áður komið.
Hann var ráðherra í ríkisstjórn sem setti lög um að tryggja ætti inneignir hinna fáu sem áttu 70% af öllu sparifé, og gerði með þeirri ákvörðun bönkunum og ríkissjóð nánast ókleift að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Ríkisstjórn sem taldi sig geta endursamið söguna og skipaði sérvalda í dómarastöður og sem háskólaprófessora. Ríkisstjórn sem taldi vera handhafa hins algilda sannleika og eiga öll hlutabréfin í hinu íslensku samfélagi. Þingmannahópur sem leiddi flokkinn frá sinni norrænu hægri kratastefnu yfir í valdagæslu fyrir fáa og komið í veg fyrir stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár. Hópur sem er á móti öllu sem hugsanlega gæti rýrt völd þeirra.
Þessi maður sem telur sig berjast fyrir öllu sem íslenskt er, var skipaður af hinum útvöldu sem fulltrúi Íslands við gerð ESB-reglna og barðist þar fyrir því ásamt öðrum öfgafullum hægri mönnum, að borga mætti launamönnum eftir þeim launataxta sem lægstur væri í Evrópu hverju sinni. Hann barðist með þessu fyrir því að taka hraðlest til hinna lægstu kjara svo þeir sem ættu fjármagnið myndu hagnast enn meir á vinnu launamanna.
Hann barðist fyrir því að þeir íslendingar sem fara til starfa t.d. í Noregi séu þar á íslenskum launatöxtum, sem eru eftir gengishrun krónunnar helmingur af því sem norskir taxtar eru. Er það kannski láglaunamaðurinn sem er á móti öllu sem íslenskt er, af því hann er ekki sammála því að vinna lægri launum og þvinga um leið niður laun heimamanna?
Ég hef áður vísað til ummæla flokksbræðra hins fyrrv. ráðherra t.d. útgerðarmanns sem er uppvís af skattsvikum, en situr samt áfram í skjóli formanns síns sem er tengdur milljarða braski og varaformanns sem tók milljarðs kúlulán, sem lendir svo á hinum almenna skattborgara við uppgjör bankanna. Þingmaður sem kallar alla þá sem ekki eru honum sammála úr ræðustól Alþingis Kommúnistapakk.
Fyrrv. Seðlabankastjóra sem setti Seðlabankann kyrfilega á hausinn og var hugmyndahönnuður þeirrar spillingarstefnu sem upp var tekinn í byrjun þessarar aldar. Eins má benda á tvíburaflokkinn sem tók eignarhaldi tryggingarsjóð, og seldi útvöldum eignir ríkisins á gjafverði. Samt hafa þingmenn þessa flokka haft hátt í pontu Alþingis um að þeir séu minnst spilltastir allra.
Dómsmálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem leiddi Ísland í hrun fékkst eftir langar fortölur til þess að setja einn mann til þess að rannsaka hvað hefði gerst sem olli því að hrunið á Ísland var algjört, á meðan það varð að tímabundinni niðursveiflu annarsstaðar. Þáverandi ríkisstjórn lét þennan eina mann fá 50 millj. kr. til þess að, já eiginlega til þess að tryggja að hann gerði ekki neitt.
Nei okkur vantar aðra menn inn á þing, menn sem eru öðruvísi en þessir menn. Menn sem hafa siðferðisþrek til þess að lifa frjálsir og óháðir frá hinni flokkspóltísku heimsku, uppsetri af þeim fáu sem telja sig útvalda til þess að hrifsa til sín eignir annarra og níðast á almennum launamönnum.
Okkur skortir menn inn á þing sem hafa reynslu úr lífi hins almenna launamanns. Menn sem ekki vilja viðhalda gjaldmiðli hinna útvöldu, og skapa sjálfum sér tækifæri til þess braska með hann og gjaldfella svo laun þeirra sem minnst mega sín falli og arður hinna fáu verði enn meiri.
Það vantar breytingar frá þeim vinnubrögðum sem fjórflokkarnir hafa tamið sér, frumleik, heiðarleika, hugrekki og hreinskilni.
fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Siðblinda
Formenn sjálfstæðis- og framsóknarmanna virðast hafa það eitt að markmiði að skapa eins mikla upplausn og frekast er kostur. Öllum brögðum er beitt til þess að tryggja áframhaldandi völd sinna manna.
Í Kastljósinu á gærkvöldi fór Bjarni gjörsamlega framhjá veruleikanum og afleiðingum gjörða sinna við að hylja tuga milljarða brask með bótasjóð Sjóvá, sem sannarlega var byggður upp með háum iðgjöldum hins almenna borgara. Útskýringar hans voru út og suður, virtist vera að hann skildi ekki einu sinni sjálfur hvert hann væri að fara. Með leyfi;" Ætlar þessi maður að verða forsætisráðherra?"
