föstudagur, 2. júlí 2010

Krónan ástmögur valdastéttarinnar

Staða krónunnar er allt of lág. Með því að halda krónunni svona lágri er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Núverandi upplýsingar benda til dæmis til þess að eignarýrnun í bankakerfinu frá því fyrir hrun sé um 4.200 ma.kr. eða um 280% af VLF. Á þennan mælikvarða er hrunið á Íslandi fimm sinnum stærra en næststærsta hrun allra tíma (Indónesía, 1998).

Þeir aðilar sem halda því fram að það sé fínt að láta gengið falla til að vinna sig út úr vandanum eru einungis að horfa á rekstrareikning þjóðarinnar, ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra), en ekki er horft á afleiðingar þess á efnahagsreikning þjóðarinnar, og skuldir hækka um tæpa gríðarlega.

Sveigjanleikinn sem fylgir því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil - og nýtist svo vel þegar allt er komið í óefni - er dýru verði keyptur og það er almenningur sem borgar þann brúsa. T.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína.

Sveigjanleikinn kostar okkur himinháa vexti. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Lántökukostnaður í krónum var því að meðaltali um 5% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu á þessu 12 ára tímabili. Við erum að borga 3 - 4 sinnum meira fyrir þakið sem við kaupum yfir fjölskylduna, það er vegna þess að við erum með krónuna. Ef við ætlum að losna við verðtrygginguna, verðum við að byrja á því að losa okkur við krónuna.

Þessi vandi er miklu mun stærri og alvarlegri en sá ávinningur, sem kemur fram á rekstrarhlið fárra. Því til viðbótar er það ekki heldur ávinningur fyrir öll venjuleg fyrirtæki m.a. í útflutningi - að hafa svona lágt gengi þó ávinningurinn sé einhver á rekstrarhlið. Gengisfallið skapar miklu mun meiri vanda fyrir venjuleg fyrirtæki á efnahagshliðinni - þar sem aukning erl. skulda þurrkar út allt eigin fé og setur viðkomandi einingu í greiðslu stopp eða mikinn vanda.

Gengisfallið er því ekki að hjálpa neinum - nema kannski skuldlausum aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa, og yfir standa stórkostlegustu eignatilfærslur Íslandssögunar. Í þessu sambandi skal haft í huga, að svona mikið gengisfall er ekki til komið af eðlilegum viðskipta- og efnahagsástæðum. Þar er um að kenna kerfishruni krónunnar og allri umgjörð hennar.

Endurreisn á gengi verður því viðkomið með hefðbundnum aðferðum, þær eru ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Þessu veldur breytt í umgjörð krónunnar; hrunið bankakerfi, traust á fjármálamörkuðum, lánshæfnismat Íslands með lokuðum aðgang að erl. bankakerfi og getuleysi Seðlabankans okkar sem lánveitanda til þrautavara, o.fl. o.fl.- sem gerir það að verkum að ekki er hægt að ná genginu til baka með hefðbundnum aðferðum. Þær gagnast ekki nema að takmörkuðu leiti.

Kerfisáhætta krónunnar jókst við fall bankanna. Samningar við ESB og aðstoð Seðlabanka Evrópu er okkur lífnauðsyn, eins og ég hef komið nokkrum sinnum að, með fastgengi þar til evra verður tekin upp eins fljótt og mögulegt er - í samstafi við Seðlabanka Evrópu - byggt á langtíma jafnvægisgegni (gengisvísitölu 135 -140).

Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York segir : „Sjálfstæð peningamálastjórn okkar Íslendinga veldur því að krónan lækkar í verði þegar kreppir að. Þetta hjálpar íslenskri framleiðslu þegar allt er í rugli. En þessi hegðun krónunnar gerir það einnig að verkum að krónueignir eru sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta.

Með öðrum orðum, sveigjanleiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að meðaltali.

Lykilspurningin þegar kemur að því að velja á milli þess að halda krónunni til frambúðar eða að taka í staðinn upp aðra mynt er því: Er möguleikinn á því að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár?

Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni. En þá mættum við heldur ekki lengur koma okkur í ógöngur með reglulegu millibili því gengisfelling yrði ekki lengur möguleiki í stöðunni.“

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skrifað af skynsemi, innsæi og vel rökstutt!

Það er með svona málflutningi, sem við ESB aðildarviðræðusinna tryggjum okkur stuðning.

Það verður að halda áfram að fræða þjóðina!

Guðbjörn Guðbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Þú ert í fanta formi þessa dagana hver stjörnupistillinn á fætur öðrum. Það væri óskandi að fleiri ræddu málin á þennan hátt
Takk Takk Elísa

Magnús sagði...

