Hingað til hafa íslenskir stjórnmálamenn ekki þurft að óttast atkvæðamissi. En það eru kjósendur sem eiga að setja stjórnmálamönnum ramma, annars virka lýðræðið ekki sem skyldi. Hvernig verður tekið á skýrslu rannsóknarnefndar? Verður það með hinum fyrirséðu og venjubundnu flokkspólitísku hönskum? Ef það verður niðurstaðan, er íslensk þjóð að samþykkja spillinguna og losa stjórnmálamenn undan ábyrgð.
Það hafa átt sér stað landráð í skjóli afskiptaleysis stjórnvalda, reyndar má að nokkru segja að undirlagi þeirra. Það hlaut að koma að Hruninu það var bara spurning hvenær. Ójafnvægi og óheilbrigt ástand hefur ríkt um allangt skeið. Nú hefur verið flett hefur verið ofan af hverri ormagryfjunni á fætur annarri. Klíkuskapur með gjörspilltu kerfi hefur ríkt hér, sem hefur snúist um að tryggja völd og samtryggingu. Umboðsmaður Alþingis benti á að lagasetningu Alþingis sé verulega ábótavant, allt að þriðjungur laga sem Alþingi setji stangist á við stjórnarskrá eða gildandi lög.
Athafnir embættismanna og ráðherra hafa leitt til þess að tugþúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnað sínum og sitja uppi með gríðarlegar skuldir. Þetta fólk hefur ekkert unnið til saka. Fjárglæframenn nýttu sér svigrúm sem slök íslensk reglugerð og eftirlit gaf þeim til þess að skuldsetja þjóðina. Embættismenn og ráðherrar vildu hafa þetta svona og auglýstu Ísland með dyggri aðstoð forseta lýðsveldisins sem fjármálaparadís. Þjóðinni hefur margoft ofboðið, en samt endurkaus hún sömu menn til valda og haldið var áfram ennlengra á vit markaðshyggjunnar frá jöfnuði og heiðarleika.
Helstu rök gegn því að ganga til liðs við það efnahagsumhverfi sem nágrannaríki okkar hafa byggt upp með góðum árangri, hefur verið sú að það sé svo gott að hafa okkar eigin gjaldmiðil því þá getum við varið atvinnulífið fyrir atvinnuleysi. Það hefur oft komið fram að hlutverk þessa gjaldmiðils er það eitt í augum stjórnenda íslenskra efnahagsmála af hafa af launamönnum umsamdar launahækkanir og halda þeim í ríki ofurvaxta og ofurverðlags fákeppninnar.
Með því var verið viðhalda óstöðugleikaleikanum og þá um leið að verðtrygging verði hér áfram og raka auð í hendur fárra. Þessi efnahagsstefna hefur í raun einungis aukið sveiflurnar í efnahagslífinu og innifelur láglaunastefnu. Íslenskt efnahagslíf er fyrir allnokkru vaxið langt upp yfir örkrónuna.
1 ummæli:
Góð greining og nú er bara að sjá hvernig tryggir flokkshundar bregðast við. Krónan er okkar helsti arkilesarhæll og hefur verið um margar ára skeið. Við höfum sveflast í rólunni stóru og fram og til baka. Nú er kominn tími til að skipta um rólu og halla okkur að stöðugu rólustæði.
Ekki meiri óstöðugleika takk
Skrifa ummæli