Sá kostnaður sem nú liggur fyrir að hver leið kosti við lausn á skuldavanda heimilanna eftir útreikninga nefndar ríkisstjórnarinnar lá fyrir í útreikningum hagdeildar ASÍ fyrir um einu og hálfu ári og var þá kynntur ríkisstjórninni. Engin vildi trúa þessu og hatursbréfin streymdu.
Sá samningur sem gerður var um Icesave og var búið að staðfesta var með 7 ára gjaldfresti og opnum möguleikum til endurskoðunar þegar lægi fyrir hver útkoma yrði úr þrotabúi Landsbankans. Stjórnarandastaðan bæði innan og utan ríkistjórnar fór hamförum og tók reyndar alltaf nánast tvöfalt hærri upphæð inn í sínar fullyrðingar.
Virðist að semja eigi um svipað og fyrir lá. Stóra feita Neiið og hræðsla um heimsins við stórveldið Ísland sem myndi með því kollvelta hagkerfum heimsins og allar stóru fullyrðingar vor ómerkilegt og innistæðulaust lýðskrum.
Þetta hvort tveggja er búið að valda óþarfa ári í frekara hrun atvinnulífs og seinkað viðspyrnu. Hefur kostað almenning miklar fórnir, kostað þjóðarbúið milljarða. Líklega sem svarar einni ársframleiðslu eins og hagdeild ASÍ reiknaði út fyrir ári og var kynnt.
7 ummæli:
Já er verið að semja um Icesave á sambærilegum forsendum og fyrri tvo samningana?
Ég reikna með að þið í Samfylkingunni komið aldrei til með að skilja að þjóðin hafnaði IceSlave samningunum ykkar.
Ég reikna heldur ekki með að sami málflutningur, sama þvæla og þið notuðuð við þá fyrri, dugi ykkur að þessu sinni.
Annað hvort eruð þið Samfylkingarfólk óforbetranlegir bjartsýnissjúklingar, eða afskaplega tregt.
Það er alltof mikið af tækisfærissinnum. Virðast fá mikið útúr því að komast í fjölmiðla og segja það sem mun vera fyrir sagnir næsta dag.Mér datt það í hug þegar nafni var í fréttunum á RÚV á föstudag að tala um að það væri hætta á að bankar færu í mál við ríkið vegna laga um gengisdómsin og myndu krefja ríkið um bætur, enn hvernig var með hugmyndir hans um flatan niðurskurð lána um 15-20% hefðu ekki sömu bankar farið líka í mál? Kv Simmi
Já og umbjóðendur þínir sem sögðu nei takk við Icesave eru auðvitað eintómir fábjánar.
# 21:38
Já það er verið að semja á þeim notum sem okkur hefur staðið til boða um langt skeið.
#22:06 + Sigurður
Það ómerkilegasta sem maður upplifir í bloggheimum og aths. dálkum er þegar manni eru gerðar upp skoðanir og senda svo tóninn á grundvelli spunans í skjóli nafnleysis.
Maður getur ekki einu sinni vorkennt mönnum sem eru svona dæmalaust röklausir og ósjálfbjarga í opinni umræðu.
Er það sem sagt orðið nafnleysi að heita góðu og gegnu íslensku nafni og vera skírður í höfuðið á föður sínum.
Hvaða viðkvæmni er þetta eiginlega í þér. Ég er bara ekki á sömu skoðun og þú. Ég er líka fullviss að margir af félagsmönnum í Rafiðnaðarsamnbandinu eru heldur ekki á sömu skoðun og þú.
Mig getur þú fundið á http://sigur.blog.is
Þakka frábæra pistla.
Þú stendur þig vel í að svara þessum örfáu sem skrifa útúrsnúninga í aths. dálkanna.
Þeir eru örfáir sé litið þess stóra lesendahóps sem þú hefur Guðmundur.
Skrifa ummæli