þriðjudagur, 6. júlí 2010

Skuggahliðin

Margir hafa haft orð á því hver íslensk umræðulist er löskuð. Einkennist af upphrópunum og órökstuddum klisjum, sjaldan fari fram upplýst umræða. Þetta á við um landsmálin og er auk þess ákaflega áberandi hvað varðar umræðu um ESB, kosti og galla.

Almenning hefur blöskrað vinnubrögð þingmanna og það orðfæri og vinnubrögð sem þeir beita. Sú óheillavænlega þróun átti sér stað á Alþingi á undanförnum áratugum, að ráðherrar og æðstu embættismenn virtu Alþingi einskis. Alþingi virtist vera til þess eins að afgreiða ákvarðanir sem nokkrir ráðherrar ásamt tilteknum embættismönnum tóku án nokkurrar umræðu á Alþingi eða samskipta við aðila í atvinnulífinu.

Nú má velta því fyrir sér hvort sé afleiðing eða orsök. Hafa ráðherrar og embættismenn gefist upp á því að eiga vitræna umræðu í Alþingi, eða hefur umræðan á Alþingi þróast á þennan veg sakir þess að þingmenn þekkja tilgangsleysi sitt?

Atburðir eftir Hrun hafa flett ofan af hverri ormagryfjunni á fætur annarri. Hér ríkir klíkuskapur. Afgreiðslur stofnana og ráðherra hefur einkennst af fyrirgreiðslu. Kerfið verið spillt og snýst um að tryggja völd. Fram kom alvarleg ábending um vinnubrögð ráðherra frá umboðsmanni Alþingis um að lagasetningu Alþingis væri verulega ábótavant. Allt að þriðjungur laga sem Alþingi setti stangist á við stjórnarskrá eða gildandi lög!!??

Bönkum var athugasemdalaust gert kleift að pumpa milljörðum króna inn í hagkerfið svo hægt væri að standa við kosningaloforð, auk þeirra gríðarlegu upphæða sem komu með krónubréfunum. Margir bentu á þetta og settu fram aðvaranir, en æðstu embættismenn og ráðherrar tóku þá ákvörðun að eyða þessum fjármunum í að lækka skatta, sem varð til þess að þenslan jókst enn frekar og gengi krónunnar varð 30% of hátt.

Það leiddi til þess að heimilin og fyrirtækin skuldsettu sig upp fyrir fasteignamat sem keyrt var upp af sömu spennu, töluvert upp fyrir raunverð. Sérfræðingar bankanna hvöttu til la´ntöku og fjárferstinga og undir það var tekið með hástemmdum yfirlýsingum um Íslenska efnahagsundrið af þáverandi ráðherrum og efnahagssérfræðinganna þeirra í stjórn Seðlabankansa um hvað allir hefðu það gott í hægri sveiflu Hagkerfisins.

Margir bæði innlendir og erlendir sérfræðingar hrópuðu á að grípa yrði til ráðstafana vegna mikils vaxtar bankanna og skuldsetningar, sú stefna sem fylgt væri í íslensku hagkerfi væri úrelt og gæti ekki leitt til annars en mikils og sársaukafulls Hruns.

Allir kannast við svör þáverandi ráðherra og Seðlabankans. Sama á hverju gekk og hvaðan gagnrýni kom, alltaf sögðu Davíð, Geir, Þorgerður og Árni að allt væri í lagi og engin ástæða til þess að taka mark á þessum athugasemdum. Menn ættu bara að fara heim og læra fræðin sín betur.

Athafnir þessara embættismanna og ráðherra hafa leitt til þess að tugþúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnað sínum og sitja uppi með gríðarlegar skuldir. Þetta fólk hefur ekkert unnið til saka, annað en að vilja njóta þeirra miklu lífsgæða sem auðhyggja sagðist hafa búið þeim. Fjárglæframenn nýttu sér svigrúm sem slök íslensk reglugerð og eftirlit gaf þeim til þess að skuldsetja þjóðina. Embættismenn og ráðherrar vildu hafa þetta svona og auglýstu Ísland með dyggri aðstoð forseta lýðsveldisins sem fjármálaparadís.

Æðstu embættismenn með Davíð Oddsson seðlabankastjóra og Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis í broddi fylkingar, töldu að þetta skipti engu vegna þess að það stæði ekki til að greiða þessa skuldir. Þáverandi forsætis- og fjármálaráðherrar virtust trúa því að þetta væri rétt og við myndum komast upp með það.

