miðvikudagur, 7. júlí 2010

Varanleg lausn á gjaldeyriskreppunni

„Það er erfitt að taka ákvarðanir og gera áætlanir fram í tímann á þeim forsendum hvað eigi mögulega að gera hér í framtíðinni. Það virðist vera planið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evruna eftir einhver ár. Mér líst vel á það," segir Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Ég hef alloft vitnað til ummæla hans á fundum um stöðuna á íslenska vinnumarkaðinum og muninum á hinum nú og svo þeirrar stöðu sem forsvarsmenn útvegs og landbúnaðar vitna útrekað til. Það var staðan fyrir áratug og lengra tíma síðan.

Hilmar bætir við að stjórnendur fyrirtækisins bindi vonir við að innganga Íslands inn í ESB muni leiða til þess að umhverfið sem þeir hafi starfað í síðustu ár róist og verði líkara því sem er í öðrum löndum þar sem CCP er með starfsemi. „Þar getum við gengið að flestu vísu," segir Hilmar.

Þótt margt hafi breyst til batnaðar í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja erum við enn að burðast með íslensku krónuna, hina örsmáu og óstöðugu mynt. Íslenskt atvinnulíf starfar í alþjóðlegu umhverfi og við verðum að víkja frá einangrunarstefnunni. Vandamálið var ekki síst að það var nánast ómögulegt að fá krónur að láni til þess að fara út í framkvæmdir. Eitt af helstu vandamálum Íslendinga er krónan. Hún er alltof dýr og hreinlega ónothæf þegar kemur að fjármögnun stórra framkvæmda.

Það er brýnt að annar gjaldmiðill verði tekinn upp í landinu, sé horft til framtíðar. Ísland á miklar auðlindir og mun ná vopnum sínum. Það eru allar forsendur fyrir því að það sé hægt að á skömmum tíma. Ef ekki verður gripið til réttra aðgerða verður Ísland láglaunasvæði við hlið hinna norðurlandanna sem eru með lægri vexti, hærri laun, mun lægra verðlag og mun betra öryggisnet. Það kallar á fólksflótta.

Varanleg lausn á gjaldeyriskreppunni er lykill og grunnur að lausn annarra stórra vandamála á Íslandi og um leið forsenda endurreisnar. Það er því allra stærsta viðfangsefnið sem framundan er. Varanleg lausn á gjaldeyriskreppunni verður að finna á allra næstu vikum og mánuðum þannig að gengið geti styrkst um a.m.k. 30% innan árs og komist í langtíma jafnvægisstöðu (gengisvísitalan 140) eftir um eitt ár.

Hlutdeild sjávarútvegsins í þjóðarframleiðslunni er innan við 8% og skapar um þriðjung gjaldeyris. Þau 20.000 störf sem þarf að skapa á næstu 4 árum til þess að koma atvinnuleysinu niður fyrir 4% verða ekki í sjávarútvegi og landbúnaði. Ný störf verða til í sömu störfum og atvinnuleysið er nú; þjónustu og tæknigreinum. Það er því kaldranalegt fyrir atvinnulausa fólkið að heyra þá sem hafa atvinnu hafna algjörlega eina möguleikanum að koma þróuninni í réttan farveg og til framtíðar með því að nýta orkuna og byggja upp þekkingariðnað, líftækni, lyfjaframleiðslu og ferðaþjónustu.

Þessar atvinnugreinar eiga það sameiginlegt að búa við stöðugleika. Þau þurfa aðgang að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum, af því að heimamarkaðurinn er of smár. Okkur er lífsnauðsyn að tengjast stærra myntsvæði, sem getur fært okkur stöðugt efnahagsumhverfi. Ella munu atvinnugreinar framtíðarinnar ekki þrífast hér. Unga menntaða fólkið mun flytja úr landi og þeir sem eru að mennta sig núna koma ekki heim.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frabar pistill Gudmundur, eins og alltaf.

Tad kemur i tinn hlut og fl. ad vekja tjodina af tessum kronusvefni.

Tad eru storkostleg takifari á Islandi, ef landid losnar sem allra fyrst vid kronuna og tengjast ERM2 (eftir 2 ar) og sidan evru, eins og tu hefur bent a.

Kaupmattur myndir aukast veruelga og almenningur myndi borga miklu lagri vexti, sem vari um 1 milljon a medalfjolskyldu a ari.

Nafnlaus sagði...

Mjög rétt hjá þér Guðmundur.

Þjóðarógæfan er fullkomnlega óhæfir stjórnmálamenn.

Þá á ég við fólk í öllum flokkum.

Við það fólk þurfum við að losna sem fyrst.

Það kallar á nýtt flokkakerfi og kosningar.

En stjórnmálastéttin þráast við og gerir allt hvað hún getur til að koma í veg fyrir nauðsynlegt, pólitískt uppgjkör.

Á meðan sekkur þjóðin dýpra í fenið sem stjórnmálamennirnir hröktu hana út í.

Íslenskir stjórnmálamenn og -flokkar eru ógæfa okkar.

Nafnlaus sagði...

Í áratugi hafa Íslendingar haft sterka löngun til þess að e y ð A
meiru en eign geta gefur.
Með þennan hvata innanborðs
v e r ð u r a l d r e i nægur
erlendur gjladeyir fyrir hendi.
Lánaþörfin skapar ójafnvægi og
óstöðugleika milli ísl. krónu
og erlends gjaldeyris

Eingin pípuhatta kúnst leysir úr
þessu. Verðum sjálfa að sníða
stakk eftir vexti og getu.

Jón Ármann

Nafnlaus sagði...

Við höldum baráttunni áfram frá vinstri og hægri!

Fólk hlýtur að átta sig á þessum augljósu staðreyndum fyrr eða síðar!

Kær kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Öldungis há-rétt greining á theirri efnahagslegu sjálfheldu sem krónan hefur komid landinu í
Á hinn bóginn er skiljanlegt, ad forrétinda-hópur sá sem hefur áratugum saman rádskast med krónuna sem einstaklega hentuga einka-mynt, berjist nú gegn thví med kjafti og klóm, ad Ísland gangi í EU og taki upp evruna, - gjald- midil, sem their hefdu ekki lengur neitt vald yfir
Orri Ólafur Magnússon - Thýzkalandi

Nafnlaus sagði...

Það er rétt við erum með handónýta stjórnmálamenn, enn við kjósum þá aftur og aftur. Og þeir sem koma nýir eru ekki betri.Veit ég er að alhæfa enn á við í 95% tilfella.Kanski er bara þjóðinn ekki betri enn þettað og á þess vegna svona stjórnmálamenn skilið því hún er ekkert betri enn þeir. Veit ég er að alhæfa enn á við í 95% tilfella. Enn við skulum nú ekki fara á taugumn þó að atvinnurekendur tali um að fara með starfssemina annað, það gerðu bankarnir líka og fóru ekki því miður. Eru einsog óþægir krakkar. Þeir vita það að hér er ekki alslæmt rekstar umhverfi, hér eru næst lægstu skattar á fyrirtæki, bara Írar með lægri skatta. Hér eru þeir mun stærri af heildini heldur enn þeir yrðu annarsstaðar. Við eigum frekar af hafa áhyggjur af því hvaða fólk er að flytjast af landi brott. Það er mentaða fólkið, það ómentaða verður að sætta sig við ástandið hér, á ekki mikla möguleika erlendis.Menn ættu að kíkja í síðustu Vísbendigu, þar er fróðleg grein um fóksflutninga. Kv Simmi