Í gær var töluvert fjallað um siðblindu í Háskólanum og fréttatengdum þáttum. Þar er ætíð valin stysta leiðin til fullnægju og með frestun þess að horfast í augu við óþægilegan veruleikann. Það er þessi jafnvægislist sem Bjarni og Sigmundur Davíð láta stjórnast af, fíklar í völd, skarandi eld að eigin köku.
Bjarni útvegaði 45 milljarða með umboð upp á vasann frá m.a. föður Sigmundar Davíðs og ættingja sínum. Kom málinu í höfn og seldi síðan hlut sinn sem metinn var á 80 milljónir ef marka má Kastljósið í gær.
Ekki amalegir dílar það og ríkið (við skattborgarar) verðum síðan að greiða tapið af þessum "áhættuviðskiptum" í gegnum yfirtöku bankanna. Já eins og formaðurinn prúði kallar það svo pent í Kastljósinu. Talandi um óreiðumenn, ritstjóri Morgunblaðsins virðist hafa vitað hvað hann var að tala um.
En kostnaður þjóðarinnar sem moldviðrið sem Bjarni og Sigmundar Davíð þyrla upp til þess að hylja klæðaleysi sitt er 75 milljarðar á mánuði. Þeim til aðstoðar hafa verið Ólafur Ragnar og frú ásamt Ögmundi. Undir þeirra stjórn er atvinnulífið að verslast upp.
Ef einhver bendir á þessar afleiðingar missir þetta fólk stjórn á sér og hrópar þetta má ekki segja, þetta er svo óþægilegt. Það má ekki segja sannleikann um afleiðingar gjörða okkar, hrópar Ögmundur. Hann virðist trúa því að hann einn eigi að hantera "sannleikann" áður en hann birtist okkur.
Í Kastljósinu á gærkvöldi fór Bjarni gjörsamlega framhjá veruleikanum og afleiðingum gjörða sinna við að hylja tuga milljarða brask með bótasjóð Sjóvá, sem sannarlega var byggður upp með háum iðgjöldum hins almenna borgara. Útskýringar hans voru út og suður, virtist vera að hann skildi ekki einu sinni sjálfur hvert hann væri að fara. Með leyfi;" Ætlar þessi maður að verða forsætisráðherra?"
Í gær var töluvert fjallað um siðblindu í Háskólanum og fréttatengdum þáttum. Þar er ætíð valin stysta leiðin til fullnægju og með frestun þess að horfast í augu við óþægilegan veruleikann. Það er þessi jafnvægislist sem Bjarni og Sigmundur Davíð láta stjórnast af, fíklar í völd, skarandi eld að eigin köku.
Bjarni útvegaði 45 milljarða með umboð upp á vasann frá m.a. föður Sigmundar Davíðs og ættingja sínum. Kom málinu í höfn og seldi síðan hlut sinn sem metinn var á 80 milljónir ef marka má Kastljósið í gær.
Ekki amalegir dílar það og ríkið (við skattborgarar) verðum síðan að greiða tapið af þessum "áhættuviðskiptum" í gegnum yfirtöku bankanna. Já eins og formaðurinn prúði kallar það svo pent í Kastljósinu. Talandi um óreiðumenn, ritstjóri Morgunblaðsins virðist hafa vitað hvað hann var að tala um.
En kostnaður þjóðarinnar sem moldviðrið sem Bjarni og Sigmundar Davíð þyrla upp til þess að hylja klæðaleysi sitt er 75 milljarðar á mánuði. Þeim til aðstoðar hafa verið Ólafur Ragnar og frú ásamt Ögmundi. Undir þeirra stjórn er atvinnulífið að verslast upp.
Ef einhver bendir á þessar afleiðingar missir þetta fólk stjórn á sér og hrópar þetta má ekki segja, þetta er svo óþægilegt. Það má ekki segja sannleikann um afleiðingar gjörða okkar, hrópar Ögmundur. Hann virðist trúa því að hann einn eigi að hantera "sannleikann" áður en hann birtist okkur.
þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Láglaunasvæði
Við búum ekki einungis við bankakreppu eins svo mörg önnur lönd, hin alvarlega staða er fólgin í gjaldeyriskreppu. Við erum með ónýtan gjaldmiðil. Kreppan hefur verið að þrengja sífellt meir að fyrirtækjunum og er svo komið að mörg þeirra sem hafa reynt allt sem á þeirra valdi stendur undanfara mánuði til þess að halda í sinn mannskap, eru að gefast upp vegna þeirra afleiðinga sem Icesave-deilan er að valda.