Íslensku krónunni má líkja við gamlan jeppa með svo lélegan stýrisbúnað að það er ómögulegt að halda honum á veginum. Hann fer alltaf út af.


En þegar þangað er komið er voða gott að geta komið sér aftur upp á veginn með því að setja bara í framdrifið.


Það er þessi eiginleiki sem áhangendum íslensku krónunnar finnst svo æðislegur.


En er ekki málið að fá sér betri bíl og hanga á veginum?

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill,

Þetta er kjarni málsins.

Afleiðingar af ónýtum gjaldmiðli og því að gegni krónunnar hrundi langt umfram efnahagslegar forsendur, koma frma í skelfilegri aukningu skulda erlendra sem innlendra.

Sú skuldaaukning þurrkar út eigið fé, og setur heimili og fyrirtæki í greiðsluþrot og gjaldþrot.

Með öðrum orðum þá hefur þetta orsakað mestu eignaupptöku Íslandssögunnar og þá mestu í vestrænu þjóðfélagni á friðartímum.

Það hefur valdið stórkostlegu atvinnuleysi og hörmungum, sem kemur fram í landfótta og því að fólk á ekki fyrir mat.

Þetta kemru einnig fram í mestu ríkisvæðingu sem orðið hefur í vestrænu þjóðfélagi á friðartímum.

Aldeilis frábært. Það er ekki nema vona að ýmsir sem eru á móti ríkisafskiptum vilji halda krónunni árfam!!!

Það er sennilega til að geta haldið áfram að svipta almenning eignum og auka ríkisvæðinguna enn frekar.

Er ekki komið nóg?? Hvenær ætlar almenningur að kveikja á perunni...

Það stefnir allt í meiri hörmungar verði gegnið ekki styrkt og tekin afdráttarlaus stefnu á Evru.





Þetta hfur viðgegnist

Nafnlaus sagði...

Mjög góður málflutningur. Pistlarnir fara stöðugt batnandi.
kv. Jóhann

bjarkigud sagði...

Mjög flottur pistill! Það er alveg ljóst að við þurfum að henda krónunni fyrr næst aldrei sátt á þessu skeri nema fyrir fáa útvalda.

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Dómur hæstaréttar, var dómur yfir ónýtum gjaldmiðli og mistökum í stjórn peningamála, (sem var megin orsök hrunsins) ekki bara fyrir hrun.

Sumir "virtir" aðilar telja að það kunni að ógna fjármálastöðugleika ef bankarnir tækju á sig dóm hæstaréttar.

Ef grannt er skoðað - eru þessir aðilar að segja að ef gengið er látið vera svona fáránlega lágt - og langt fyrir neðan langtíma jafnvægisgengi sem nemur 30 - 40%(skv. upplýsingum seðlabanak um raungegni sl. 20 ár) ógnar það fjármálastöðugleika þjóðarinnar, bankakerfis sem annarra.

Þetta er kjarni málsins.

Þetta gerist vegna þess að um leið og gengið er 30 - 40%% of lágt eru erl. skuldir þjóðarinnar 30 - 40% of miklar, sem um leið veldur því að eigið fé þurrkast út og heimili og fyrirtæki eru sett i greiðsluþrot og síðan gjaldþrot.

Á Íslandi er því gjaldmiðla- og skuldakreppa sem ekkert er rætt um, og því engar lausnir.

Heildarskuldir í erlendum gjaldmiðli - er því um 1000 - 1500 milljörðum hærri en á að vera - ef gegnið væri í jafnvægisgegni sem eru um tæpar 20 milljónir á hverja 4ra manna fjölskyldu!!)

Þetta magnar erfiðleikana.

Það er þessi vandi sem ógnar núna hratt fjármálstöðugleika, bankakerfis, heimila, fyrirtækja og þjóðarinnar, en ekki dómur hæstaréttar.

Dómur hæstaréttar, er einungis lýsing á því að sjúklingurinn er fársjúkur. Það vantar greingu á orsökum vandans.

Það skiptir ekki öllu máli hvort bankakerfið eða viðskiptamenn þess greiða skuldirnar, þar sem vandi viðskiptavina lendir hvort sem er á bankakerfinu.

Eina leiðin til að minnka verulega líkur á nýju áfalli og ógn við fjármálastöðugleika, er að styrkja gengi krónunnar að jafnvægisgegni, eins og kveðið er á um í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins, og stefna síðan að upptöku evru eins fljótt og kostur er. Þetta er launsn á vanda heimila og fyrirtækja.

Verði það ekki gert er verið að auka líkur á nýjum hörmungum og er þá nóg fyrir. Hvaða ábyrgur aðili vill stuðla að slíku?