Þrátt fyrir að erlendir ráðherrar og seðlabankastjórar ítrekuðu að íslendingar yrðu að sætta sig við að fara að viðteknum samskiptum siðaðra þjóða og greiddu upp skuldir sínar. Norðurlandaþjóðirnar sögðu ásamt öðrum þjóðum, að ekki kæmi til greina að koma að því að hjálpa íslendingum, nema þá í gegnum AGS, sakir þess að sú leið virðist vera sú eina til þess að koma íslenskum stjórnmálamönnum í skilning um að háttsemi þeirra gangi ekki.

Sé litið til frétta undanfarinna daga, þá virðist lýðskrumið enn vera við völd, og fátt annað en langvinn og sársaukafull lægð blasi við. Í dag búa um 20 þús. íslendingar á hinum norðurlandanna, þeim hefur fjölgað á undanförnum misserum og á eftir að fjölga enn frekar.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, þú virðist ekki hafa mikinn skilning á því hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vinnur. Það er ekki lýðskrum að gagnrýna skemmdarverk. Komdu nú út úr kassanum minn kæri Guðmundur

Guðmundur sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Þetta er hrein staðreynd, hvað í fjandanum eigum við að gera? Alla vega ekki gera ekki neitt eins og sumir hérna um árið hræðilega.
Frábær grein hjá þér.
Jónína

Guðmundur sagði...

Bíddu aðeins nafnlaus - er ég eitthvað að gagnrýna eða mæla með AGS - ég er einfaldlega að benda á hvaða kröfur eru gerðar af frændþjóðum okkar.

Þetta er álíka bjálfaleg aths. og þegar maður lýsir því að Íslands verði að standa við gerða samninga t.d. eins og Icesave, þá fullyrða sumir að maður vilji endilega borga Icesave.

Ég er algjörlega á móti Icesave og öllu því ferli sem fyrrv. forsvarsmen Landsbanka settu okkur í og fyrrv. ráðherrar gerðu ekkert til þess að koma í veg fyrir það.

En ferlið liggur fyrir.

Sama og það ferli sem hér er lýst. Það er svona þá svo sumir þekktir söguendurskoðunarmenn og ritstjórarar vilji skrifa það öðruvísi

Nafnlaus sagði...

Fyrsti nafnlaus.
Guðmundur er ekkert að skýra út starfsemi AG, hvaða bull er þetta. Hann er einungis að benda á afstöðu þeirra landa sem við höfum verið að biðla til um aðstoð og hvaða álit þær hafa á íslenskum stjórnmálamönnum.

Hólmfríður Bjarnadóttir sagði...

Guðmundur
Góð grein um átakanlega atburðarás. Það er auðvitað erfitt fyrir blogghópinn í Hádegismóum að sjá atburðarásins sett fram með svo skýrum hætti sem hér er gert. Mér finnst raunar að andsvörum við vel rökstuddar færslur í þessum anda, sé að fækka heldur. Það er eins og sannleikurinn sé smám saman að síast inn hjá fleirum og fleirum.

Hólmfríður Bjarnadóttir sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Hólmfr+iður sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
fridabjarna sagði...

Guðmundur
Góð grein um átakanlega atburðarás. Það er auðvitað erfitt fyrir blogghópinn í Hádegismóum að sjá atburðarásins sett fram með svo skýrum hætti sem hér er gert. Mér finnst raunar að andsvörum við vel rökstuddar færslur í þessum anda, sé að fækka heldur. Það er eins og sannleikurinn sé smám saman að síast inn hjá fleirum og fleirum.

Hólmfríður Bjarnadóttir

Nafnlaus sagði...

Guðmundur
Góð grein um átakanlega atburðarás. Það er auðvitað erfitt fyrir blogghópinn í Hádegismóum að sjá atburðarásins sett fram með svo skýrum hætti sem hér er gert. Mér finnst raunar að andsvörum við vel rökstuddar færslur í þessum anda, sé að fækka heldur. Það er eins og sannleikurinn sé smám saman að síast inn hjá fleirum og fleirum.

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir sagði...

Guðmundur
Góð grein um átakanlega atburðarás. Það er auðvitað erfitt fyrir blogghópinn í Hádegismóum að sjá atburðarásins sett fram með svo skýrum hætti sem hér er gert. Mér finnst raunar að andsvörum við vel rökstuddar færslur í þessum anda, sé að fækka heldur. Það er eins og sannleikurinn sé smám saman að síast inn hjá fleirum og fleirum.

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir sagði...

Guðmundur
Góð grein um átakanlega atburðarás. Það er auðvitað erfitt fyrir blogghópinn í Hádegismóum að sjá atburðarásins sett fram með svo skýrum hætti sem hér er gert. Mér finnst raunar að andsvörum við vel rökstuddar færslur í þessum anda, sé að fækka heldur. Það er eins og sannleikurinn sé smám saman að síast inn hjá fleirum og fleirum.

Hólmfríður Bjarnadóttir