Ef rétt hefði verið haldið á spilum síðastliðið sumar og við verið laus við það lýðskrum sem hefur verið ástundað á Alþingi, þá hefði botninn verið náð hér í haust. Það er að segja á svipuðum tíma og í nágrannlöndum okkar. Nú er útséð að við erum enn á leið niður á við og ef stjórnmálamenn leysa ekki Icesave deiluna blasa við mjög alvarlegar afleiðingar.
Aðalógnin er hversu lág laun eru orðin hér miðað við nágrannalönd, og það virðist stefna í að þau muni ekki leiðréttast fyrr en eftir töluverðan tíma. Þökk sé stjórnarandstöðunni og forseta landsins. Þetta mun leiða til þess að mun fleiri en ella munu leita sér vinnu erlendis, og það er augljóslega verðmætasta fólkið sem á auðveldast með að finna sér vinnu og mestar líkur á að það komi ekki heim aftur.
Það skiptir okkur öllu hvernig stjórnvöldum tekst til á allra næstu mánuðum. Ef illa tekst til þá blasir við langvarandi kreppa, sumir spá 10 - 15 árum. En ef tekið er af alvöru á vandanum og takist að ná jákvæðum hagvexti á næstu árum þá getum við unnið okkur út úr þessu ástandi á stuttum tíma eftir að alþjóðabankakreppunni lýkur.
En forsenda þess er að umæðunni verði komið á annað og skilmerkilegra stig en hún er í dag. Stjórnmálamenn ásamt fjölmiðlum víkja til hliðar boðskap lýðskrumara og greina hismið frá kjarnanum. Meðan Icesave er óleyst er ekki hægt að ná trausti gegn vart umheiminum. Það mun kalla á háa vexti og enn meiri erfiðleika.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa margítrekað eyðilagt ávinning sem launamenn hafa náð í gegnum mikla kjarabaráttu með einu pennastriki í því að lækka gengi krónunnar. Í málflutningi einangrunarsinna kemur ítrekað fram við að halda í krónuna sé ávinningur þess að hafa krónuna til þess að geta "leiðrétt" blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga launafólks.
Krónan er í raun mesti óvinur íslenskra launamanna í baráttu þeirra við að ná upp sambærilegum kaupmætti og er í nágrannalöndum okkar og gegn því að Ísland sé láglaunasvæði. Íslenskt hagkerfið hefur í vaxandi mæli verið að tengjast stærri hagkerfum. Örmynt eins og krónan veldur miklum óstöðugleika, sem kallar á að vextir séu um 3,5% hærri en ef við hefðum Evru. Það kallar á hærra verðlag, verðtryggingu og minni kaupmátt.
Ef rétt hefði verið haldið á spilum síðastliðið sumar og við verið laus við það lýðskrum sem hefur verið ástundað á Alþingi, þá hefði botninn verið náð hér í haust. Það er að segja á svipuðum tíma og í nágrannlöndum okkar. Nú er útséð að við erum enn á leið niður á við og ef stjórnmálamenn leysa ekki Icesave deiluna blasa við mjög alvarlegar afleiðingar.
Aðalógnin er hversu lág laun eru orðin hér miðað við nágrannalönd, og það virðist stefna í að þau muni ekki leiðréttast fyrr en eftir töluverðan tíma. Þökk sé stjórnarandstöðunni og forseta landsins. Þetta mun leiða til þess að mun fleiri en ella munu leita sér vinnu erlendis, og það er augljóslega verðmætasta fólkið sem á auðveldast með að finna sér vinnu og mestar líkur á að það komi ekki heim aftur.
Það skiptir okkur öllu hvernig stjórnvöldum tekst til á allra næstu mánuðum. Ef illa tekst til þá blasir við langvarandi kreppa, sumir spá 10 - 15 árum. En ef tekið er af alvöru á vandanum og takist að ná jákvæðum hagvexti á næstu árum þá getum við unnið okkur út úr þessu ástandi á stuttum tíma eftir að alþjóðabankakreppunni lýkur.
En forsenda þess er að umæðunni verði komið á annað og skilmerkilegra stig en hún er í dag. Stjórnmálamenn ásamt fjölmiðlum víkja til hliðar boðskap lýðskrumara og greina hismið frá kjarnanum. Meðan Icesave er óleyst er ekki hægt að ná trausti gegn vart umheiminum. Það mun kalla á háa vexti og enn meiri erfiðleika.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa margítrekað eyðilagt ávinning sem launamenn hafa náð í gegnum mikla kjarabaráttu með einu pennastriki í því að lækka gengi krónunnar. Í málflutningi einangrunarsinna kemur ítrekað fram við að halda í krónuna sé ávinningur þess að hafa krónuna til þess að geta "leiðrétt" blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga launafólks.