Það er þessi kjarni vandans sem verður að ræða opinskátt og upplýsa þjóðina um.

Frábær og fagleg grein Guðmundur.

Nafnlaus sagði...

Það er nokkuð góð samlíkinginn hjá Magnúsi, enn ef ökumaðurinn er vanhæfur og hefur alltaf verið það þá breytist ekkert þó að við skiftum um bíl. Þettað er álíka að halda því fram að það hefðu ekki verið slegin hitamet í Júní af því við notuðum farenheit hitamæli. Númer eitt er að við förum að stjórna okkar fjármálum, það sést vel havð við höfum staðið okkur vel í því ef við höfum það í huga að í upphafi var ein dösnk króna sama og ein íslensk. Við sem þjóð látum bjóða okkur hvað sem er og halda það að vöruverð muni verða sambærilegt og í ESB löndunum við það að ganga í ESB er nú bara barnaskapur. Það sem er að fara með okkur er okur kaupmanna. Það er ekki eðlilegt að maður geti flutt inn í pósti hlut fyrir tæplega 2000Kr sem kostar í Appelbúðini rúmar 5000kr. Það mun ekki breytist við að ganga í ESB. Kv Simmi
P.s Góða helgi öll sömul

Nafnlaus sagði...

Flott grein,

Hefur einhver tekið saman havð skuldir hafa aukist mikið með gengishruninu vegna ónýts gjaldmiðils, sem hrundi lanngt umfram allt normalt.

Ekkert slíkt gerðist innan evrunnar.

Hvað hækkuðu skuldir mikið vegna ónýts gjaldmiðils hjá, heimlum, sveitarfélögumm, bændum, útgerð, byggingaraðilum, og öllum fyrirtækjum almennt.

Getur einhver tekð þetta saman, til að sjá raunverulegna skaða??

Guðmundur sagði...

http://eyjan.is/2010/07/02/jon-daniels-gefur-greiningu-krugmans-a-islenska-kraftaverkinu-falleinkunn/

Guðmundur sagði...

http://blog.eyjan.is/elvar/2010/07/02/arodursvel-morgunbladsins/

Nafnlaus sagði...

Afar fróðleg grein.

Þú þarft að koma þessum skilaboðum til aðila sem sjá um gengismál.

Þetta er kjarninn í næstu kjarasamningum - nýjan gjaldmiðil, þessum þrældómi krónunnar verður að linna.

Það er rétt, virtir aðilar sjá aldrei gallana á efnahagshlið heimila, fyrirtækja og þjóðfélags þegar gegnið fellur svona og skuldir skrúfast upp um helming.

Mikið fall krónunnar er alað vandinn í dag, sem kristallast m.a. í dómi hæstaréttar.

Það er ekki nóg að krónan hafi valdið einu hruni á Íslandi, heldur haga aðilar sér á þann hátt að króna er líkleg til að valda öðru hruni, verði hún ekki styrkt á næstunni.

Það er afar auðvelt að styrkja krónuna markvisst, með tímabundið hertum gjaldeyrishöftum, og inngripum seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, sem ekki myndi kosta mikið þar sem velta er svo lítil.

Þú ættir að vera seðlabankastjóri Guðmundur.

Reynir Sigurbjörnsson sagði...

Svo vilja menn stopa menn EB. umsókinna

Vilhjalmur Jesus Arnason sagði...

Þú ert ágætis penni en nokkrar fullyrðingar standast enga skoðun.
Vegna þess hversu veigamiklar þær eru þá verð ég að gera athugasemdir.

1. Krónan er enganveginn háð verðtryggingu. Það er aftur á móti lygi valdastéttarinnar sem þú virðist trúa.

2. Tilvitnun þín í Jón Steinsson er dálítið mögnuð vegna þess að fullyrðingar hanns um flótta fjárfesta frá hagkerfum (gjaldmiðlum) sem sýna ekki hagvöxt er það eðlilegasta í heimi og flótti frá því að fjárfestar forðist minni ávöxtun er náttúrulega brandari. Að ætlast til þess að hagkerfi snúist eftir væntingum fjárfesta er náttúrulega geðveiki og ekkert minna en gríðarlega ósvífin tilætlunnarsemi.
Þvert á sanngjarna og eðlilega ávöxtunnarkrófu sem miðast við hagvöxt eða landsframleiðslu.

Þessar pælingar hanns eru áróður í besta falli hrykalegar lygar í því versta.

Ef þú vilt álvöru hagfræði kynntu þér þá gullnu ávöxtunnarregluna eftir Michael Phelps.

Meira seinna.