mánudagur, 1. febrúar 2010

Glatað fullveldi

Stjórnmálamenn okkar ætla ekki komast upp úr því fari, að eyða allri sinni orku í að leysa vanda gærdagsins. Velja á milli tveggja lakra kosta, sé litið til fyrri haftatíma þá var ferlið nákvæmlega þannig og þjóðin sökk sífellt dýpra. Framsýn og stefnumörkun vantar í alla umræðustjórnmálamanna, þrátt fyrir að öll rök bendi á að ákvarðanataka á næstu mánuðum verði ákaflega afdrifarík hvar varðar þróun efnahagslífsins.

Á undanförnum kjörtímabilum hafa íslenskir kjósendur endurkosið stjórnmálamenn sem fullkomlega misstu stjórn á efnahagsmálum, seldu einkavinum bankana og slepptu þeim lausum. Ef okkur á að takast að minnka skuldir okkar verður að auka framleiðsluna og þjóðartekjurnar. Ef tækist að auka trúverðugleika og lækka vexti á erlendum skuldum um 1%, þá lækka vaxtaútgjöld um 17 milljarða. Álíka mikið og kostar að reka framhaldsskólann.

Það er eins og sumir stjórnmálamenn trúi því að það sé sjálfgefið að okkur takist að rísa upp. Þeir tala meir að segja þannig að ekkert sérstakt hafi gerst. Þeir hafi ekki gert nein sérstök mistök og þeir þurfi ekki að setja fram neina sérstaka stefnu. Krónan hafi bara reynst vel og á tímum hennar höfum við orðið rík.

Hvernig í veröldinni eigum við að byggja upp trúverðugleika með krónunni og sömu stjórnmálamönnunum? Stjórnmálamenn sem halda í krónuna svo þeir geti haldið áfram að hylja mistök sín með því einu að fella lífskjörin, eins og svo oft áður og senda svo verkalýðsfélögunum tóninn og skamma þau fyrir slappa kjarasamninga.

Það var gerð könnun innan meðal norrænna rafiðnaðarmanna 2006/7. Þá var danska krónan um 10 sú norska og sænska um 11- 13. Þá voru íslenskir rafiðnaðarmenn næst efstir í meðallaunum, við rétt fyrir ofan Dani og töluvert fyrir ofan Svía. Norðmenn efstir og Finnar neðstir.

Daglaun íslendinga um 1.600 ÍKR, Norskir 1.800 ÍKR, D 1.500 ÍKR Svíar 1.300 ÍKR. Hvað varðar Finnana var dáldið erfitt að finna sambærilegar tölur vegna skiptingar þeirra á vinnumarkaði en þeir voru um 1.200 ÍKR. Meðalföstlaun íslendinga voru hæst, en þá var reyndar að borið saman 45 stunda meðalvinnuvika við 40 stundir.

Meðaldaglaun rafvirkja í Noregi í dag eru um 225 NKR. eftir því sem okkar menn segja sem eru farnir til Noregs. Þeir sem eru í vandasömum djobbum eru með um 250 NKR. Danir eru eftir því sem ég best veit með eru með um 215 Dkr. í meðaldaglaun og Svíar með um 200 Skr

Það er engin önnur lausn í framboði til aukins stöðugleika önnur en Evran. Það tekst ekki að fá nauðsynleg lán og erlenda fjárfesta til þess að koma hingað til uppbyggingar án þess að gefa það upp að við stefnum að losa okkur við krónuna við fyrsta tækifæri.

Það þarf að skapa um 20.000 þúsund störf hér á landi á næstu 4 árum ef það á að takast að koma atvinnuleysi niður fyrir 5%. Það kalla á 4 – 5% hagvöxt. Svipaðan hagvöxt og var hér á nýliðnu háspennuhagvaxtar skeiði, sem reyndar hafði ekki alltof þægilegar afleiðingar.

Lokað íslenskt hagkerfi útilokar að erlendir fjárfestar vilji flytja hingað fjármagn. Þetta er staðfesting á því sem aðilar vinnumarkaðs hafa verið að benda á undanfarið. Ef við ætlum ekki að lenda í 10 – 15 ára ládeyðutímabili markað af höftum og háum vöxtum, þá komast stjórnvöld ekki hjá því að taka á gjaldmiðilsmálum. Það er gjaldmiðilskreppan sem skapar hin séríslenska vanda. Við höfum glatað fullveldi okkar í hendur eigenda erlendra skulda og jöklabréfa.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Við þurftum strax sumarið 2008 - FYRIR HRUN - að losa okkur við krónuna.

Það var augljóst þá, og enn augljósara núna.

Hefur annars enginn tekið eftir að sérfræðingalaun á Íslandi í dag eru lægri en verkamannalaun í Evrópu ?

kv,
Gunnar G

Nafnlaus sagði...

Það er á stefnuskrá forseta Íslæand, Ögmundar og Sjálfstæðisflokksins að halda í krónuna og tryggja að Ísland verði áfram láglaunasvæði.
Úlfur

Nafnlaus sagði...

Hér er dæmi um tímalaun í venjulegum verkamannastörfum í Noregi:

*lagerarbetare 141 nok

*städare på flygplats natt 241 nok

*processoperatör 132 nok + skifttillägg vilket gav timlön på ca 156 nok

*chaufför för DHL 140 nok

* offshore elektriker 250-300 NOK/tim

*Sjúkraliði á elliheimili: 160nok/klst
*instrument specialist 800 NOK/tim

Maður fær skattaafslátt fyrstu ca. tvö árin, borgar undir 20% skatt.
Hvet ykkur til að taka "Pólverjann" á þetta. Fara til Noregs og vinna 12 tíma á dag, búa og lifa spart. Koma síðan til baka til Íslands eftir 2 ár með veskið úttroðið af seðlum.


Kveðja, Þræll #83

Unknown sagði...

Ég hef aldrei getað skilið af hverju það þarf að vera lögmál á Íslandi að því er virðist að hafa neikvæðan jöfnuð á viðskiptum við útlönd. Sem samkvæmt minni 101 hagfræði hefur grafið undan krónunni allan hennar líftíma ásamt núna í lokin þessu hruni. Hvers vegna hafa ekki stjónmálamenn getað stýrt þessum málum með neyslu sköttum þegar í óefni hefur stefnt.Alltaf er þetta gert gegnum krónuna.
Þótt ég hafi verið frekar hlynntur að fá alvöru gjaldmiðil þá sé ég ekki að það eitt og sér breyti öllu. Útflutningurinn verður ekki verðmætari fyrir vikið það þarf meira að koma til.
Hrun krónunar tryggir að innflutningurinn klossbremsar og viðskiptajöfnuðurinn snar réttist af með öllum þeim sársauka sem því fylgir og auka afleiðingum eins og þú hefur bent á þ.e. sparifjárbruna o.sv.frv.
En ég sé ekki að við getum skipt um gjaldmiðil öðruvísi en að það sé snarbreytt öllu neyslumyntri/magni ''þvingað'' með skattlagningu eða einhverju slíku sem ég hef ekki þekkingu á, því eitthvað verður að koma í staðinn fyrir það sem krónan hefur séð um hingað til þ.e. að leiðrétta vöruskiptajönuðinn og ekki er stjórnmálamönnum treystandi til þess að því er virðist.
Einnig er Evran að hiksta núna og ekki útséð hvort hún lifir, líklega eins og að hlaupa inn í brennandi hús að fara að taka hana upp næstu árin.