Krónan er í raun mesti óvinur íslenskra launamanna í baráttu þeirra við að ná upp sambærilegum kaupmætti og er í nágrannalöndum okkar og gegn því að Ísland sé láglaunasvæði. Íslenskt hagkerfið hefur í vaxandi mæli verið að tengjast stærri hagkerfum. Örmynt eins og krónan veldur miklum óstöðugleika, sem kallar á að vextir séu um 3,5% hærri en ef við hefðum Evru. Það kallar á hærra verðlag, verðtryggingu og minni kaupmátt.
mánudagur, 1. febrúar 2010
Glatað fullveldi
Stjórnmálamenn okkar ætla ekki komast upp úr því fari, að eyða allri sinni orku í að leysa vanda gærdagsins. Velja á milli tveggja lakra kosta, sé litið til fyrri haftatíma þá var ferlið nákvæmlega þannig og þjóðin sökk sífellt dýpra. Framsýn og stefnumörkun vantar í alla umræðustjórnmálamanna, þrátt fyrir að öll rök bendi á að ákvarðanataka á næstu mánuðum verði ákaflega afdrifarík hvar varðar þróun efnahagslífsins.
Á undanförnum kjörtímabilum hafa íslenskir kjósendur endurkosið stjórnmálamenn sem fullkomlega misstu stjórn á efnahagsmálum, seldu einkavinum bankana og slepptu þeim lausum. Ef okkur á að takast að minnka skuldir okkar verður að auka framleiðsluna og þjóðartekjurnar. Ef tækist að auka trúverðugleika og lækka vexti á erlendum skuldum um 1%, þá lækka vaxtaútgjöld um 17 milljarða. Álíka mikið og kostar að reka framhaldsskólann.
Það er eins og sumir stjórnmálamenn trúi því að það sé sjálfgefið að okkur takist að rísa upp. Þeir tala meir að segja þannig að ekkert sérstakt hafi gerst. Þeir hafi ekki gert nein sérstök mistök og þeir þurfi ekki að setja fram neina sérstaka stefnu. Krónan hafi bara reynst vel og á tímum hennar höfum við orðið rík.
Hvernig í veröldinni eigum við að byggja upp trúverðugleika með krónunni og sömu stjórnmálamönnunum? Stjórnmálamenn sem halda í krónuna svo þeir geti haldið áfram að hylja mistök sín með því einu að fella lífskjörin, eins og svo oft áður og senda svo verkalýðsfélögunum tóninn og skamma þau fyrir slappa kjarasamninga.
Það var gerð könnun innan meðal norrænna rafiðnaðarmanna 2006/7. Þá var danska krónan um 10 sú norska og sænska um 11- 13. Þá voru íslenskir rafiðnaðarmenn næst efstir í meðallaunum, við rétt fyrir ofan Dani og töluvert fyrir ofan Svía. Norðmenn efstir og Finnar neðstir.
Daglaun íslendinga um 1.600 ÍKR, Norskir 1.800 ÍKR, D 1.500 ÍKR Svíar 1.300 ÍKR. Hvað varðar Finnana var dáldið erfitt að finna sambærilegar tölur vegna skiptingar þeirra á vinnumarkaði en þeir voru um 1.200 ÍKR. Meðalföstlaun íslendinga voru hæst, en þá var reyndar að borið saman 45 stunda meðalvinnuvika við 40 stundir.
Meðaldaglaun rafvirkja í Noregi í dag eru um 225 NKR. eftir því sem okkar menn segja sem eru farnir til Noregs. Þeir sem eru í vandasömum djobbum eru með um 250 NKR. Danir eru eftir því sem ég best veit með eru með um 215 Dkr. í meðaldaglaun og Svíar með um 200 Skr
Það er engin önnur lausn í framboði til aukins stöðugleika önnur en Evran. Það tekst ekki að fá nauðsynleg lán og erlenda fjárfesta til þess að koma hingað til uppbyggingar án þess að gefa það upp að við stefnum að losa okkur við krónuna við fyrsta tækifæri.
Það þarf að skapa um 20.000 þúsund störf hér á landi á næstu 4 árum ef það á að takast að koma atvinnuleysi niður fyrir 5%. Það kalla á 4 – 5% hagvöxt. Svipaðan hagvöxt og var hér á nýliðnu háspennuhagvaxtar skeiði, sem reyndar hafði ekki alltof þægilegar afleiðingar.
Lokað íslenskt hagkerfi útilokar að erlendir fjárfestar vilji flytja hingað fjármagn. Þetta er staðfesting á því sem aðilar vinnumarkaðs hafa verið að benda á undanfarið. Ef við ætlum ekki að lenda í 10 – 15 ára ládeyðutímabili markað af höftum og háum vöxtum, þá komast stjórnvöld ekki hjá því að taka á gjaldmiðilsmálum. Það er gjaldmiðilskreppan sem skapar hin séríslenska vanda. Við höfum glatað fullveldi okkar í hendur eigenda erlendra skulda og jöklabréfa.
Á undanförnum kjörtímabilum hafa íslenskir kjósendur endurkosið stjórnmálamenn sem fullkomlega misstu stjórn á efnahagsmálum, seldu einkavinum bankana og slepptu þeim lausum. Ef okkur á að takast að minnka skuldir okkar verður að auka framleiðsluna og þjóðartekjurnar. Ef tækist að auka trúverðugleika og lækka vexti á erlendum skuldum um 1%, þá lækka vaxtaútgjöld um 17 milljarða. Álíka mikið og kostar að reka framhaldsskólann.
Það er eins og sumir stjórnmálamenn trúi því að það sé sjálfgefið að okkur takist að rísa upp. Þeir tala meir að segja þannig að ekkert sérstakt hafi gerst. Þeir hafi ekki gert nein sérstök mistök og þeir þurfi ekki að setja fram neina sérstaka stefnu. Krónan hafi bara reynst vel og á tímum hennar höfum við orðið rík.
Hvernig í veröldinni eigum við að byggja upp trúverðugleika með krónunni og sömu stjórnmálamönnunum? Stjórnmálamenn sem halda í krónuna svo þeir geti haldið áfram að hylja mistök sín með því einu að fella lífskjörin, eins og svo oft áður og senda svo verkalýðsfélögunum tóninn og skamma þau fyrir slappa kjarasamninga.
Það var gerð könnun innan meðal norrænna rafiðnaðarmanna 2006/7. Þá var danska krónan um 10 sú norska og sænska um 11- 13. Þá voru íslenskir rafiðnaðarmenn næst efstir í meðallaunum, við rétt fyrir ofan Dani og töluvert fyrir ofan Svía. Norðmenn efstir og Finnar neðstir.
Daglaun íslendinga um 1.600 ÍKR, Norskir 1.800 ÍKR, D 1.500 ÍKR Svíar 1.300 ÍKR. Hvað varðar Finnana var dáldið erfitt að finna sambærilegar tölur vegna skiptingar þeirra á vinnumarkaði en þeir voru um 1.200 ÍKR. Meðalföstlaun íslendinga voru hæst, en þá var reyndar að borið saman 45 stunda meðalvinnuvika við 40 stundir.
Meðaldaglaun rafvirkja í Noregi í dag eru um 225 NKR. eftir því sem okkar menn segja sem eru farnir til Noregs. Þeir sem eru í vandasömum djobbum eru með um 250 NKR. Danir eru eftir því sem ég best veit með eru með um 215 Dkr. í meðaldaglaun og Svíar með um 200 Skr
Það er engin önnur lausn í framboði til aukins stöðugleika önnur en Evran. Það tekst ekki að fá nauðsynleg lán og erlenda fjárfesta til þess að koma hingað til uppbyggingar án þess að gefa það upp að við stefnum að losa okkur við krónuna við fyrsta tækifæri.
Það þarf að skapa um 20.000 þúsund störf hér á landi á næstu 4 árum ef það á að takast að koma atvinnuleysi niður fyrir 5%. Það kalla á 4 – 5% hagvöxt. Svipaðan hagvöxt og var hér á nýliðnu háspennuhagvaxtar skeiði, sem reyndar hafði ekki alltof þægilegar afleiðingar.
Lokað íslenskt hagkerfi útilokar að erlendir fjárfestar vilji flytja hingað fjármagn. Þetta er staðfesting á því sem aðilar vinnumarkaðs hafa verið að benda á undanfarið. Ef við ætlum ekki að lenda í 10 – 15 ára ládeyðutímabili markað af höftum og háum vöxtum, þá komast stjórnvöld ekki hjá því að taka á gjaldmiðilsmálum. Það er gjaldmiðilskreppan sem skapar hin séríslenska vanda. Við höfum glatað fullveldi okkar í hendur eigenda erlendra skulda og jöklabréfa.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)